Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 38

Fréttablaðið - 02.06.2020, Side 38
Hjólið verður með Arrow pústkerfi og er stillt til að skila 89 hestöflum við 7.400 snúninga. Mótorhjólasamtök í Þýskalandi hafa brugðist hart við og ætla að berjast gegn tillögum þessum heima fyrir og á Evrópuþinginu. Það var of gott tækifæri til að sleppa því að bjóða uppá 007 útgáfu af Triumph 1200 Scram- bler-hjólinu, sem Bond keyrir í nýjustu myndinni, No Time to Die. Hjólið verður aðeins framleitt í 250 eintökum og er safírsvart, auk þess sem að búið er að málmhúða marga hluti í svörtu. Auðvitað er Bond-nafnið á sætinu og 007-merkið á hliðum hjólsins, auk þess sem Bond-þema kemur upp á skjánum þegar kveikt er á hjólinu. Hjólið verður með Arrow pústkerfi og er stillt til að skila 89 hestöflum við 7.400 snúninga á mínútu. Hægt verður að velja um sex akstursstillingar og er ein þeirra Off Road Pro. Loks verður það búið lyklalausu aðgengi, upphituðum handföng- um og USB-hleðslu svo eitthvað sé nefnt. Hvert hjól verður númerað. Nýja Bond-hjólið frá Triumph Meðal þess sem nefnd á vegum þýska þingsins vill banna er hljóðhönnun, auk þess sem auka á heimildir lögreglu til skoðana af handahófi. Vegna kvartana frá þýska hérað- inu Nordrhein-Westfalen um hávaða í mótorhjólum, vill nú þýska þingið aðgerðir gegn hávaða frá mótorhjólum. Það landssvæði er mjög vinsælt meðal mótorhjóla- fólks sem venur komur sínar þangað. Þann 15. maí síðastliðinn lagði nefnd á vegum þýska þingsins til að gripið yrði til aðgerða gegn hávaða frá mótorhjólum. Hvort það verður gert eða ekki, verður ákveðið af þýska þinginu og þótt engin ákvörðun hafi verið tekin hefur þetta vakið sterk viðbrögð meðal mótorhjólafólks í Þýska- landi. Harðar aðgerðir lagðar til Meðal þess sem þingnefndin hefur lagt til er að hávaðamörk verði lækkuð niður í 80 dB, og þá ekki aðeins við skoðun, heldur við allar aðstæður, alls staðar. Nefndin vill líka að þýska þingið verði í farar- broddi um að koma þessum lögum á í öllu Evrópusambandinu. Lagt er til að þeir sem breyti mótorhjólum sínum á einhvern hátt til að auka hávaða geti fengið háar sektir, og að hægt verði að taka mótorhjólið af þeim. Banna á það sem kallað er „hljóðhönnun“ en það er þegar framleiðendur hanna sérstakt hljóð í mótorhjól sín. Auka á möguleika lögreglu til að skoða mótorhjól af handahófi og einnig að hægt verði að draga ökumann hjólsins til saka, jafnvel þótt hann eigi ekkert í mótorhjólinu sem hann er á. Einnig er lagt til að hægt verði að senda eiganda mótorhjóls rukkun þótt ekki sé til andlits- mynd af honum, en það væri brot á þýsku stjórnarskránni. Loks er lagt til að hægt verði að banna mótorhjól á ákveðnum dögum, eða vegum, og að allir sem aki mótorhjólum beri kladda til að skrá ferðir sínar í. Mótorhjólasamtök mótmæla Það sem er merkilegt við þessar tillögur er að þær taka aðeins eina gerð farartækja fyrir, en bílaframleiðendur eru með heilu deildirnar sem hanna hljóð bíla, og þá sérstaklega sportbíla og sportjeppa. Mótorhjólasamtök í Þýskalandi hafa brugðist hart við og sakað