Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 4
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! Dagskráin á Hringbraut Mannlífið á Suðurnesjum í máli og myndum. Páll Ketilsson er með puttann á púlsinum suður með sjó í vikulegum þætti á Hringbraut. Suðurnesjamagasín er á dagskrá alla fimmtudaga kl. 20:30 SUÐURNESJAMAGASÍN Ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er nú opin allan sólar- hringinn alla daga vikunnar. Eins og áður hefur komið fram hefur ljósmæðravaktin haft lokað fyrir fæð- ingar um helgar frá því í haust vegna skorts á ljósmæðrum. Nú geta heilbrigðar konur sem ekki eru í áhættumeðgöngu fætt börn sín í heimabyggð alla vikuna, segir á fésbók Ljósmæðravaktar HSS. Óska heimildar til stækk- unar á safnaðarheimili Njarðvíkurkirkja hefur óskað heim- ildar til stækkunar safnaðarheimilis í Innri-Njarðvík í samræmi við frum- drög JeES arkitekta og að heimilt verði að grenndarkynna áformin. Í vinnslu er breyting á deiliskipulagi fyrir kirkjugarðinn í Innri-Njarðvík. Erindi Njarðvíkurkirkju er vísað til deiliskipulagsvinnunar. Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykja- nesbæjar segir að skipulagsmörk verði stækkuð og safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju verði hluti af deiliskipulagi fyrir kirkjugarðinn í Innri-Njarðvík. Ljósmæðravakt HSS opin alltaf opin N Ý S P R A U T U N O G B Í L A K J A R N I N N óska eftir að ráða í eftirtaldar stöður: B Ó K A R I Óskum eftir vönum bókara í hlutarf sem fyrst. A F G R E I Ð S L U S T J Ó R I / V E R K S T J Ó R I Afgreiðslustjóri á verkstæði Nýsprautunar gegnir jafnframt starfi verkstjóra. Nauðsynlegt er að um- sækjendur hafi þekkingu og reynslu varðandi bíla- viðgerðir og þess háttar þjónustu. B Í L A V I Ð G E R Ð A R M E N N Óskum eftir bifvélavirkja, bílasmið og réttingarmanni. Umsóknir sendist á netfang: nysprautun@nysprautun.is Upplýsingar í síma 896-1717 Nýsprautun ehf er bíla-, réttinga- og sprautuverkstæði, Bílakjarninn ehf er bílasala en félögin eru samrekin bílaþjónustu- fyrirtæki í Reykjanesbæ, m.a. samstarfsaðilar Heklu hf. Söfnuðu 400.000 krónum í Minn- ingarsjóð Ölla Unglingaráð Fjörheima safnaði samtals 400.000 krónum til styrktar Minningarsjóðs Ölla með því að halda góðgerðartónleika í Hljómahöll í síðustu viku. Unglingaráðið saman- stendur af ungum og öflugum ung- mennum í 8.–10. bekk í Reykjanesbæ en hlutverk þeirra er að skipuleggja dagskrá, halda viðburði og taka þátt í ýmsum öðrum störfum sem snerta félagsmiðstöðina. Þeir tónlistarmenn sem stigu á svið voru Valdimar Guðmundsson ásamt Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara, Már Gunnarsson, Ísold Wilberg, hljóm- sveitin Demo, Frid og Sesselja Ósk Stefánsdóttir. Að tónleikum loknum var aðstand- endum minningarsjóðsins afhentur styrkurinn og tilkynnt var að tónleikar sem þessir verði árlegir héðan í frá. Minningarsjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.