Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 20.02.2020, Blaðsíða 24
 - Aðsendar greinar24 UPPELDI Þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu og langvarandi áreiti sem honum mislíkar og á erfitt með að verjast því er talað um einelti. Ýmsar skilgreiningar eru til fyrir einelti og mis- jafnt hversu þröngar þær eru en skil- greiningin hér að framan er alla jafna notuð í grunnskólum. Sænski prófessorinn dr. Dan Olweus sem Olweusaráætlunin er kennd við telur að um einelti sé að ræða þegar einstaklingur verður fyrir endurtekn- um neikvæðum verknaði yfir ákveðið tímabil af hendi eins eða fleiri aðila. Einelti á sér einnig stað þegar aflsmun- ur er á milli einstaklinga. Ekki er talað um einelti þegar átök milli jafn sterkra barna er að ræða. Það sem einum þykir einelti þykir öðrum kannski bara vera stríðni þar sem sársaukamörk barna eru misjöfn. Ábyrgð skóla og annarra Í lögum um grunnskóla er kveðið á um að þeir skuli hafa heildstæða stefnu um hvernig fyrirbyggja eigi ofbeldi í skóla- starfi og að þeir setji sér aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólan- um. Lögin eru nokkuð ítarleg þar sem meðal annars er kveðið á um ábyrgð skólans (kennara og stjórnenda), for- eldra og aðila í grenndarsamfélaginu sem starfa með börnum og unglingum. Aðgerðaáætlun gegn einelti er hluti af skólanámskrá og á að kynna sérstaklega eftir því sem þurfa þykir og á að birta opinberlega. (Lög um grunnskóla, nr. 91/2008, 3. mgr. 30. gr.) Einelti á netinu Einelti hefur breyst talsvert á síðustu árum frá því að vera augljóst einelti með beinum líkamlegum verknaði og/eða útilokun, í falið einelti eins og í gegnum netið. Samskiptin í gegnum netið geta verið sérstaklega ljót og særandi og auð- velt fyrir geranda að eiga í nafnlausum samskiptum. Því er mikilvægt fyrir for- eldra að vera vel vakandi yfir því hvernig barnið þeirra notar netið og kenna þeim að nota netið á réttan hátt. Gott er fyrir foreldra að kanna hvaða reglur gilda um forritin sem barnið þeirra notar og skynsamlegt er að fara eftir reglum útgefenda um aldurtakmörk notenda en of algengt er að börn skrái skrái inn rangt fæðingarár, til dæmis inn á samfé- lagsmiðla, til að geta stofnað reikning. Reynsla mín í vinnu með börnum og ungmennum hefur kennt mér hversu rík ástæða er fyrir því að það eru aldurstakmörk á not- endur samfélagmiðla því börn hafa einfaldlega ekki þroska til að umgangast samfélagsmiðla á þann hátt sem ætlast er til. Ef allir foreldrar tækju sig saman um að virða aldursreglur myndi það minnka til muna flækju- stigið í lífi barnsins. Börn eru mjög varn- arlaus gagnvart einelti því þau gera sér ekki alltaf grein fyrir því að um einelti er að ræða og stundum eru þau hrein- lega of hrædd við gerandann til þess að þora að segja frá. Börn reyna líka oft að leyna því að þau séu lögð í einelti því þau skammast sín og vilja ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Einkenni eineltis Foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir þeim einkennum sem barnið getur sýnt verði það fyrir einelti. Helstu einkenni geta verið að barnið vill ekki lengur fara í skólann, kvartar undan verkjum, er niðurdregið eða virðist óhamingjusamt. Önnur einkenni eru ef það kemur heim óvenju skítugt eða það sér á fötum þess, hlutir fara að týnast og það jafnvel sér á líkama þess án þess að barnið geti gert grein fyrir því af hverju. Hvað er til ráða? Ef grunur vaknar um einelti þarf að byrja á því að ræða við barnið og komast að því hvort grunurinn reynist réttur. Ef eineltið á sér stað í skólanum skal strax hafa samband við umsjónarkennara barnsins og í mörgum skólum þarf að tilkynna formlega grun um einelti. Skynsamlegt getur verið að senda deildarstjóra eða skólastjóra afrit til að allir þeir sem máli skipta séu strax upplýstir um stöðuna. Treysti foreldrar sér ekki til að tilkynna eineltið til um- sjónarkennara eða stjórnenda skólans geta þeir haft samband við skólaskrif- stofu bæjarfélagsins sem tekur þá við keflinu. Sé grunur um einelti utan skóla þarf að hafa samband við forráðamenn meints geranda og segja þeim frá upp- lifun ykkar barns. Oftast kemur það for- eldrum á óvart þegar þeir heyra af því að það líti út fyrir að barnið þeirra leggi í einelti en flestir foreldrar vilja strax taka fullan þátt í að leysa vandann. Þótt einelti barna eigi sér stað utan skóla er samt skynsamlegt að upplýsa skólann um stöðuna enda skólinn samofinn lífi barnsins. Mikilvægi foreldra Foreldrar eru lykilaðilar í að uppræta og koma í veg fyrir einelti. Án aðkomu þeirra og samstarfsvilja er mjög erfitt að stöðva einelti. Stundum getur verið gott að fá hlutlausan þriðja aðila til að vinna með báðum aðilum en oft geta foreldrar leyst málin sín á milli með börnum sínum þegar unnið er af yfirveg- un og skynsemi. Það er öllum til hagsbóta. ________________________ Fjalar Freyr Einarsson, aga- og uppeldisráðgjafi www.agastjornun.is Einelti Kvartanir og lEiðindi sEndist á stEinaEyjan@gmail.com vonarstjarna mosfellsbæjar snýr afturBirkir og Eyþór hjá Steinaeyjunni taka hér saman lista yfir þá Mosfellinga sem eru með framtíð Mosfellsbæjar í sínum höndum. 1. dr. Football 2. Hæhæ 3. Þarf alltaf að vera grín 4. steinaeyjan Podcast 5. Í ljósi sögunnar íslensk podcöst Kæru Mosfellingar nær og fjær, spennið sætisól- arnir en það eru stórtíðindi að berast beint frá Skaganum og við í Steinaeyjunni fengum fréttirnar beint í æð á undan almúganum. Hinn eini sanni Wöhler er að koma aftur í Aftureld- ingu. Frægt er þegar hann málaði bæinn rauðan árið 2018 en þá bar hann 3. flokk Aftureldingar á herðum sér og leiddi þá til sigurs í Íslandsmótinu í fyrsta skipti í 110 ára sögu Aftureld- ingar. Eyþór Wöhler ætlar svo sann- arlega að blása til stórsóknar í sumar og hvetur alla Mosfellinga til að koma á Varmárvöllinn og kíkja á nýju Steinaeyju-stúkuna sem var reist seinasta sumar. Hann hefur sigrað hug og hjörtu okkar allra en nú finnst okkur Mosfellingum að það sé löngu orðið tímabært að koma einni dollu í þetta sveitarfélag. Við heyrðum í drengnum og þar segir hann að eftir að Afturelding losaði sig við snákinn Róbert Orra er kominn mun betri andi í hópinn og allar leiðir greiðar til þess að komast upp í Pepsi Max. Steinakveðjur! toPP 5

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.