Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Side 26

Víkurfréttir - 02.04.2020, Side 26
26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Hvenær fékkstu fyrst ljósmynda- áhuga? Á unglingsárunum í Kópavogi var Æskulýðsráð með ljósmyndanám- skeið þar sem Gísli Gestsson leið- beindi. Fór með okkur í mynda- leiðangra, kenndi okkur framköllun o.s.frv. Síðan hefur þessi áhugi blundað. Sinnti þessu ekki í nokkur ár en svo blossaði áhuginn upp að nýju – til allra hamingju. Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Upphaflegt námskeið og síðar líklega þegar maður fór að sjá stöðugt meira af myndum hér og þar. Hver var fyrsta myndavélin þín? Mjög einföld og lítil Kodak vél fyrir filmur. Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljós- myndun. Uppáhalds ljósmyndara? Þeir eru nú svo margir. Flestir detta annað slagið niður á góðar myndir en get nefnt flotta gæja eins og Einar Fal Ingólfsson, Einar Erlendsson, Hilmar Braga, Ella Grétars, Rax, Guðmundur Falk (fuglamyndir) og fleiri slíka. Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Námskeiðið í Kópavogi lagi grunn- inn. Síðan fór ég í góða upprifjun hjá Oddgeiri og Ella Grétars fyrir nokkrum árum. Það ýtti mér vel af stað aftur. S.l. haust sótti ég svo tvö krefjandi námskeið á netinu – ótrúlega vel gerð. Annað fyrir almenna ljósmyndun en hitt fyrir ljósmyndun á iPhine. Tók svo eitt kvöld í vetur hjá Origo. Þetta er stór heimur og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Svo er mjög gagnlegt einfladlega að spyrja reynda ljós- myndara sem alltaf virðast tilbúnir að gefa ráð. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? t.d. hvernig linsur og hvaða vél. Canon 70D með Tamron 18-200 linsu. Í töskunni eru svo linsur: Canon 18-55, Canon 18-300 og Canon 18-400. Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljós- myndunar heillar þig mest? Skemmtilegast er að fanga augna- blikið. Vera stöðugt með augu opin fyrir skemmtilegu motivi – smáu sem stóru. Leita mikið eftir fólki við sérstakar aðstæður, fuglamyndum, veiðimyndum, landslagi, borgarlífi og ekki síst hinu smáa í náttúrunni. Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í grírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Hvort tveggja á við. Er með iPhone 11 Pro og myndavélin í honum er frábær. Er þess vegna alltaf tilbúinn að grípa símann. Fer þess á milli í sérstakar ferðir með töskuna góðu og græjurnar. Hvað er það sem skiptir máli í ljós- myndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu. Mestu finnst mér skipta að hafa áhugann og vera stöðugt að horfa eftir myndefni. Bæði kryddar það tilveruna að kíkja þannig eftir um- hverfi sínu en líka opnar það á að ná skemmtilegum myndum sem maður á svo áfrsam. Pæli alltaf í ramm- anum, s.s. forgrunni, baksviði, birtu o.s.frv. Finnst t.d. skkemmtilegra að hafa fólk í forgrunni á breiðum landslagsmyndum. Tekur þú mikið af myndum í hverri myndatöku? Alveg haug. Meirihluti mynda, sem maður tekur, eru bara ósköp hvers- dagslegar en svo poppar upp inn á milli MYNDIN sem maður vill varðveita. Þeim safna ég í sérstaka möppu sem kallast einfaldlega sér- stakar myndir. Áttu uppáhalds staði til að ljós- mynda? Staðurinn, sem ég er á hverju sinni, er minn uppáhaldsstaður til ljós- myndunar. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Hvaða hugbúnað ertu að nota. Er tiltölulega nýbyrjaður að fikra mig áfram í Lightroom og Snapseed. Þá má laga myndir töluvert á Google Photos. Hið smáa í náttúrunni ÁHUGALJÓSMYNDARINN HJÁLMAR ÁRNASON Hjálmar Waag Árnason nýtur þess frelsis að vera ekki í fastri vinnu. Hann dundar sér við verkefni sem eru skemmtileg og forðast leiðindi. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.