Fréttablaðið - 10.06.2020, Síða 33

Fréttablaðið - 10.06.2020, Síða 33
Ef markmiðið er að festa þetta fyrir- komulag í sessi, verða sum félög að vanda betur til verka. Guðrún Haf- steinsdóttir, varaformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og af stjórnun. „Ef þú ert með tilnefningarnefnd sem er skipuð fólki sem er með öfl- ugan bakgrunn og gæti mögulega sjálft setið í stjórn félagsins, þá ertu með gott valdajafnvægi. Þá ríkir gagnkvæm virðing og stjórnin mun ekki valta yfir nefndina. Það er ekki víst að þessi virðing sé til staðar ef nefndin er einungis skipuð sér- fræðingum.“ Þá bendir Hjörleifur á að margs konar útfærsla standi til boða. Til að mynda geti tilnefningarnefnd verið undirnefnd stjórnarinnar, rétt eins og endurskoðunarnefnd eða starfs- kjaranefnd. „Þetta er ekki skrifað í lög. Verk- efnið sem þarf að leysa er að manna stjórnina vel og til að leysa þetta verkefni eru margar ólíkar leiðir.“ Spurður um áherslu Gildis í þessum efnum segir Davíð að aðal- áherslan sé lögð á að fulltrúar í til- nefningarnefnd séu kosnir með beinni kosningu á hluthafafundi, nema hluthafafundur samþykki það fyrirkomulag að stjórn skipi einn stjórnarmann í nefndina. „Við leggjum þannig áherslu á að hluthafar taki afstöðu til fyrir- komulagsins og að tilnefningar- nefnd heyri undir hluthafa í stað þess að vera undirnefnd stjórnar,“ segir Davíð. Margfeldiskosningar mikilvægt úrræði Allt frá því að tilnefningarnefndir fóru eins og eldur í sinu um Kaup- höllina árið 2018, hafa sumir einka- fjárfestar lýst yfir áhyggjum af því að stofnanafjárfestar eins og lífeyr- issjóðir, sem saman fara með stór- an eignarhlut í f lestum skráðum félögum, séu of gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur tilnefningar- nefnda. Þess vegna sé nauðsynlegt að vernda minnihlutann. Á síðustu misserum hafa komið upp tilfelli þar sem einkafjárfestar fara fram á margfeldiskosningu við stjórnarkjör, í von um að niðurstaða þess verði frábrugðin tillögum nefndarinnar. Margfeldiskosning er það þegar atkvæðamagn hluthafa er margfaldað með fjölda þeirra sem kjósa á í stjórn. Ef hluthafi fer með 100 atkvæði í félagi og kjósa skal fimm stjórnarmenn telst hann í raun hafa 500 atkvæði og getur hann skipt þeim niður á jafnmarga frambjóðendur og kjósa skal, eða færri. Minnihlutinn á meiri mögu- leika á því að koma manni í stjórn með margfeldiskosningu. Jón Skaftason segir að margfeldis- kosning sé lýðræðislegasta kosn- ingaaðferðin sem hlutafélagalögin bjóði upp á og að í ákvæðinu felist mikilvæg minnihlutavernd. „Við höfum áður ljáð máls á því að æskilegt væri að í samþykktum skráðra félaga yrði margfeldis- kosning meginreglan, ef f leiri eru í framboði en stjórnarsæti í boði, í stað þess að krafan þurfi að koma frá 10 prósentum hluthafa, eins og nú er bundið í lög og staðfest í sam- þykktum flestra félaga. Hluthafar skráðra félaga ættu að velta þessu gaumgæfilega fyrir sér,“ segir Jón. Þá bendir Jón á að í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem skrifuð var af starfshópi á vegum fjármálaráðuneytisins, hafi ein helsta niðurstaðan verið sú að lítil þátttaka einstaklinga og einka- fjárfesta, sé eitt stærsta vandamál íslenska markaðarins. „Til þess að hvetja til aukinnar þátttöku einkafjárfesta þarf að skapa umhverfi þar sem raunhæft er að þeir hafi áhrif á málefni og rekstur félaga. Nefndirnar þurfa að hafa það að leiðarljósi í sínum störfum, og ef misbrestur verður á er margfeldiskosning mikilvægt úrræði fyrir fjárfesta til að koma sínum sjónarmiðum að,“ segir Jón. Á mis við heildstæða stjórn Hjörleifur Pálsson segir að hluta- félag sé í grunninn félag þar sem margir koma saman, hver með sinn hlut, og eðli málsins samkvæmt þurfi samvinnu um stjórnun þess til að ná ákveðnum markmiðum. „Þegar hluthafar takast á í krafti atkvæðavægis, beina öllum atkvæð- um sínum á einn frambjóðanda, er samstarfið komið út í horn,“ segir Hjörleifur. „Þá getur ákvæði sem upphaflega er ætlað að vernda rétt minnihluta, leitt til að ákveðinn hluthafi, eða hluthafar, valdi því að skráð almenningshlutafélag fer á mis við að skipa stjórn sem hugsuð er heildstætt. Það er athyglisvert rannsóknar- efni hvort margfeldiskosningar og opinber skráð hlutafélög, sem eiga að höfða til almennings, fari saman,“ bætir hann við. „Lög um margfeldiskosningar hafa ekki verið endurmetin frá því að skráning hlutafélaga á markað, með tilheyrandi regluverki kom til, eftir því sem ég best veit.