Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 14
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennisHÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Orlofshús VSFK
Sumar 2020
Ágæti félagsmaður, opnað hefur fyrir Sumarum-
sóknir inn á orlofssíðu VSFK vsfk.is orlof.is/vsfk
(Grænn takki merktur Orlofshús)
Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út
í sumar:
3 hús í Svignaskarði (veiðileyfi
í neðra svæði Norðurá í boði)
1 hús í Húsafelli (hundahald leyft í húsi)
2 hús í Ölfusborgum
2 hús við Syðri Brú (Grímsnesi)
1 hús við Illugastaðir í Fnjóskadal
(Norðurland)
1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h,
á Akureyri
Útleigutímabil er frá föstudeginum 22. maí til
og með föstudeginum 21. ágúst 2020.
Félagsmenn geta farið inn á www.orlof.is/vsfk
og skráð sig inn með Íslykli eða Rafrænum skil-
ríkjum, fylla skal út orlofsumsókn með allt að sex
valmöguleikum.
Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is
– Orlofshús (grænn takki)
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn
23. mars 2020.
Úthlutað verður 24. mars samkvæmt punktakerfi.
Niðurstaða verður tilkynnt með tölvupósti til
félagsmanna sem sækja um.
Orlofsstjórn VSFK
KVÓTANN HEIM:
TÖLUM SAMAN TIL AÐ BREYTA
Frá því í ársbyrjun hefur verið efnt til fundahalda undir
yfirskriftinni Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim.
Ástæðan fyrir þessari yfirskrift og herhvöt er sú að
kvótakerfið í þeirri mynd sem við höfum þekkt frá
árinu 1990, þegar einstaklingum og fyrirtækjum var
heimilað með lögum að framselja aflaheimildir, selja
og leigja kvóta í ábataskyni, hefur leitt til gríðarlegrar
byggðaröskunar og misskiptingar og færa má rök fyrir
því að þarna sé að finna eina rótina og ekki þá minnstu
fyrir efnahagshruninu sem hér varð fyrir áratug.
Vaxandi áhugi
Með framsalinu og möguleikum að veð-
setja óveiddan afla framtíðarinnar voru
fjármunir fluttir út úr sjávarútvegi, upp
á land og síðan út fyrir landsteinana.
Segja má að íslenskt samfélag hafi verið
brotið með þessu kerfi og það eru þessi
brot sem þarf að færa saman á ný, gera
Ísland og íslenskt samfélag heilt á ný.
Allt þetta þekkja menn og vilja nú
breytingar á. Ekki leikur nokkur vafi á
því að áhugi á að ræða þessi mál er nú
mikill og fer vaxandi. Namibíumálið,
sem á sinn hátt hefur minnt á ýmsar
skuggahliðar kerfis sem leitt hefur
til gríðarlegrar auðsöfnunar og rök-
studdum grun um alvarlega sviksemi
að auki, hefur átt sinn þátt í þessum
vaxandi áhuga.
Hinn blákaldi veruleiki
En undirliggjandi er svo alltaf hinn
blákaldi, íslenski veruleiki: Hafnir, sem
áður voru fullar af bátum og iðandi
atvinnustarfsemi tengd útgerðinni,
eru skyndilega orðnar tómar eða nær
því. Hver hefði trúað því fyrir fimmtán
árum eða þar um bil að á Akranesi,
sjálfum Skipaskaga, væru nú aðeins
tveir bátar eftir í höfninni!
„En hagnast ekki einhverjir?,“ liggur
þá næst við að spyrja. Að sjálfsögðu
hagnast þau stórfyrirtæki og þeir ein-
staklingar sem eru að komast yfir allan
kvótann og að sama skapi þau byggðar-
lög þar sem þeir ákveða að drepa niður
fæti. En fyrir byggðarlögin er þetta
ótrygg tilvera eins og Akranes er skýrt
dæmi um.
Reykjanesið hefur ekki farið varhluta
af áhrifum framsalskerfisins. Sé miðað
við verðmæti landaðs afla árin fyrir
kvótakerfið og í dag þá hefur Reykja-
nesbær og Suðurnesjabær misst um níu
milljarða króna út úr hagkerfi sínu. Ef
bæjarbúar vildu bæta sér þetta upp og
kaupa kvótann til baka myndi það kosta
þá um 75 milljarða króna. Það eru áhrif
kvótakerfisins í upphæðum, en áhrifin
eru auðvitað miklu víðtækari af því
að um ¾ af sjávarútveginum, sem alla
síðustu öld var meginstoð samfélaganna
á Suðurnesjum, hefur verið fluttur burt.
