Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 6

Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 6
6 líkt okkar. Þetta eru hin ábyrgðarmestu mál lífsins, sem eng- inn mundi leyfa sér að staðhæfa það um, sem við gerum, ef hann vissi ekki á hvaða grundvelli samband okkar er bygt. Við flytjum aðeins það frá öðrum heimum, sem er Guði sam- boðið, að hans vilja, og samkvxmt hans eigin ráðstöfun. Jóhannes Frímann. Ste. 20 — 626 Ellice ave. Winnipeg, Canada. I. Haraldur og Joheannes* á fundi 25. febr. 1929. 1. — Eg, Haraldur Níelsson, er staddur hér með leiðtogan- um frá Nazaret. Félagið »Sálarvörn«, sem oftast er nefnt »Vöm«, á að veita honum að málum. Því vil eg segja nokk- ur orð, þau er eg veit nú sönnust og réttust. Allir vita um hið mikla rót, er komst á hugi manna áður, um það leyti, og þó sérstaklega eftir að hann yfirgaf hið jarðneska líf. Sjálfsagt hafa kenningar hans um Guð, og um trú og helgisiði kirkjunnar á hans dögum, átt fyrsta þáttinn í því að vekja eftirtekt á honum og skapa honum óvild. En til þess að skapa. honum óvild, þurfti jafnframt að skapa honum aðdáun. Til þess var einfaldast að búa til sögur alls konar kynja- og kraftaverka, sem fáfróðu fólki fanst mikið um vert. Með því móti var hægast að hleypa öllu í bál og brand. Ýmsir voru skáldmæltir þá sem nú, og fúsir til að offra gáfunni honum til vegs, en þó aðallega sjálfum sér til álits og hagnaðar. Ekki þarf það að valda nokkurri undrun, þó menn á þeim tímum yrðu andvígir leiðsögn hans, því annað hafði verið kent frá alda öðli, og það alt með tilliti til sérhagnaðar, eftir því sem vit og ráðdeild hrökk til. Þóttu því orð hans og kenn- ingar andstætt kennimáta kirknanna og auðvaldsins. Varð því að ráða mann þenna sem fyrst af dögum. Þetta tókst með svívirðilegu undirferli. *) Sjálfur ritar hann nafnið svona. J. F.

x

Varnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.