Varnarmál - 01.06.1931, Síða 14
14
Hugsið yður það, ritstjóri góður, að Guð er dómarinn en
ekki þér. Má þó vera að þetta sé gagnstætt yðar eigin hug-
mynd, en við hér sjáum ekki í hyllingum Guðs ráð og stjórn,
og vitum um sannleikann betur en áður. Þér getið því gert
yður hlægilegan einu sinni enn. Ekkert gerir það okkur til.
Kann að vera ofurlítið óþægilegra fyrir yður sjálfan síðar,
sem meðferð Gottskálks á Jóni.
Yðar störf ættu að stefna að öðru en vondum hugsunum
og heimskulegum orðum. Það er svo enginn anna-r en Guð
sjálfur sem ræður, hvort sem yður líkar vel eða miður.
Þá hef eg sýnt lit á lítilsháttar borgun fyrir mig. Það er
sem fyr'að eg reyndi að standa í skilum.
Verið þér sælir.
Jónas Jónasson, áður á Hrafnagili.
V. Séra Gunnar Gunnarsson
á fundi 8. nóv. 1930.
Eg stílfæri orðin sjálíur, og þó eigi sé sem áður var, þá
eru þau engu að síður mín. Fyr vorum við kunnugri rithætti
málsins, þar sem maður fékkst daglega við fræðslu. Nú verð-
um við að beygja okkur undir það, er hér í eilífum heimi
gerist skyldugra að læra fyrir eilífðina, svo ritháttur og
framsetning fer ver en áður. En alt um það má vel komast
að efninu, og ætti hver og einn að hugsa sig tvisvar um áður
en hann hrópar: Slík lýgi, að eigna mevjamönnum vorrar
þjóðar því líkt bull! Efnið er það, sem sérstök áherzla er lögð
á, þó vorum leiðandi mönnum í okkar heimi sé borið á brýn,
að þeir fari með röng orð og rangar kenningar.
Þú vinur, Ástvaldur Gíslason, er eg ávarpa fremur en
aðra, ættir ekki að grafa þér of dimma gröf, því þú stendur
í ykkar heimi. Vita læt eg þig að ert sjálfur sá, er stendur
völtum fæti þar. Þú veizt aðeins útvegi til þess, að ekki skilj-
ist rétt það, er þú fer með. Völd hef eg, segir góður Guð.
Fræðakerfi ykkar heims á stutt líf fyrir hendi, og berið eigi
sársauka út af því. Ykkar störf í heiminum vara skamt, en
eftirtekjan varir lengur, og er vel að gefa orðum þeim gaum
þó komi frá ósýnilegum, þó áður kunnum, klerki. Væri því