Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 8
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Sænsk/íslenska þáttaröðin Ísalög, Tunn is, sem nú er sýnt á RÚV er dýrasta sjónvarps- þáttaröð sem framleidd hefur verið á Íslandi. Kostnaður við hana var um 1,5 milljarður króna. Þættirnir gerast á Grænlandi en voru að mestu teknir upp hér á landi. Sagafilm er íslenski framleiðandi Ísalaga. Þrír íslenskir höfundar skrifa handrit þátt- anna, þeir Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson. Leikarahópurinn er stór og fjölþjóðlegur en stærsta íslenska hlutverkið er í höndum Keflvíkingsins Davíðs Guðbrandssonar. Hann leikur Andrei Sokolov sem, nú þegar serína er hálfnuð, öll spjót beinast að. – Hvernig kom það til að þú fékkst þetta hlutverk í Ísalögum? „Eins og með flest hlutverk sem falla mér í skaut þá var ég einfaldlega boð- aður í áheyrnarprufu, í þetta sinn á vegum Sagafilm, svolítið upp úr þurru og án mikils fyrirvara. Ásamt prufunni skilst mér að þau sem að þessu koma hafi skoðað senur mínar úr kvikmynd- inni Fölskum fugli í ákvörðunarferlinu. Þessi blanda var nægilega djúsí til þess að ég fengi hlutverkið.“ Öll spjót beinast að Andrei Sokolov – Þú leikur Andrei Sokolov sem öll spjót beinast nú að í þáttunum? Hvað getur þú sagt mér um hlutverkið? „Eins og þeir sem horft hafa á þættina vita þá ríkir nokkur leynd yfir Andrei Sokolov. Lögregluteymið hefur þurft að hafa mikið fyrir því að komast á sporið. Það sem við vitum nú þegar að hann laumar sér um borð í olíuskipið Per Berger á fölskum forsendum, að því er virðist til þess að ræna sænska utanríkisráðherranum í þeim tilgangi að hafa áhrif á undirritun sáttmála vegna olíulinda í Grænlandshafi, og hann lætur ekkert stöðva sig í því að ná sínu fram. Nú þegar þáttaröðin er hálfnuð vitum við enn lítið um hann, hvers vegna hann og hans menn taka heila áhöfn í gíslingu og hverfa með hana inn á jökulbreiður Grænlands. Hvaðan kemur hann og hver stendur að baki þessum árásum? Hverjir eiga hagsmuna að gæta og tapa á því að þessi sáttmáli verði að veruleika? Það vitum við ekki enn og því miður get ég lítið sagt án þess að ljóstra of miklu upp um framvindu sögunnar. Restin verður því bara að fá að koma í ljós.“ – Segðu mér aðeins frá tökunum. Hversu umfangsmikið var þetta hjá þér? „Ég gerði mér í raun ekki mikla hug- mynd um hversu viðamikil og stór framleiðsla þetta væri fyrr en ég var kominn á tökustað, seinna í ferlinu komst ég að því að þetta væri umfangs- mesta og dýrasta þáttaröð sem fram- leidd hefur verið á Íslandi af íslensku fyrirtæki. Það er Sagafilm sem stendur þar að baki ásamt sænska fyrirtækinu Yellow Bird, sem framleiddi meðal annars Wallander og Millenium-þrí- leikinn eftir bókum Stieg Larson um Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist. Handritið af Ísalögum skrifa svo þrír Íslendingar og eiga mikið lof skilið fyrir mikla natni og þekkingu á um- fjöllunarefninu. Sessunauturinn andskoti kunnuglegur Daginn fyrir fyrsta tökudag var ég sóttur heim í hlað og haldið áleiðis í Stykkishólm. Samferðamenn í þeirri bílferð var leikarapar sem flogið hafði verið frá Svíþjóð og voru nýlent og sveitt eftir flugið, finnsk leikkona og sænskur leikari. Ég skildi lítið í því hvers vegna sessunautur minn væri svona andskoti kunnuglegur en svo rann upp fyrir mér í fyrsta pissustoppi að þetta væri Johannes Kuhnke sem ég hafði séð í hinni frábæru kvikmynd Tourist stuttu áður og einhverjir þekkja úr Brúnni og Wallander. Þegar við svo lentum á áfangastað sá ég hversu stórt þetta væri í raun, öll gistipláss í bænum bókuð fyrir tökulið og fjölmennt fram- leiðsluteymi og ein- hverja af þekktustu leikurum Norður- landa. Lena Endre í næsta herbergi og Nicolas Bro í þar- næsta, Alexander Karim til hægri að „prata svenska“ og Iben Dorner til vinstri að „snakke dansk“. M a t s a l u r i n n undirlagður af tölvum, töskum og búningum og heill her manna og kvenna að gera og græja. Stykkishólmi var einfaldlega breytt í Tasi- ilaq, lítið þorp á Austur-Græn- landi, öllum í s l e n s k u m ski ltum og merkingum skipt út og búið að snara yfir á grænlensku og dönsku. Við eyddum líka mörgum dögum uppi á hálendi í frosti og byl til þess að mynda þær senur sem gerast á ís- breiðum Grænlands. Þar var komið upp litlu þorpi af rútum, vörubílum, snjómokstursbílum, húsbílum, gröfum og snjósleðum. Kidda Rokk og Sören Stærmose stýrðu framleiðslunni af mikilli fag- mennsku og þarna var færasta fram- leiðslu- og tökulið sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við. Þegar um svona stórt batterí er að ræða skiptir gríðarlegu máli að allir vinni hörðum höndum eftir sama plani svo ferlið geti gengið smurt fyrir sig og vélin hiksti ekki. Mitt hlutverk var svo bara að sjá um að snúa því litla tannhjóli sem ég Davíð Guðbrandsson fer með hlutverk ANDREI SOKOLOV Í ÍSALÖGUM á RÚV „Í barna- og ástarmóki, skellti mér í búning illmennisins, myrti mann og annan“ Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.