Spássían - 2010, Side 6

Spássían - 2010, Side 6
 6 Mikil gróska er í glæpasagnaskrifum á Norðurlöndum. Íslensku forlögin hafa brugðist vel við og sem dæmi má nefna að snemma í vor gáfu Uppheimar út fimm þýddar glæpasögur eftir sænska og norska höfunda. Íslenskir glæpaunnendur hafa því úr nógu að velja. Nemesis er eftir hinn norska Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. Nesbø hefur nú samið átta bækur um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole. Hafmeyjan er eftir hina sænsku Camillu Läckberg í þýðingu Sigurðar Þórs Sal- varssonar. Hafa nú verið gefnar út sex bækur eftir hana hér á landi og síðar á árinu er væntanleg sjöunda bók Camillu, Vitavörðurinn. Allar bækurnar gerast í bænum Fjällbacka, þar sem Camilla er fædd og uppalin. Hvarfið er eftir Svíann Johan Theorin í þýðingu Önnu R. Ingólfsdóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga Theorins og hlaut hún ensku Rýtingsverðlaunin sem besta frumraun höfundar árið 2009. Theorin fékk svo Glerlykilinn 2009 fyrir aðra bók sína, Nattfåk. Land draumanna er fyrsta bók í þríleik eftir Norðmanninn Vidar Sundstøl í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Vetrarblóð er eftir ungan Svía, Mons Kallentoft, í þýðingu Hjalta Rögnvalds- sonar. Kallentoft hefur vakið athygli fyrir glæpasögur sínar um lögreglukonuna ungu, Malin Fors. Glæpir, Karitas og dönsku blöðin vinsælust í fríið Hinn fullkomni ferðafélagi í kiljuformi skýtur stundum óvænt upp kollinum á flugvellinum þar sem maður gramsar í bókarekkum rétt fyrir brottför. Margir eru þó mun forsjálli og leita hann uppi í fullkomnu næði á bókasafninu. Almennt er fólk frekar í leit að afþreyingu á sumrin en á vetrum og fólk leitar uppi ,,léttari” bækur, að sögn Pálínu Magnúsdóttur, forstöðumanns Bókasafns Seltjarnarness. Reyfarar og kiljur eru þá vinsælasta lesefnið og norrænir spennusagnahöfundar hafa komið sterkir inn undanfarið. Pálína nefnir sérstaklega höfundana Jens Lapidus, Jo Nesbø, og Camillu Läckberg en bækur þeirra hafa komið út í íslenskum þýðingum og verið mikið lesnar. Berlínaraspirnar eftir Anne Birkefeldt Ragde eru vinsælar í augnablikinu vegna sjónvarpsþáttana sem sýndir voru nýlega og einnig framhaldsbækurnar, Kuðungakrabbarnir og Á grænum grundum. Þá nefnir Pálína höfundana James Patterson og Lee Child og bækurnar Dóttir hennar, dóttir mín og Góða nótt yndið mitt eftir Dorothy Koomson. Hvað íslenskt efni varðar eru skáldsögurnar Karitas og Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur alltaf upppantaðar og virðist ekkert lát á vinsældum þeirra bóka. Síðast en ekki síst er gríðarlega mikið tekið af tímaritum á sumrin; þá aðallega húsbúnaðarblöðum, matartímaritum og slúðurritum. Dönsku blöðin halda svo alltaf sínu – enda fátt huggulegra en að draga upp Familie Journal í sumarhúsinu.

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.