“ Ef hluthafar eru 200 eða f leiri í viðkomandi félagi, þurfa hluthafar að ráða yfir minnst 20 prósenta eignarhluta til þess að geta krafist margfeldiskosningar. Davíð Rúdólfsson segir að minni- hlutavernd hafi verið ein af áhersl- unum í tillögugerð Gildis á hlut- hafa- og aðalfundum undanfarin ár. Minnihlutavernd sé mikilvæg en hins vegar sé hægt að ganga of langt í þeim efnum eins og gildir um svo margt annað. „Í skráðum félögum, þar sem markmiðið er að skipa stjórn þann- ig að hún hafi í heild þá reynslu, þekkingu og kynjasamsetningu sem óskað er eftir, þá getur niður- staða úr margfeldiskosningu gefið ófyrirséða og jafnvel óheppilega niðurstöðu. Það að setja lágan þröskuld fyrir beiðni um margfeld- iskosningu, getur orðið á kostnað þessa markmiðs um að ná fram sem bestri samsetningu stjórnar í heild,“ segir Davíð. „Við höfum því haft þá skoðun að það sé almennt æskilegt að forðast margfeldiskosningar, nema það séu mikilvæg rök til annars. Ég held að 10 prósenta viðmiðið fyrir beiðni um margfeldiskosningu fyrir skráð félög eigi ekki að vera vandamál í því sambandi og er þá að horfa til þess að ef góð og gild ástæða er fyrir hendi, séu líkur á að hluthafar sem samanlagt fara með yfir 10 prósenta hlut muni óska eftir margfeldis- kosningu. Það má líka horfa til þess hvaða atkvæðamagn þarf til þess að koma að einum stjórnarmanni og því held ég að 10 prósenta viðmið fyrir margfeldiskosningu sé einmitt ágætlega viðeigandi og nægilega langt gengið í minnihlutavernd.“ Gunnar hjá Almenna lífeyris- sjóðnum tekur í sama streng. Þröskuldurinn fyrir margfeldis- kosningar sé hæfilegur. „Svo má deila um hvort hluthafar hafi nýtt sér réttinn of oft eða ekki.“ Þá segir Gunnar, spurður hvort hægt sé að ganga of langt í að vernda minnihlutann, að minnihlutavernd megi ekki verða til þess að „raska þeirri grundvallarreglu að meiri- hluti hluthafa ráði að öllu jöfnu ferðinni við ákvörðun hluthafa- fundar.“ Taka ekki slaginn án tilnefningar Töluverð fjölgun á milli ára varð á framboðum sem bárust tilnefn- ingarnefndum skráðra félaga í Kauphöllinni. Sem dæmi um fjölgun framboða til tilnefningar- nefnda má nefna að framboðum til nefndar VÍS fjölgaði úr sex í 18 á milli ára, framboðum til nefndar Sjóvár fjölgaði úr sjö í fjórtán og framboðum til nefndar Reita fjölgaði úr átta í þrettán. Fjölgun framboða skilar sér þó ekki á kjörseðla á aðalfundum nema að litlu leyti, enda draga flestir framboð sín til baka ef þeir hljóta ekki tilnefningu. Markaðurinn tók saman hversu mörg framboð bárust tilnefn- ingarnefndum í aðdraganda aðalfunda á þessu ári og hversu mörg framboð rötuðu að lokum á kjörseðla. Samantektin sýnir töluverða fækkun frambjóðenda. Þannig bárust tilnefningarnefnd VÍS 18 framboð, en aðeins átta stóðu eftir á aðalfundi tryggingafélags- ins. Tilnefningarnefnd Sjóvár bárust fjórtán framboð, en fimm frambjóðendur drógu framboð sín til baka eftir að hafa fengið vitneskju um að þeir væru ekki tilnefndir. Sömu sögu er að segja um fasteignafélögin Reiti, þar sem frambjóðendum fækkaði úr þret- tán í fimm fram að aðalfundi, og Regin þar sem frambjóðendum fækkaði úr tíu í fimm. Þeir sem ekki hlutu tilnefningu óskuðu allir nafnleyndar og drógu fram- boð sín til baka. Lesa má úr skýrslum nefnd- anna að fátt sé um tilhæfulaus framboð. Þannig segir í skýrslu tilnefningarnefndar VÍS að allir 18 frambjóðendur hafi verið vel hæfir og nefndarmenn Reita skrifa að frambjóðendurnir þret- tán hafi allir verið með víðtæka menntun, reynslu og þekkingu. Tilnefningarnefndir náðu útbreiðslu í Kauphöllinni árið 2018 eftir bréfaskriftir Eaton Vance til þeirra skráðu félaga sem sjóðir bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins höfðu fjárfest í. MYND/GETTY MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.