Fréttablaðið - 10.06.2020, Side 6

Fréttablaðið - 10.06.2020, Side 6
BÆKUR Í vikunni gaf Almenna bókafélagið út bókina „Umbúða- laust – Hugleiðingar í hálfa öld“ eftir lögfræðinginn og fyrrverandi hæstaréttardómarann Jón Steinar Gunnlaugsson. Um er að ræða úrval greina Jóns sem hafa birst í fjöl- miðlum landsins undanfarin 50 ár, enda hefur hann iðulega stungið niður penna um samfélagsleg mál- efni þegar tilefni er til. Jón Steinar segist hafa reynt að vera boðberi frelsis, ábyrgðar, mannréttinda og réttarríkisins og að þau grunngildi skipti hann miklu máli. „Ég tel það hluta af vandamálum nútímans hvað menn eru orðnir miklir lýðskrumarar. Það er tekið undir með þeim sem hafa hæst en þær skoðanir ekki settar í sam- hengi við nein grundvallargildi. Ég er í og með að reyna að andæfa slíku athæfi,“ segir Jón. Þegar hann var hvattur til þess að taka saman skrif sín í gegnum árin hafi hann séð að þessi gildi hans hafi verið rauði þráðurinn í skrif- unum. „Ég tel að við getum aukið lífs- gæði okkar heilmikið með því að leggja lífsgildi til grundvallar breytni okkar. Ég hef skrifað um málefni alveg sama hvort það séu meintir samherjar mínir eða and- stæðingar í pólitískum skilningi. Ég hef reynt að láta það ekki trufla mig heldur skrifa í samræmi við lífsskoðanir mínar. Svo geta aðrir dæmt hvort að það hafi tekist eða ekki.“ – bþ Leiðin undan Seljalandsfossi norðan megin er torfarin og varasöm, enda um hála urð að fara. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR FERÐAÞJÓNUSTA „Það verður farið í heljarinnar framkvæmdir í sumar,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, um fyrirhugaðar endurbætur við Seljalandsfoss. Vinsælt er að ganga bak við Selja- landsfoss en leiðin er varasöm á köflum. Sérstaklega er torfært um urð norðan megin þar sem komið er undan fossinum og tréstigi þaðan niður er laskaður og hættu- legur. Anton Kári játar að svæðið geti verið slysagildra, sem betur fer hafi þó ekki orðið alvarlegt slys við Seljalandsfoss þótt kona hafi reynd- ar slasast illa við fossinn Gljúfrabúa þar skammt frá. „Auðvitað eru ekki allir sem treysta sér hreinlega í hringinn heldur fara þá til baka,“ segir Anton Kári, sem boðar betri tíma í þessum efnum. Verið sé að stofna félag í eigu Rangárþings eystra annars vegar og fjögurra jarða hins vegar sem eiga Seljalandsfoss í óskiptri sameign. Félagið mun standa að uppbygg- ingu og rekstri á svæðinu. Rangár- þing á jörðina Hamragarða norðan við Seljalandsfoss. „Það er hópur frá okkur að fara í næstu viku á Seljalandsfoss og Hamragarða í þær betrumbætur sem hægt er að gera,“ segir sveitar- stjórinn. Flytja eigi bílastæði og alla aðstöðu fjær fossinum niður á aurana. „Þar verður áningin og stórt bílastæði og aðstaða, jafnvel þjón- ustumiðstöð í framtíðinni.“ Hvað gönguleiðina bak við Selja- landsfoss varðar segir Anton Kári ýmsar hugmyndir á lofti. „Jafnvel að hann komi alveg niður við vatn; verði hengdur utan í bergið til þess að gera í rauninni aðgengi fyrir alla bak við fossinn. Þannig að þú eigir að geta trítlað með hjólastól þess vegna, kannski ekki allan hring- inn en þó í þessa upplifun,“ teiknar hann upp sem eina mögulega sviðs- mynd. Síðan séu það náttúruöflin sjálf sem við sé að etja. „Það eru að hrynja niður á stíginn f lögur úr berginu á bak við, þannig að það er spurning hvernig þetta verður í framtíðinni. Að sjálfsögðu viljum við tryggja öryggi og að fólk sé ekki í hættu,“ segir Anton Kári. Nýta eigi fjarveru ferðamanna og gera sem mest í sumar. „Það er einmitt rétti tíminn. Vonandi fer þetta af stað aftur einhvern tíma og þá er gott að vera tilbúin í það.“ gar@frettabladid.is Laga torfæru á Seljalandsfossi Landeigendur við Seljalandsfoss hyggjast nýta fjarveru ferðamanna til endurbóta á svæðinu. Leiðin bak við fossinn verður jafnvel að hluta gerð fær fólki í hjólastólum, að sögn sveitarstjóra Rangárþings eystra. Það eru að hrynja niður á stíginn flögur úr berginu á bak við. Anton Kári Halldórs- son, sveitarstjóri Rangárþings eystra Stígur við Seljalandsfoss gæti verið við vatnsborðið. MYND/MAREY ARKITEKTAR Lýðskrumarar eru vandamál Það er tekið undir með þeim sem hafa hæst en þær skoðanir ekki settar í samhengi við nein grundvallar- gildi. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Ævintýrið hefst í Brimborg! Kauptu eða leigðu ferðabílinn fyrir sumarævintýrið Kauptu nýjan eða notaðan ferðabíl eða leigðu sumarbílinn í Brimborg. Öll bílaþjónusta á einum stað. Byrjaðu ævintýrið í Brimborg! Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 og 8 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 ALÞINGI Það að gera Alþingi að f jölskylduvænum vinnustað er mál sem þolir ekki frekari bið. Þetta segir meðal annars í umsögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, um þingsályktunartillögu þess efnis. Tillagan er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og gengur út á að stofnaður verði starfshópur með fulltrúum þing- flokka sem vinni að endurskoðun þingskapa í því skyni að gera Alþingi að fjölskylduvænni vinnu- stað. Í umsögn Rögnu segir að málið sé mikilvægt fyrir þingmenn en það varði einnig hag starfsmanna og er óskað eftir því að skrifstofa þingsins fái aðkomu að starfshópnum. „Undanfarin misseri hefur verið aukinn þungi í umræðunni meðal stjórnenda og starfsfólks Alþingis um mikilvægi þess málefnis sem fjallað er um í tillögunni,“ segir í umsögn Rögnu. Mikið sé í húfi og beri þar fyrst að nefna heilsu og velferð starfs- fólks. Þá þurfi þingið að keppa við aðra opinbera aðila og einka- geirann um hæft starfsfólk. Taka þurfi af fullri einurð á málinu til að tryggja að það takist að halda í hæft starfsfólk. Félag star fsmanna Alþingis fagnar tillögunni en bendir í sinni umsögn á að starfsmenn þingsins séu um 150 talsins og því æski- legt að þeir hafi einnig aðkomu að vinnunni. – sar Skrifstofustjóri segir fjölskylduvænt Alþingi ekki þola frekari bið Á Alþingi eru 63 þingmenn auk um 150 starfsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.