Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 10
 - Fréttir úr bæjarlífinu10 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Vatnstankur í Úlfars- fellshlíðum, 3. áfangi, uppbygging og fullnaðarfrágangur Mosfellsbær vinnur nú að byggingu vatnstanks í Úlfarsfellshlíð- um, sunnan Skarhólabrautar. Verkið sem nú er boðið út er 3. áfangi þessa verks. Sú vinna sem fór fram í 1. áfanga verksins var lagning vegar frá Skarhólabraut og að fyrirhuguðum vatns- tanki. Annar áfangi verksins var lagnavinna og lagning strengja frá Skarhólabraut að fyrirhuguðum vatnstanki. Helstu verkþættir 3. áfanga eru uppbygging vatnstanks úr steinsteypu með lokahúsi ásamt frágangi mannvirkisins að innan og utan. Auk þess er inni- falin smíði og uppsetning lagna, loka og búnaðar í lokahúsi ásamt lagningu fráveitulagna, vatnsveitulagna og raflagna ásamt sérkerfum, smáspennu-, bruna- og öryggiskerfi. Helstu magntölur eru áætlaðar um: Steypumót 1.750 m2 Steinsteypa 510 m³ Bendistál 46.500 kg Endurfylling að vatnstanki 2000 m³ Fráveitulagnir 210 m Vatnsveitulagnir 90 m Stjórnskápur með búnaði samkv. teikn. 1200x1000x300mm Uppsetning lagnaleiða og lagning strengja að stórn- og mælabúnaði vantsveitu. Tenging stjórn- og mælabúnaðar vatnsveitu. IO prófanir með forritara. (Forritun er ekki hluti af þessu útboði.) Uppsetning ryðfrírra vatnsveitulagna og loka í lokahúsi. Verkhluti inniheldur suðu á ryðfríum lögnum, smíði undirstaða, uppsetningu loka og önnur tengd verk. Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 2021 Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 10:00 þriðjudaginn 18. febrúar 2020. Tilboðum skal skilað á sama stað, á bæjarskrifstofum Mosfells- bæjar, eigi síðar en föstudaginn 13. mars 2020 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rúmlega 1.200 m² verslunar- og þjónusturými, sem einnig getur verið leigt út í smærri einingum. Góð aðkoma og bílastæði. Heilsugæsla Mosfellsbæjar mun flytja starfsemi sína í húsið en auk þess verður í húsinu apótek, þjónusta og íbúðir. Afhending leigurýma í lok árs 2020. Langtímaleigusamningar í boði. Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjasalan Suðurver Sími: 516 0001 // fyrirtaeki@fyrirtaeki.is SUNNUKRIKI 3 Jarðhæð T I L L E I G U V E R S L U N A R - O G Þ J Ó N U S T U H Ú S Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Líkami og sál Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðarstofa Þverholt 11, Mosfellsbæ S. 566 6307 Hef hafið störf á snyrtistofunni Líkama og sál í Mosfellsbæ Býð upp á allar almennar snyrtimeðferðir Er menntaður snyrtifræðimeistari, naglafræðingur og NovaLash augnhára­ sérfræðingur með 18 ára reynslu í faginu. Allir velkomnir! Kristrún Sif Tímapantanir í síma 566 6307 Pizzastaðurinn Blackbox hefur í tilefni af afmæli staðarins unnið að breytingum á matseðli og lækkað verð. „Helsta breytingin hjá okkur er að við erum komin með fullt af tilboðum inn sem voru ekki áður, sem gerir hagstæðara fyrir stærri fjölskyldur að koma og borða. Við erum að svara eftirspurn viðskiptavina en við vorum ekki með nein tilboð í fyrstu. Svo byrjuðum við aðeins að skríða inn í þann pakka og sáum á viðbrögðunum að þetta var eitthvað sem fólk var að kalla eftir,” seg- ir Karl Viggó Vigfússon framkvæmdastjóri Blackbox. Hádegistilboðin hafa slegið í gegn „Einnig hafa verið gerðar breytingar á matseðlinum og áleggsborðið einfaldað sem gerir verðið hagstæðara. Núna eru þrjú verð í gangi á matseðlinum, 1.800, 2.500 og 2.900 kr., ef þú velur sjálfur bætist aðeins ofan á,“ segir Karl Viggó og bætir við að fólk sé búið að taka afskaplega vel í hádegistil- boðið þar sem allar pizzur á matseðli eru á 2.000 kr. Áherslan hjá Blackbox hefur alltaf verið á gæði og hvert einasta hráefni er handvalið eða sérframleitt fyrir staðinn samkvæmt þeirra gæðakröfum. Hægt að panta á netinu og sækja Önnur nýjung hjá Blackbox er svo net- verslun þar sem hægt er að panta með einföldum og þægilegum hætti á www. blackboxpizza.is og sækja. „Þetta er algjör snilld, þú sleppir röðinni og sækir beint,“ segir Eva Dís Sigrúnardóttir veitingastjóri. „Þú stjórnar sjálfur hvenær þú sækir og velur afhendingartíma sem þér hentar.“ Blackbox í Mosó framleiðir einnig mikið magn af pizzum fyrir Krónuna. „Við bökum um 6.000 pizzur á mánuði þannig að hér er vinnsla allan daginn enda góð aðstaða til framleiðslu hjá okkur.“ Eins árs afmælinu verður vel fagnað Þann 15. apríl verður staðurinn í Mos- fellsbæ eins árs. „Þá ætlum við að vera með afmælispartý, tilboð og skemmtilegar uppákomur. Svo erum við auðvitað komin í Final Four í bikarnum í handboltanum, þá verður líka geggjuð stemning hjá okkur á Blackbox. Við erum líka mjög opin fyrir því að taka á móti hópum og hafa gaman, þetta er stór staður og í alfaraleið. Það er mikið líf í Krónuhúsinu og okkur líður afskaplega vel hérna í miðbæ Mosfellsbæjar,” segir Eva Dís. Eldbakaðar súrdeigspizzur á Blackbox • Þrír verðflokkar Betrumbættur mat- seðill og lækkað verð eva dís og karl viggó á blackbox

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.