Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 12.03.2020, Blaðsíða 15
15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg. Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-14 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Skemmtihlaup og blá messa í Mottumars á Suðurnesjum Karlahlaup Krabbameinsfélagsins verður föstudaginn 13. mars, á Mottumarsdeginum, kl.17.00. Þetta er skemmti- hlaup og verður hlaupið, skokkað eða gengið fimm kíló- metra frá sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ. Markmið hlaupsins er að hvetja karlmenn af öllum stærðum og gerðum til að koma saman og hreyfa sig. Þetta er fyrsta karlahlaup félagsins og það er helgað árlegu átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Klíkur af öllum stærðum og gerðum, gengi, vinahópar, félagsmenn, konur, unglingar, börn og fleiri hópar eru hvattir til að mæta undir eigin „flaggi og fána“ og setja þannig skemmtilegan svip á þennan tímamótaviðburð. Einnig hvetjum við alla að mæta í Mottumarssokkunum og sýna stuðning í verki, segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Þátttökugjald í hlaupið er 3.500 kr. og inn í verðinu er Mottumarsbolur en bolirnir verða einnig til sölu í Gallerí Keflavík á Hafnargötu 32 og verða bolirnir aðgöngumiði í hlaupið. Þátttökugjaldið rennur beint til Krabbameinsfé- lags Suðurnesja. Krabbameinsfélag Suðurnesja og Kefla- víkurkirkja standa fyrir blárri messu sunnudaginn 22. mars kl. 11.00. Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar og dúettinn Heiður mun sjá um ljúfa tóna. Hannes Friðriksson, for- maður Krabbameinsfélagsins, kynnir félagið og þá verður vitnisburður frá krabbameinsgreindum/ aðstandanda. Leó Kristinn Þórisson í Þrótt Vogum Þróttarar hafa verið duglegir að fá unga og efnilega leikmenn að undanförnu. Nú hefur miðju- maðurinn efnilegi Leó Kristinn Þórisson skrifað undir tveggja ára samning við Þróttara. Leó, sem er tvítugur, kemur frá FH og fór upp alla yngri flokka fé- lagsins ásamt því að hafa spilað með meistaraflokki FH í vetur. Brynjar Gestsson tók við liði Þróttar í haust og hefur verið að fá unga og efnilega leikmenn til félagsins í bland við þá eldri og reyndari sem fyrir eru hjá félaginu. Rekstrarfulltrúi starfar náið með stjórnendum bæjarins að ýmissi gagnavinnslu og greiningum. Hann sér um skipulagða söfnun og varðveislu hagnýtra upplýsinga og úrvinnslu þeirra m.a. fyrir skýrslugerð, fjárhagsuppgjör og fjárhagsáætlun. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau í sínum störfum. Starf rekstrarfulltrúa laust til umsóknar Fjármálaskrifstofa óskar eftir að ráða rekstrarfulltrúa í fullt starf. Menntunar- og hæfniskröfur • B.Sc. á sviði viðskipta og/eða rekstrar • Framhaldsmenntun kostur • Framúrskarandi þekking á notkun Excel • Haldbær reynsla af greiningarvinnu og gerð reiknilíkana • Góð þekking og reynsla af notkun Power Bi • Þekking og reynsla af Nav bókhaldskerfi • Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Frekari upplýsingar um starfið veitir Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri. Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is undir Laus störf. Helstu verkefni • Kostnaðareftirlit og greiningarvinna • Úrvinnsla fjárhags- og tölfræðiupplýsinga og skýrslugerð • Undirbúningur fjárhagsáætlunargerðar • Aðstoð og ráðgjöf við stjórnendur stofnana varðandi fjármálalegar upplýsingar • Vinna við gerð uppgjöra og ársreikninga í samvinnu við deildarstjóra reikningshalds • Umsjón með eignakerfi í samráði við deildarstjóra reikningshalds Velferðarsvið – Deildarstjóri á heimili fatlaðs fólks Velferðarsvið – Sérfræðingur í stuðningsþjónustu Hjallatún – Leikskólakennari Fjármálaskrifstofa – Rekstrarfulltrúi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar- viðburðir framundan Mánudag 16 mars kl. 12.30. Hugleiðsluhádegi: Sólveig Guðmundsdóttir Amrit Jóga Nidra leiðbeinandi leiðir tímann. Mánudag 16 mars frá kl.16.00-18.00. Saumað fyrir umhverfið. Margnota taupokar saumaðir í safninu og gefnir í Pokastöð Bókasafnsins. Saumavélar og efni á staðnum. Þriðjudagur 17. mars kl. 20.00. Leshringur Bókasafnsins hittist og ræðir bækurnar Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Miðvikudagur 18. mars kl. 20.00. Ég er unik: fræðsluerindi um einhverfu. Aðalheiður Sigurðardóttir segir frá dásamlegu ferðalagi sínu sem móðir einhverfrar stúlku. Ingvi Þór Hákonarson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Kefla- víkur, segir í samtali við visir.is að félagið yrði af miklum tekjum ef samkomubann vegna kórónuveir- unnar yrði sett á. „Þetta myndi hafa gríðarlega mikil áhrif. Ég vill ekki hugsa svo langt. Við höfum miklar áhyggjur hvort af þessu verði,“ sagði Ingvi í samtali við Vísi, aðspurður um mögulegt samkomubann. Ingi Þór sagði í samtali við Vikur- fréttir í vikunni að málið væri rætt reglulega hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Sveindís Jane skoraði þrennu gegn Sviss Keflavíkurmærin Svein- dís Jane Jónsdóttir skor- aði þrjú mörk í 1:4 sigri U19 landsliðs Íslands á Sviss, liðið vann svo Ítalíu 7:1 og Þýskaland 2:0 á móti í La Manga á Spáni um síðustu helgi. Auk Sveindísar voru tvíburar Katla María og Íris Una Þórðardætur í eldlínunni og léku í öllum leikjunum. Þessir þrír leikmenn sem léku með Keflavík undanfarin ár, hafa allar skipt um félag en Keflavík féll úr efstu deild í fyrra. Sveindís fór til Breiðabliks og tvíbur- arnir fóru til Fylkis. Þær verða því allar með liðum í efstu deild í sumar. Er úrslita- keppnin í körfu í hættu? Nýjar fréttir á vf.is alla daga

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.