Varnarmál


Varnarmál - 01.06.1931, Qupperneq 10

Varnarmál - 01.06.1931, Qupperneq 10
10 gamlatestamentisins, var í sjálfu sér viðburður sem illa var hægt að sleppa fram hjá sér þegjandi. Það varð því að hafa augu og eyru opin fyrir öllu. Eitthvað um sama leyti þetta kvöld, höfðu eftirlitsmenn með vegi, eða vegum, að austan komið til þorpsins og sögðu að þeir hefðu séð stjörnu í austri. Nú gat hér verið um margt að ræða. Ferðamenn gátu hafa kveikt eld eða borið blys aust- ur með veginum, sem svo gat gefið mönnum þessum hug- myndina um stjörnu, eða þá hitt, að þeir hafi verið nógu kænir til þess að taka hugmyndina upp hjá sjálfum sér, er þeir heyrðu um fæðing þessa sveins. Enginn maður, samtímis atburðunum, hvað þá aðrir, getur sagt með vissu hvernig svona sögur myndast, en nokkuð var það að úr þessari sögu varð hin alkunna stjarna til, og veggæzlumennirnir urðu sjálfir vitringarnir frá Austurlöndum. Sjaldan er ein bára stök segja menn, og svo var enn. Það hafði verið venja að skíra áður en móðirin var heil heilsu eftir barns-fæðinguna. Því fyr sem það var gert þess betra. Svö hafði og önnur siðvenja átt sér stað í sambandi við skírnina, en hún var sú að fara með barnið út og gefa því nafn undir beru lofti. Hvortveggju þessu hafði verið fullnægt í þessu tilfelli. Nú langaði móðurina, Maríu, til að sjá og heyra barnið sitt skírt. Fór hún því út fáklædd, vafin laus- lega í flíkum, og kom þar er hópur manna stóð saman við skírnina. Hafði vindur blásið um fólkið, og því eitthvað af hinum lauslega klæðnaði Maríu blaktað svo til í vindinum, að þar höfðu einhverjir átt að sjá dúfur, eða vængi þeirra. í sömu svipan, meðan á þessari stuttu athöfn stóð, rifnuðu hin svörtu ský í loftinu svo sást í heiðríkan blett. Þetta var svo kallað, að himininn hefði opnast. Ekki eru æfinlega stórvægileg atriðin þau, sem lögð eru til grundvallar fyrir heilum skáldsögum. Gátu því svona löguð sögu-atriði orðið fégjörnum Gyðingum hið mesta hagræði síð- ar, með því að laga alt vel til í hendi sinni. Fyrst er að reka hið fáfróða og auðtrúa fólk út í öfgar ímyndananna, og sjá hvernig það kemst fram úr þeim; svo er að látast berja alt niður til að herða á sögunum og síðast að koma þeim í nokk- urt samræmi og setja á þær helgiblæ. Ná þær þá viðurkenn- ingu, og skoðast sem áreiðanlegt tákn um það, er síðar muni koma fram, eða hafi komið fram, þegar alt skáldverkið er fullkomnað.

x

Varnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.