Varnarmál - 01.06.1931, Síða 21

Varnarmál - 01.06.1931, Síða 21
21 heimi, heldur sál, er stýrir í rétt- ustu áttina að aldanna eilífu sólna sól. Staðfest með nafni mínu. Steingrímur Þorsteinsson; áður kennari, nú vörður »Varnar« að Guðs vors ráði. IX. Joheannes og Stefán tala d fundi 12. des. 1930. Settur fundur, sem verður meira en orðagjálfur, því hér stendur sá, sem nokkrir í heiminum segjast ekki mega vera án, og hefur hann sitt rétta leyfi til að flytja mál sitt. Það er stöðugt verið að óska eftir orði frá honum, og því talar hann nú. — Stefán. * ❖ * 1. — f góðs Guðs náðar nafni vil eg, Joheannes, segja orð. Eg er sonur hjónanna áður kunnu frá Nazaret, Jðsefs og Maríu. Þrá og ósk mín og þeirra um aldirnar var sú, að fá lausn frá endurlausnar nafninu og því, sem það var tengt við. Heimurinn hefur gengið of langt í því, að heimta. að eg friðþægði fyrir misgerðir mannanna, og átti sú friðþæging að vera bundin við dauða minn. Aldrei hef eg sagt að eg væri endurlausnari, heldur bróðir og vinur, gæfist mér að reynast svo. Eg var svo að eðlisfari, en þó um leið of eftirgefanlegur. Eg' var venjulega álitinn gæfur og góðlyndur fremur en al- ment gerðist. Fengist eg því til að lofa því, ef eg á annað borð lifði eftir minn líkamlega dauða, að reynast bróðir og vinur, þá þótti það gott. Eg lofaðist til að vera vinur og bróðir, mætti fræðsla mín um góðan Guð verða að notum. Þeir, sem lifðu áður og eftir mig, réðu svo þessum ósönnu kenningum, sem snúast svo mikið um mig, en eru með öllu rangar, eins og' eg hef áður tekið fram hér. Alt um endur- lausnina er tilbúningur, og veldur því eitri, er sú kenning hefur af sér fætt í sálum manna. Vor góði Guð, eins og eg

x

Varnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.