Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 26

Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 26
26 Urðu nú foreldrar hans alveg utan við sig af sorg, vitandi vel um að alt þetta voru vélabrögð, því hann var fæddur í hjónabandi þeirra sem hvert annað barn, og ekkert undar- legt við fæðing hans annað en að hún var þá stödd á gisti- húsi. Nú eru liðnar meira en nítján aldir síðan. Hefur hann stöðugt, allar þessar aldir, sagt þeim hið sama, sem til hans hafa komið og heimtað fulla lausn synda sinna fyrir trúna. En ekkert gátu þeir um, að þeir þyrftu að lifa samkvæmt trúnni. Hinn elskulegi mannvinur sýndi þeim fram á, að hann væri alveg laus við svona verk. Sagði þeim að hann væri sem aðrir menn, og til orðinn á sama hátt og þeir, en hann væri og vildi reynast sem góður vinur og bróðir. Guð væri faðir allra óg höfundur tilverunnar allrar í heild sinni. Nú ber reynslan það með sér, að afkoma þessara trúar- bragða fylgjenda er sízt betri en hinna, er aldrei höfðu um þau heyrt, svo það, sem frætt hefur verið um frelsunina, er argasta ósanninda blekking. Hann er stór vizkulaus þvætt- ingur allur sá heilaspuni. Eg minnist á þetta mál vegna þeirra, er sífelt segja að þeir fái áskoranir og áminningar um að trúa á frelsarann, og að enginn verði sæll nema fyrir hans blóð. Hvaðan sem þær kenningar koma skiftir engu máli, en hitt er átakanlegt að heyra ópin í okkar heimi, þegar ekkert rætist fram úr fyrir þessari skoðun um endurlausnina. Guð er öllum sínum börnum miskunsamur, en trúir sann- orðir og hlýðnir verða menn að vera hans opinberuðu orðum. Enginn ræður hugsun né orðum góðs Guðs. Þau koma án þess maður viti fyrirfram hver þau muni verða. Dýrð sé honum fyrir hinar vísdómsfullu opinberanir, er stöðugt halda áfram, og' sem breyta skoðunum þeirra, er trúðu á endurlausnina. Þeir eru þó svo að líta eftir orðunum síðan í haust, er standa skráð í hinu opna lofti vors eilífa heims. Óp þeirra, er trúðu af sannfæringu, voru ógurleg í fyrstu, en svo sefaðist sárs- aukinn við sannfæringuna, sem þeir fengu við að lesa hin skýru orð í loftinu. Sumir segja að hinum svo nefnda endurlausnara sé gerð vansæmd með því, að gefa opinberlega til kynna, að vald hafi hann ekkert fengið frá höfundi tilverunnar til að kall- ast frelsari. Þetta er mesti misskilningur. Opinberun sú var ekki stíluð þannig, að hann sjálfur hefði kallað sig það, því samkvæmt séðum ritum um aldirnar finst ekkert orð frá

x

Varnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.