Varnarmál - 01.06.1931, Side 8

Varnarmál - 01.06.1931, Side 8
8 Nú get eg látið vita um margt mér viðkomandi, og eins um það, sem þessir menn eignuðu góðum Guði, er stunduðu sitt eigið gagn og tilheyrðu hinu veraldlega ríki. Voru þeir nógu þýlyndir í sálum sínum til þess, að leggja þenna svo kallaða fyrirheitna trúargrundvöll, og eigna góðum Guði það smíði. Guði, sem skapað hefur hinn mikla hnatta fjölda alveldis síns, og sem einn vissi um hið djúpvitra og fastsetta lögmál lífsins, óteljandi milliónum ára áður en bæði eg og þessir menn urðum til. Þessar trúfræðilegu kenningar heimsins eru hinn stórkostlegasti glæpur gagnvart konungi tilverunnar. Geta menn aldrei áttað sig á þessum margþættu frásögnum, sem aldrei ber saman? Þegar ýmsar ósannar sagnir fóru að breiðast út um mig, sagði móðir mín grátin og hreld: »Þú ert sonur okkar og verður það, þrátt fyrir allar lyg- arnar, sem samdar hafa verið«. Hvenxr sem fólk álítur mig vera son Guðs fremur en aðra menn, þá er það að særa foreldra mína, og tala grátleg, sam- vizkulaus ósannindi um föðurinn allra. Eg nýt orku Guðs og reyni að færa mér í nyt blessun hennar. Eg framkvæmi það gott sem eg get með þessum eilífa krafti vors blessaða Guðs. Treysti því að framtíð mín verði sigursælli, ánægju- legri og blessunarríkari, bæði mér og öðrum, þegar sannleik- urinn hefur verið sagður um mig. Eg girnist ekki virðing og hrós, fjálgleik og bænir um það, sem eg get ekki veitt. Guð einn ræður gæðum lífsins, og úthlutar þeim samkvæmt verð- leikum hvers eins. Guð er mér vitni þess, að eg segi ekkert annað en sannleikann í málum þessum. Eg get verið fáorður um hin svo kölluðu kraftaverk, því þau eru tilbúningur einn. Eg þarf ekki að telja þau upp, því öll eru þau spunnin úr sama lygalopanum. Þegar eitthvað bar við á ferðum mínum, sem fólki fanst óvanalegt, þá lágu þó eðlilegar ástæður þar til grundvallar. Eg skal, til dæmis, nefna söguna um manninn, er eg átti að hafa vakið upp frá dauðum. Maðurinn var meðvitundarlaus, en hrökk upp úr því ástandi við orð mín. Sá, sem svo bjó söguna út þannig að maður þessi hafi þá verið búinn að liggja nokkurn tíma í gröfinni, hann hefur vitað að svona meðvitundarleysi gat átt sér stað um stund. Til þess því, að gera komu mína til þessa manns að fullkomnu kraftaverki, þá var óhultast að láta

x

Varnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.