Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2020, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 12.03.2020, Qupperneq 9
9 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 12. mars 2020 // 11. tbl. // 41. árg. 8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is Rýmingarsala ! 6. til 15. mars. Sportfatnaður , Skór Úlpur , kuldagallar ofl. Kr 1000 Kr 2000 Kr 3000 Kr 4000.…. Kr 12.000. Opið 12 til 18 alla dagana. Hafnargötu 29 – Sími 421 4017 (Áður K Sport) Búið að bæta við vörum! Davíð Guðbrandsson fer með hlutverk ANDREI SOKOLOV Í ÍSALÖGUM á RÚV stýrði svo vélin héldi áfram að ganga snurðulaust. Eignaðist dóttur á eina aflýsta tökudeginum Tökurnar fóru fram á tveggja mánaða tímabili um þetta leyti árs í fyrra. Þarna var unnusta mín komin á loka- stig meðgöngu seinni dóttur okkar. Settur dagur var í miðju tökuferli og þegar á leið keyrði ég alltaf á eigin bíl á tökustað svo ég gæti brunað aftur í borgina ef hún skildi fara af stað. Það gaf þessu ævintýri öllu auka kikk. Blóðþrýstingurinn hækkaði því örugglega eitthvað þegar maður var að reyna að sjá fyrir hvort yfir- vofandi fæðing rímaði við tökupl- anið. Það fór að lokum svo að sú litla lét okkur aðeins bíða eftir sér og var ekki alveg til í þetta haverí fyrr en einhverjum dögum seinna en við bjuggumst við. Hún mætti svo á svæðið þann 12. mars, á eina tökudeginum sem aflýst var vegna veðurs í öllu tökuferlinu. Ég gat því verið viðstaddur fæðinguna og allt fór eins og það átti að fara. Ég hélt fljótt upp á hálendi aftur, á bleiku skýi í barna- og ástarmóki, skellti mér í búning illmennisins, myrti mann og annan og brunaði um hálendið á vélsleða með vélbyssu milli þess sem ég sýndi öllum öllum sem á vegi mínum urðu myndir af litlu, fallegu stelpunni minni.“ – Þetta eru þættir sem eru í sýningu á fjölmörgum sjónvarpsstöðvum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir þig að fá tækifæri í þessum þáttum? „Það var ómetanleg reynsla að fá að taka þátt í þessu verkefni og eitthvað sem verður mér alltaf minnisstætt hvað svo sem verður. Hvað verður og hvert þessi sería fer er svo eitthvað sem ég hef enga stjórn á og finn lítið fyrir. Ég sé þessa þætti bara í minni litlu íbúð með minni litlu fjölskyldu í okkar litlu stofu á okkar litla Íslandi. Ef einhver tækifæri bjóðast í kjölfarið er það bara bónus og eitthvað sem ég leiði hugann lítið að. Það er auðvitað gaman að vita til þess að dreifingin gangi vel og að margir sýni þáttunum áhuga, í því felst ákveðin viðurkenn- ing og er til merkis um að okkur hafi tekist vel til. Það skemmtilegasta við þetta er samt að fá send myndbönd á snappinu frá systkinum mínum og foreldrum þar sem þau eru saman komin til þess að horfa á þættina á sunnudagskvöldum, mjög ljúft að vita af þeim með popp og kók, ljósin slökkt og hljóðið í botni að peppa sinn mann.“ Storytel og kúkableiur – Segðu mér aðeins hvað þú ert að fást við þessa dagana og hvað sé framundan. „Eins og stendur er ég í hálfgerðu feðraorlofi, vinn að mestu í skorpum við ofsalega þægilega innivinnu við lestur bóka hjá hljóðbókaveitunni Storytel, dett svo þess á milli í tal- setningu og auglýsingalestur. Fram- undan gæti verið hlutverk í annarri íslenskri þáttaröð en ekki eitthvað sem má gefa upp alveg strax, hugsan- lega kannski bráðum. Annars stefni ég á margar kúkableiur, heimalærdóm og fimleikaæfingar fjörugs 1. bekk- ings, almenna gleði og góðan fíling með vorinu, ef veður leyfir.“ „Ég gerði mér í raun ekki mikla hugmynd um hversu viðamikil og stór framleiðsla þetta væri fyrr en ég var kominn á tökustað, seinna í ferlinu komst ég að því að þetta væri um- fangsmesta og dýrasta þáttaröð sem framleidd hefur verið á Íslandi af íslensku fyrirtæki“

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.