Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2020, Side 2

Víkurfréttir - 12.03.2020, Side 2
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg. Miðbæjarhverfið í Vogum verði gult Nýtt hverfi, miðbæjarhverfið, sem er að byggjast upp í Vogum hefur fengið gulan lit fyrir skreytingar á árlegum fjölskyldudögum í Vogum. Frístunda- og menningarnefnd telur rétt að á meðan nýja mið- bæjarhverfið er ekki stærra en það er muni það enn um sinn verða hluti af gula hverfinu. Nefndin mun taka málið upp að nýju þegar fjölgað hefur í hverfinu eða ef ný hverfi myndast. Nefndin frestaði svo ákvarðanatöku um þetta mál á síðasta fundi sínum. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Ertu búin(n) að breyta einhverju vegna kórónaveirunnar? Ástþór Sindri Baldursson: „Nei, ég hef alltaf verið dug- legur að þvo mér um hend- urnar. Er bjartsýnn á að þetta gangi fljótt yfir.“ Guðmundur Stefán Gunnarsson: „Nei ekkert sérstaklega, þvæ mér kannski aðeins oftar um hendurnar. Hlakka til þegar faraldrinum lýkur.“ Katla Hlöðversdóttir: „Ég er meðvitaðri um hand- þvott og er hætt að faðma alla sem ég hitti en ætla að byrja á því aftur þegar hættan er liðin hjá og hlakka mikið til.“ Þórunn Íris Þórisdóttir: „Ég fylgist með ráðlegg- ingum Almannavarna og frá Landlæknisembættinu því þetta er fagfólk. Svo bara held ég áfram að lifa.“ SPURNING VIKUNNAR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa  4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Rit- stjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Frétta- stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theo- dórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtu- dögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Veglegur styrkur til Krabba- meinsfélags Suðurnesja Í tilefni af 70 ára afmæli Stjórnenda- félags Suðurnesja hefur félagið afhent Krabbameinsfélagi Suðurnesja veg- lega gjöf. Gjöfin var afhent á aðal- fundi félagsins í síðustu viku en um er að ræða styrk upp á 700.000 krónur. Það voru þau Grétar Grétarsson og Sigríður Erlingsdóttir frá Krabba- meinsfélagi Suðurnesja sem tóku á móti gjöfinni frá Einari Má Jó- hannessyni, formanni Stjórnenda- félags Suðurnesja. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Safnahelgi á Suður- nesjum frestað Ákveðið hefur verið að fresta Safnahelgi á Suður- nesjum um óákveðinn tíma vegna COVID-19 veirunnar. Safnahelgi átti að fara fram helgina 14. og 15. mars næstkomandi þar sem öll sveitar- félög á Suðurnesjum veita ókeypis aðgang í öll söfn á svæðinu. Í fyrra sóttu um 10.000 manns viðburðinn og því brugðu menningarfulltrúar Reykjanesbæjar, Grinda- víkur, Voga og Suðurnesjabæjar á það ráð að fresta Safnahelgi að sinni. Ekki þótti ráðlagt að stefna fólki saman þegar svo mikið óvissuástand ríkir í þjóð- félaginu. Mikil hefð hefur myndast fyrir Safnahelgi sem haldin hefur verið ellefu sinnum og er hætt við því að gestir munu ekki njóta þeirra menningaviðburða sem í boði eru eins og best verður á kosið. Ný dagsetning verður því kynnt síðar en hægt verður að fylgjast með stöðu mála á vefsíðunni safnahelgi.is. Sýning í Duus Safnahúsum á síðustu Safnahelgi. Takmörkun á starfsemi í Reykja- nesbæ vegna COVID-19 Reykjanesbær hefur tekið ákvörðun um að takmarka starfsemi sína í kjölfar þess að Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í sam- ráði við Sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19) og er ákvörðunin tekin með tilliti til fólks sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Eftirfarandi takmarkanir gilda frá og með mánudeginum 9. mars þar til annað verður ákveðið. Á Nesvöllum verður lokað í matsal og félagsstarf aldraðra fellur niður, þ.m.t. leikfimi, listasmiðja og aðrir viðburðir á vegum Félags eldri borgara á Suður- nesjum. Boðið verður upp á heimsendingu matar fyrir þá sem þess þurfa. Nánari upplýsingar í síma 420-3400. Dagdvalir á Nesvöllum og í Selinu verða opnar. Takmörkuð þjónusta verður í Hæfingarstöðinni. Reykjaneshöll verður lokað fyrir gönguhópa. Þátttakendum í Fjölþættri heilsueflingu 65+ Janusarhóparnir er bent á að fylgjast með tölvupóstum og tilkynningum á Facebook-síðum verkefnisins. Öll önnur þjónusta velferðarsviðs helst órofin, sbr. öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúða- kjörnum og á heimilum. Bent er á að Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga, að huga vel að hrein- lætisaðgerðum og forðast mannamót að óþörfu.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.