Varnarmál - 01.06.1931, Síða 25
25
komnir mér stóðu í broddi fylkingar, og voru vopn á sinn
eiginn föður. Það tókst, sem átti að ske, og fór með þrek
mitt. Eg staðnæmdist ekki lengi eftir það í sömu umbúðun-
um. En eilífur Guð hafði gefið mér þá sál, er hélt áfram að
lifa og þroskast, og hef eg ekki verið hrakinn frá nokkru
starfi í hinum eilífa heimi.
Nú var það net það, er fyrir okkur hafði verið lagt, og
riðað úr röngum kenningum, sem eg fór nú með alvöru að
kynna mér. Ræddi eg við hina elztu, er lögðu grundvöllinn
undir þær trúarskoðanir, og varð þess vís að þeir voru stál-
varðir skáidsagna höfundar frá þeim tímum. Höfðu þeir haft
góða beitu fyrir hið óupplýsta, lágsiglda alþýðufólk, er ætíð
leit upp til þeirra, er rituðu, og ekki sízt ef þeir höfðu aflað
sér gengis hjá landstjórninni og öðrum kennimanna lýð. Átti
þetta skáldskaparverk þeirra, er var samið fjölda mörgum
árum eftir að hinn góði maður var líflátinn, að sýna vits-
muni þjóðarinnar og slá helgiblæ á speki þá, sem hún ein
hefði öðlast um sáluhjálpina, er engir höfðu hugmynd um
áður. Þessi lúalega hugsun lá til grundvallar. Skáld og rit-
snillingar þjóðarinnar tóku nú saman höndum, og höfðu ver-
aldlega valdið með sér.
Svo þegar búið var að fræða um endurlausnina nokkurn
tíma, og hóparnir fóru að koma yfir í eilífa heiminn með þá
trú, að þeir gætu á svo einfaldan hátt losnað við syndir sín-
ar, þá var friðnum lokið fyrir þessum unga óspilta manni,
sem þá starfaði að guðlegri dýrkun fyrir sig og ættingja
sína. Boðin lágu alstaðar fyrir honum, hinum fyrirheitna
messíasi, og gerð grein fyrir borg þeirri þar sem hann hefði
fæðst. Þó ekki segðist þeim rétt frá um hvílurúm móðurinn-
ar um fæðinguna, þá voru aðaldrættimir svo skýrt nefndir,
að ekki var um að villast á þessum fyrstu tímum, að kenn-
ingin um endurlausnina var að ryðja sér til rúms. Síðan hef-
ur þessi saklausi góði maður aldrei haft stundlegan frið
fyrir hrópi um svonefndar réttmætar kröfur, er hinum ný-
komnu gestum bæri að fá uppfyltar.
Hinn blessaði vinur, sem er maður á sama hátt og alt ann-
að fólk, varð alveg frá af geðshræringu, þegar það bættist
og við að hann mátti ekki heita sínu rétta nafni. Það þótti
ekki við eiga að endurlausnari mannkynsins, sem hann nú
var nefndur, bæri annað nafn en Jesús Kristur og hinn Guðs
eingetni sonur.