Spássían - 2010, Qupperneq 2

Spássían - 2010, Qupperneq 2
 2 Á bólakaf Ritstjórar Auður Aðalsteinsdóttir audur@astriki.is Ásta Gísladóttir asta@astriki.is Vefsíða http://www.astriki.is Áskrift og bréf til blaðsins spassian@astriki.is Sumarmenning Ljósmyndir: Rut Ingólfsdóttir Fyrirsætur: Aðalsteinn Örn Ragnarsson Sigríður Vigdís Embludóttir Ragnheiður Dís Embludóttir Katrín Guðmundsdóttir Forsíða Ljósmynd og hönnun: Rut Ingólfsdóttir Fyrirsæta: Vigdís Másdóttir Ábyrgðarmenn Auður Aðalsteinsdóttir Ásta Gísladóttir Umbrot Ásta Gísladóttir Útgefandi Ástríki Prentun Prentmet ehf. Spássían þakkar eftirtöldum: Bókasafni Akureyrar Bókasafni Garðabæjar Bókasafni Vestmannaeyja Starfsfólki Kópavogslaugar Við mörkum þessu nýja tímariti stað á spássíunni, þar sem óformleg umræða og listsköpun hefur farið fram um aldaraðir. Í okkar huga er listmenning svo samofin samfélaginu sjálfu að við komumst ekki hjá því að taka þátt í henni daglega. Því er ætíð rými fyrir frekari umfjöllun um menningu án þess að hún þurfi að vera í fyrirfram ákveðnum skorðum. Spássían verður tímarit um menningu af öllu tagi. Í fyrstu verður megináhersla lögð á bókmenntaumfjöllun, sem hefur verið af skornum skammti í fjölmiðlum undanfarið. Við veljum þær bækur til umfjöllunar sem vekja áhuga okkar hverju sinni. Tímaritið mun þó ekki einskorða sig við bókmenntir í framtíðinni heldur beina sjónum að öllum mögulegum hliðum menningar, til dæmis umfjöllun um leikhús, tónlist og myndlist. Við ætlum okkur að fjalla um listina á sem fjölbreytilegastan hátt og út frá sem flestum sjónarhornum, enda af hinu góða að sem flestar raddir heyrist. Við vonumst til að blaðið muni smám saman eflast og vaxa, bæði að umfangi og útbreiðslu. Fyrsta um sinn verður blaðið gefið út ársfjórðungslega og því eðlilegt að áherslurnar sveiflist í takt við árstíðirnar. Sumarstemning einkennir fyrsta tölublaðið sem var ýtt úr vör á bjartsýninni einni saman. Kiljur, útileiksýningar og sumarkvikmyndir eru meðal efnis, en menningarrýnin er aldrei langt undan. Auður Aðalsteinsdóttir Ásta Gísladóttir

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.