Þetta kemur m.a. annars fram í máli
Gunnars Smára Egilssonar, blaða-
manns, sem heldur inngangserindi
á fyrirhuguðum fundi um kvótann í
Hljómahöllinni á sunnudag.
Íslandssögunni ekki lokið
Nú þarf að vinda ofan af þessari þróun
– og það er hægt. Minnumst þess að
Íslandssögunni lauk ekki með framsals-
lögunum árið 1990. Þá voru vissulega
sett greinarskil. Nú er hins vegar komið
að næstu greinarskilum, vonandi alveg
nýjum kafla.
Þetta skilja Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi sem efndu til samræðuf-
unda um sjávarútveginn eftir að funda-
syrpan Kvótann heim hófst. Þessum
viðbrögðum ber að fagna.
Ekki nóg bara að tala
Það er gott að tala saman en þó ekki án
tilgangs. Við viljum tala saman til að
breyta. Við viljum kvótann heim – gera
Ísland heilt á ný.
Er til betri staður en gamli Stapinn í
Keflavík til að ræða það? Nákvæmlega
það ætlum við að gera þar, í Stapa-
salnum í Hljómahöllinni næstkomandi
sunnudag klukkan 12. Fundurinn er
opinn og eru allir velkomnir.
Ögmundur Jónasson
FS-ingur vikunnar:
Stefnir á að verða sáli
eða tónlistarmaður
Krullurnar í hárinu eru helsti kostur hans og heiðarleiki
er eiginleiki í fari annarra sem hann kann að meta. Jón
Grímsson er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.
Hvað heitir þú fullu nafni?
Jón Grímsson.
Á hvaða braut ertu?
Sálfræðibraut.
Hvar býrðu og hvað ertu gamall?
Grindavík og er sautján ára.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Ég held formi við að labba upp
stigann.
Hver eru áhugamálin þín?
Tónlistin.
Hvað hræðistu mest?
Táneglur.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að
verða frægur og hvers vegna?
Steini kisi, hann er áberandi og klikk-
aður tónlistarmaður.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Hafliði.
Hvað sástu síðast í bíó?
Bad Boys for Life.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Fleiri drykki og lægra verð.
Hver er helsti gallinn þinn?
Hárlínan mín er skrítin.
Hver er helsti kostur þinn?
Ég er með krullur.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í
símanum þínum?
Snapchat, Instagram og Spotify.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir
skólameistari FS? Hafa mætinga-
kerfið aðeins fjölbreyttara og setja
fleiri dósapoka um skólann.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur
í fari fólks?
Heiðarleiki.
Hvað finnst þér um félagslífið í
skólanum? Ehhhhhhhhhh.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Sáli eða tónlistamaður.
Hvað finnst þér best við að búa á
Suðurnesjum? Ég get keyrt norður.
UMSJÓN: Ásta Rún Arnmundsdóttir
og Birgitta Rós Jónsdóttir
Uppáhalds...
...kennari: Bagga hún er góð
í stærðfræði.
...skólafag: Stærðfræði því
Bagga er góð í stærðfræði.
...sjónvarpsþættir: Vikings.
...kvikmynd: Kung Fu Panda.
...hljómsveit: Kaleo.
...leikari: Jason Mamoa.
SKILAFRESTUR VEGNA STJÓRNARKJÖRS 2020
Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir
uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna
stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 15. apríl 2020.
Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn.
Stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára og tveir varamenn kosnir til eins árs.
Tillögum skal skila til uppstillinganefndar STFS, Krossmóa 4a
Reykjanesbæ eigi síðar en 31. mars 2020.
Tillögum skal fylgja: nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang
og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um.
Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um.
Uppstillingarnefnd
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Gerðaskóli auglýsir stöðu deildarstjóra
frá og með 1. ágúst næstkomandi
Deildarstjóri hefur umsjón með og ber ábyrgð á skilgreindum verkefnum
í stjórnun og kennslu skólans og vinnur náið með stjórnendum, kennurum
og öðru starfsfólki skólans.
Í Gerðaskóla verða um 250 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugsamir og metnað-
arfullir starfsmenn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur. Í Gerðaskóla leggjum
við áherslu á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líður vel og allir læri að bera
virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Við leitum að einstaklingi með kennsluréttindi í grunnskóla, sem er metnaðarfullur, góður í
mannlegum samskiptum, er sveigjanlegur og tilbúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi.
Umsóknarfrestur er til 26. mars og skulu umsóknir berast á netfangið eva@gerdaskoli.is
Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050