Varnarmál - 01.06.1931, Síða 12
12
ekki endurtekningar við. Það er og nálega ár síðan Haraldur
ræddi um önnur atriði mér viðkomandi, sem eru rétt sögð
eftir minni móður minnar og annara. Mig minnir að Harald-
ur segði ekkert um það, hvers vegna foreldrar mínir voru
stödd í Betlehem þegar eg fæddist, en það var vegna mann-
tals skyldunnar sem þau voru að fullnægja. Undireins eftir
manntalið héldu foreldrar mínir heim aftur með mig, og fór
þá æfi mín að byrja í heimahögum, Nazaret.
Sögurnar um dúfurnar og hinn opna himinn gátu ekki
hafa myndast við nokkra skírn, nema þessa barns-skírn
mína, þvi eg átti enga aðra skírn. Hitt var hægðarleikur að
skálda um aðra skírn við ána Jordan, gera hana tilkomu
meiri, og færa dúfurnar og hinn opna himinn þangað. Þeir
hafa lyft þyngri steini en það í þessum skáldverkum sínum.
Eins var um jötuna, heimsókn og gjafir þessara svo köll-
uðu vitringa frá Austurlöndum, og um fjárhirðana. Það var
ekki hægt að Ijúga þeim sögum upp þegar í stað, því nóg
vitni gátu þá þegar borið um það, að ekkert slíkt átti sér stað
á meðan foreldrar mínir dvöldu í gistihúsinu. En síðar, þegar
sumir voru dánir, aðrir komnir í burtu, og alt orðið eins og í
þoku um það, sem skeð hefði við þessa barns-fæðingu, þá var
hægt að búa til alt, og segja fáfróðu fólki alt. Það eru eng-
in skáld, sem ekki kunna tökin á skáldskapnum svo fólk trúi.
Þá vil eg taka það fram að sagan um það, að engill hafi
átt að birtast móður minni og boða henni getnað minn, er hin
mesta lýgi, sem ætíð síðan hefur valdið henni hinnar mestu
sorgar, eins og fjöldi annara ósannra sagna um Guð, hana
sjálfa og mig. Eg er þeirra eigið hjónabands barn, og fædd-
ur að haustinu, því á þeim tíma ársins fór hið umrædda
manntal fram.
Þessar sögur, sem eg og Haraldur höfum sagt frá, voru
samdar til þess að grundvalla endurlausnar lýgina, sem náði
svo föstum tökum á miklum mannfjölda í heiminum. Þetta
fargan hefur orsakað hinn mesta. sársauka, eigi aðeins mér
sjálfum, heldur jafnframt ættingjum mínum og vinum, og á
eg engin orð til að lýsa honum. Þó er sársauki þessi ekki mér
svona tilfinnanlegur, aðeins vegna mín sjálfs og minna, held-
ur jafnframt vegna alls þess fjölda fólks, sem treystir á ó-
sannindi þessi, og líður því svo mikil vonbrigði og böl síðar.
Eg veit að alt, sem hér er sagt um mál þessi, er mjög ólíkt
’því sem þið hafið verið frædd um í trúarbrögðum ykkar. Við