Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 31

Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 31
Þá er rétt að prénta nokkrar opinberanir, sem við höfum veitt móttöku, aðrar en þær, sem tilgreindar eru í framan- rituðum erindum. Starfsmenn Varnar segja okkur að allar þessar og aðrar opinberanir sjáist skýrt úti í lofthafi þeirra heima, og hvíli sök á þeim ef þeir flytji þær ekki til jarðar- búa fyrst það sé hægt. Sama sök hvílir á okkur ef við leynum þeim fyrir öðrum, eftir að hafa veitt þeim móttöku. Eftir að þær opinberanir, sem birtast í riti þessu, eru orðn- ar vel kunnar, þá fer það eftir framkvæmdum og mótþróa jarðarbúa í nálægri framtíð, hvort elskuríkum Guði þóknast að birta þær í útlofti þessa hnattar, svo fólk geti lesið þær þar. Málið er hans að öllu leyti. Hér eru þser: ...»GUÐ er nafn, sem heimurinn hefur valið höfundi tilver- unnar. »GUЫ, er þvi eiginnafn það, sem merkingin skýrir um leið. Eg er þá höfundur þeirra hnatta og alls þess sem til er«. — Guðm. biskup Arason flutti 1. nóv. 1930. »Bilið er skamt á milli hinna bágstöddu og þeirra, sem alls- nxgtir hafa. Gefið sérhverjum það fyrst, sem hann þarfnast til lifsframfærslu á meðan hinn holdlegi líkami hans endist, svo enginn örmagnist af hungri og þorsta. Réttið blessuðu mæðrunum brauð, og gefið þeim annað, er þxr þarfnast af- kvæmum sinum til uppeldis. Óttist ekki gróðurleysi. Það er séð fyrir nýjum gróðri, verði fyrirkomulaginu breytt. Og hungur skal engum'að dauða verða, ef heyrið orð min í hin- um gamla heimi, og gefið því gaum, að þau eru töluð af dýpstu alvöru eftir alt öfugstreymið á jörðinni, sem hefir þó yfirfljótanlegt af öllum efnum og möguleikum til þess að fólki mínu líði vel«. — Steingrímur kennari og skáld flutti 16. jan. 1931. »Guði ber að hlýða, og orð hans ber að útbreiða«. — Stein- grímur flutti 13. febr. 1931. »Vita skulu allir á ný, að liefjist strið milli nokkurra þjóða, er svo skapi örvæntingu og áður óþektar hörmungar, þá gefst

x

Varnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.