Varnarmál - 01.06.1931, Side 11

Varnarmál - 01.06.1931, Side 11
11 Eg segi frá þessum einföldu atriðum í sambandi við fæð- ingu Joheannesar, þó fleiri atriðum væri bætt við síðar, sem ímyndunin fann enga átyllu til í bráð, svo sem um jötuna, heimsókn veggæzlu-mannanna — hinna svokölluðu vitringa frá Austurlöndum, né heldur um fjárhirðana. Eg, Haraldur, segi frá þessu og öðru, er eg hef sagt og kann að segja um þetta mál, samkvæmt beztu heimildum, sem þeir geta veitt mér, er sjálfir voru við þetta riðnir á þeim tímum, og sem eru fúsir að bera sannleikanum vitni í því, sem þeim er hægt að muna. Þegar þess er gætt að fólk þeirra tíma stóð á lágu menn- ingar stígi yfirleitt, og hugsaði mest um fyrirbrigði þau,- er spáð hafði verið um í hindurvitna sögunum gömlu, þá er sízt að undra þó það notaði hvert tækifæri til að benda á eitt- hvað, sem gæti borið einhvern vott um fyllingu spádómanna. Hitt gegnir meiri furðu að þessi, og annar marg-tvinnaður kynjasamsetningur, skuli hafa haldið fólkinu allar þessar mörgu a.ldi-r. Hinn marg ítrekaði árekstur, er af því hlauzt að endurskoða og lesa hin gömlu rit, hefði þó átt að leiða það í ljós, að hér gat ekki verið að ræða um eilífan sannleikann. Hinn umræddi góði sonur hjónanna Jósefs og Maríu er fæddur 29. september, eftir voru tímatali. Hlaut hann við framan nefnda skírn, að vilja og ráði foreldra sinna, það nafnið, sem eg hef nefnt og hann sjálfur tilkynti hér. Þetta er nafnið sem hann á, og sem honum ber með öllum löglegum rétti. Hin nöfnin eru honum með öllu óviðkomandi, sem hon- um voru gefin til þess að gera úr honum það, sem hann hefur aldrei verið og verður aldrei. Engin önnur skírn kemur til nokkurra mála sem sannsögulegt a.triði, segir hann. Ykkar trúfasti vinur og Guðs. Haraldwr Níelsson, áður prestaskóla kennari í Reykjavík. III. Joheannes á fundi 2. marz 1930. Eg, Joheannes, sonur hjónanna Jósefs og Mariu, vil segja aðeins fá orð á fundi þessum. Það er rúmt ár síðair eg gat um nokkur sannindi viðkomandi sjálfum mér, og þurfa þau

x

Varnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.