yfirvöld um að mis- muna þjóðfélagshópi, og með aðstoð FEMA, Evrópusamtaka mótorhjólasamtaka, sagt að það verði barist gegn þessu bæði heimafyrir og í Evrópuþinginu. Að sögn Þorgerðar Guðmunds- dóttur, formanns Bif hjólasam- taka Lýðveldisins, Sniglanna, er fáránlegt að taka mótorhjól sérstaklega fyrir út af hávaða. „Mér finnst þetta út í hött og við vonum að sjálfsögðu að þetta verði ekki svona hérna,“ sagði Þorgerður. Þýska þingið á nornaveiðum Italis er nýtt mótorhjólaumboð sem var opnað í Hafnarfirði á dögunum. Bak við það standa mótorhjólakempurnar Björgvin Unnar Ólafsson og Unnar Már Magnússon. Umboðið flytur aðallega inn Ducati-hjól en getur einnig útvegað ítölsku hjólin Aprilia og MV Agusta. „Við vildum gera eitthvað með þetta húsnæði okkar og ákváðum að breyta dóta- kassanum í mótorhjólaumboð,“ sagði Björgvin. „Við munum einnig geta pantað hjól frá Moto Guzzi og Piaggio, og varahluti í öll ítölsku hjólin. Til að byrja með verður enginn sérstakur opnunartími, en fólk getur haft samband og við finnum tíma til að taka á móti því,“ útskýrði Björgvin. Fyrstu hjólin eru komin í Hafnarfjörðinn og þar má sjá Ducati-hjól eins og Multistrada, XDiavel S og Monster 821 Stealth Scrambler, auk krúnu- djásnsins Panigale V4 S. Ducati- hjólin verður hægt að þjónusta sérstaklega, þar sem Ducati á Ítalíu fór fram á að hægt væri að bjóða upp á fulla þjónustu og því var keypt viðhaldstölva fyrir verk- stæðið. Verður kærkomið fyrir margan Ducati eigandann að fá aðgang að tölvu, því að nýtísku hjól þurfa slíkan búnað til að hægt sé að villulesa þau. Italis opnar í Hafnarfirði Pústkerfi nýrra mótorhjóla uppfylla kröfur um Euro 4 mengunarstaðla og 80 dB hávaðamörk og því er tillögunum beint gegn eldri hjólum. MYND/NJÁLL Björgvin og Unnar við ofurhjólið Ducati Panigale V4 S. Í forgrunni er Ducati Monster 821 Stealth Scrambler mótorhjólið. Nýja Bond-hjólið er í grunninn Triumph 1200 Scrambler. Bandaríski mótorhjólaframleið- andinn Lightning hefur hingað til vakið athygli fyrir öflugar gerðir rafmótorhjóla. Hann hefur nú sótt um einkaleyfi á mótorhjóli sem er að fullu yfirbyggt. Myndirnar af þessu ónefnda hjóli eru frekar einfaldar og sýna aðeins útlínur hjólsins, sem er nokkuð langt frá því sem Lightning hefur sent frá sér hingað til. Flest yfirbyggð mótorhjól hafa hingað til haft þrjú hjól, eða eins konar hjálpar- hjól, en hjólið frá Lightning virðist einungis hafa tvö hjól. Færri hjól þýða minni þyngd og viðnám, svo að hjólið verður betra í akstri en þríhjól. Spurningin er hins vegar hvað gerist þegar hjólið stoppar á umferðarljósum því ekki rekur ökumaðurinn fótinn út um hurðina. Ekki kemur fram í einkaleyfisumsókninni hvernig hjólið verður útbúið að þessu leyti, en lengd hjólsins bendir til þess að ökumaður sé með fætur fram frekar en niður á við. Sótt var um einkaleyfið í Kína en óvíst hvort það verði bara fyrir markaði þar eða víðar. Lightning þróar yfirbyggt mótorhjól Flest yfirbyggð mótorhjól hafa þrjú hjól en Lightning hjólið hefur tvö. 10 BÍLAR 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.