Fréttablaðið - 10.06.2020, Síða 40

Fréttablaðið - 10.06.2020, Síða 40
09.06.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 10. júní 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Sumir sérfræðingar hafa sagt að nauðsynlegt sé að skatt-leggja fólk þar til það finnur til sársauka. Ég er ósammála þessum sadistum. Þessi hressu ummæli austur- ríska hagfræðingsins Ludwig von Mises koma óneitanlega upp í hug- ann þegar hugsað er um fasteigna- gjöld sveitarfélaga. Skatturinn fer síhækkandi á sama tíma og flest fyrirtæki berjast í bökkum. Fasteignagjöld hafa hækkað um 50 prósent að raunvirði frá árinu 2015 og 20 prósent frá 2018 þegar niðursveiflan hófst. Það minnir óneitanlega á sadistana sem Mises nefndi. Nema hvað við núverandi aðstæður í efnahagslífinu getur skatturinn stuðlað að gjaldþroti fyrirtækja og atvinnuleysi. Sveitarstjórnarmenn eru upp til hópa ekki sadistar í skilningi Mises heldur er því miður um að ræða fullkomið skeytingarleysi gagnvart atvinnulífinu. Of margir í þeirra röðum hafa lítinn skilning á gangverki efnahagslífsins og hafa því leyft skattinum að hækka linnulaust samhliða miklum hækkunum á fasteignamati. Jafn- vel nú þegar hagkerfið stendur frammi fyrir miklum vanda, finna sveitarstjórnarmenn ekki til ábyrgðar og draga verulega úr álögum. Slóðahátturinn er alger. Samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins munu íslensk fyrir- tæki greiða rúmlega eitt prósent af landsframleiðslu í fasteignaskatta til sveitarfélaga á þessu ári, en hlutfallið er að meðaltali tæplega 0,4 prósent í iðnvæddum ríkjum. Skattheimtan er meira en tvöfalt það sem þekkist víða annars staðar. Svo dæmi sé tekið námu fast- eignagjöld Regins 16 prósentum af leigutekjum félagsins í fyrra. Ef sá skattur er miðaður við handbært fé frá rekstri er hlutfallið 44 pró- sent. Sveitarfélög taka því stóran hluta af eftirtekjunni til sín. Sveitarstjórnarmenn þurfa að horfa til þess að háir skattar draga úr getu og vilja fyrirtækja til að leggja fé í viðhald fasteigna. Síhækkandi fasteignagjöld draga enn fremur úr fýsileika þess að bjóða atvinnuhúsnæði til leigu og þar með rífa úr sambandi krafta framboðs og eftirspurnar. Nú tala margir um mikilvægi nýsköpunar. Hafa ber í huga að frumkvöðlafyrirtæki fjármagna sig að miklu leyti með tekjum. Skattheimta á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu er með því hæsta sem þekkist á meðal vel stæðra landa. Íslensk fyrirtæki eru því verr sett hvað þetta varðar en margir alþjóðlegir keppi- nautar. Sveitarfélögin leggja sitt af mörkum til að gera atvinnulífinu erfitt fyrir. Sveitarstjórnarmenn eiga að hætta að gleðjast yfir síhækkandi skatttekjum og gefa sér tíma til að skilja hvaða afleiðingar þær hafa fyrir skattgreiðendur og sam- félagið í heild. Það er ekki seinna vænna. Sadistar Mises Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um 990 milljónir króna á síðasta ári, sam-kvæmt nýbirtum ársreikningi félags- ins, og dróst hagnaðurinn saman um 15 prósent frá fyrra ári, þegar hann nam 1.170 milljónum króna. Tekjur Nova námu 10,3 milljörðum króna og jukust um 4,4 prósent á milli ára. Rekstrargjöld námu 7,6 milljörðum króna og jukust lítillega, eða um 0,4 prósent. EBITDA f jarskiptafélagsins – af koma fyrir afskriftir, f jármagnsliði og skatta – var jákvæð um tæplega 2,7 milljarða króna á síðasta ári. Af koman batnaði nokkuð frá fyrra ári þegar hún nam rúmlega 2,3 milljörðum. Stjórn Nova hefur lagt til að greiddur verði arður upp á 800 milljónir króna til móðurfélagsins Platínum Nova, sem er að mestu leyti í eigu bandaríska eignastýr- ingarfyrirtækisins Pt Capital og Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, en á síðasta ári voru greiddar 750 milljónir króna í arð til hluthafa. – þfh Nova greiðir 800 milljónir í arð Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar 2019 Jafnlaunavottun Sanngjörn laun fyrir jafn- verðmæt störf PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun. Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka. Okkur finnst sérstakt að það sé verið að gefa neytend- um falskar væntingar tímabundið og leika einhverja lagalega og markaðslega samkvæmisleiki. Orri Hauksson, forstjóri Símans.  

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.