Varnarmál - 01.06.1931, Síða 13
13
því er ekkert að gera þegar sannleikann á að segja, og hon-
um ber ekki saman við hinar gömlu sagnir. Þetta er trúverð-
ugasta leiðin til að flytja sannleikann og sést hún rétt að
vera í vorum guðlega heimi.
Ykkar bróðir og vinur í Guði,
Joheannes, sonur hjónanna. Jósefs og Maríu.
IV. Séra Jónas Jónasson
á fundi 7. nóv. 1930.
Eg, Jónas frá Hrafnagili, heilsa ritstjóra Bjarma.
Heilir þér Ástvaldur vor.
Það er ekki langt síðan að eg sá orð frá mér, og umsögn
yðar um þau, í blaði yðar. Eg hafði mælt orðin að næturlagi
í áheyrn konunnar, sem tók þau niður, eins og skýrt er frá
í »Ljóðum og Ræðum«.
Þegar manni er gert eitthvað vel til, þá skapast ætíð skuld,
sem vert er að borga, sé þess nokkur kostur. Nú hafið þér
sæmt höfunda vora að »Ljóðum og Ræðum« því, sem ógoldið
er fyrir. Má þá ekki minna vera en a*S sýna lit á því, að gera
slíkum manni sem þér eruð einhver skil.
Stundum er maður nær en heimsbúar hyggja, er ræða um
vor mál. Finst okkur oft mentamannslegra að heimsbúar fá-
ist við bjálkann í sínu eigin auga, áður en þeir gera gang-
skör að því, að ná flísinni úr auga meðbróður síns. Bjálkan-
um heldur sterkari taug en flísinni, og því meiri þörf að losa
um hann. Svo hefði mörgum komið betur að gera í tíma, og
svo mun yður koma betur. Minnist eg Gottskálks meðal ann-
ara, sem fékk sinn dóm um leið og hann dó, og situr æ síðan
í svartasta myrkri. Eru ólík kjör hans og Jóns Sigmunds-
sonar. Trúið þér því?
Vera má að fleiri stökur sjáist frá mér síðar með tilhjálp
þessarar sömu konu, sem er reynd að aðdáanlegu sálareðli,
og sem fylgir ráðstöfun góðs Guðs í málum þessum. Höfum
við, hinir ósýnilegu, sannanir fyrir því, að ekki standið þér
þar eins vel að vígi og hún. Ekki fæst eg um það, þó skrift-
lærðum og fariseum þyki það lítill skáldskapur. Þeir eiga
eftir að flækjast hingað, og sjáum þá hvernig fer. Margir
hittumst við aftur, og kemur þá í ljós hvernig þeim tekst.