Spássían - 2010, Síða 34

Spássían - 2010, Síða 34
 34 í gang.1 Eftir að hann fór að gefa út bækur sjálfur hætti hann að gagnrýna bækur annarra en viðurkennir að hann sakni þess. „Ídealið væri að hafa mjög skýr skil milli gagnrýnenda og rithöfunda, það væri að minnsta kosti einfaldast. Til þess að það yrði að möguleika yrðum við reyndar að stækka Reykjavík ansi mikið, flytja inn nokkur þúsund Pólverja til dæmis, og setja svo kannski upp varnargarð. Við gætum haft gagnrýnendurna í Austurborginni og rithöfundana hérna vestan megin. Svo gætum við farið í sýnisferðir með rútum. En þetta er víst ekki hægt.“ Hermann segir ekki loku fyrir það skotið að hann fari að gagnrýna aftur. „Ég hefði gaman af því og held ég hafi frekar skýran bókmenntasmekk. Ég er alls ekki alltaf sammála meginlínum sem kveða á um það hvaða höfundar séu góðir og hverjir ekki þótt ég sé ekkert endilega að reglu ósammála því. Það getur verið merkilegt að vita hvað rithöfundum finnst og þeir geta haft góð og gild rök fyrir sínu máli og haft skýra sýn á bókmenntir. En það er dálítið viðkvæmt að höfundur stundi gagnrýni og á Íslandi er það ekki mjög algengt.“ Undanfarið hafa höfundar á borð við Jón Kalman Stefánsson og Magnús Sigurðsson kvartað undan ofurvaldi söguþráðarins í íslenskum bókmenntum. Aðspurður að því hvort íslensk bókmenntaumræða sníði höfundum þröngan stakk, þar sem t.d. glæpasögur eru litnar hornauga og jafnvel stillt upp sem tilræði við hina ljóðrænu skáldsögu og þar sem vísindaskáldskapur er nánast ekki til, beinir Hermann talinu aftur að bílakirkjugarðinum. „Maður er bara í þessum bílakirkjugarði, þar er langbest að vera. Bílakirkjugarði sem hefur ekki verið lýstur safn heldur er bara reytingur af Zetor traktorum og Massey Ferguson sem hafa sál. Maður á bara að vera þar í huganum. Og þangað eiga bókmenntirnar að stefna. Án þess að við eigum að vera eitthvað fælin við stíl. Ég hef reyndar aldrei skilið það orð og veit ekki hvað það merkir. Ég veit ennþá síður hvað stílisti er. Ég skil það helst þannig að stílisti sé einfaldlega sá sem smjattar með nautn á orðunum, gæðir sér á gómsætum og sjaldgæfum orðum. En ef við lítum á smásöguna Draugur eftir Knut Hamsun, sem er oft kallaður stílisti, þá eru í henni nauðaeinfaldar, tærar, gagnsæjar, stuttar setningar. Þetta er einfalt og kjarnyrt. Hann missir sig aldrei á skáldlegt flug - og það er auðvelt að verða nykraður á slíku flugi, missa sig í innihaldslausar samlíkingar. „Núllstíll“, eða enginn stíll, er æðstur allra stíla. Ég myndi vilja komast þangað. En svo get ég líka verið hrifinn af höfundum sem skrifa í barokkstíl – ef þeir hafa húmor fyrir því. Þá verður stíllinn flúraður en samt með undirtón sem gerir stólpagrín að öllu saman.“ Sjálfur segist hann ekki vera plottfælinn höfundur. En hann vilji vera veggjalaus. „Mér finnst það ódýrt að gera söguþráðinn eða glæpasögur að blóraböggli fyrir ásigkomulag samtímabókmennta. Það er hreinlega rangt. Það er fullt af bókum sem eru bæði í góðum ljóðstíl og með vel unninn söguþráð en það þarf ekki að þýða að þær séu ómerkilegri fyrir vikið. Og glæpasögur geta innihaldið samfélagsgagnrýni þótt stundum sé hún nokkuð þröng.“ Hins vegar hefur góðærið vegið að bókmenntunum, að mati Hermanns. „Umhverfi þeirra þrengdist allt og skilyrði fyrir nýja höfunda hafa versnað. Við áttum fullt af peningum og bókmenntagagnrýni dagblaðanna styttist niður í fimm lína sleggjudóma. Ég held að það séu í gangi alls konar kreddur, gagnrýnislaus tilbeiðsla á einhverjum „staðreyndum“ um það hvað fólk vilji. Dagblöð líta svo á að það sé mun merkilegra fréttaefni að einhver viðskiptamógúll geri stórsamning heldur en að út sé komin bók sem greinir heim- inn á nýjan hátt.“ Ástandið á fjölmiðlamarkaði veldur honum áhyggjum. „Þau þurfa að drepast þessi blöð, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Við sitjum uppi með tvö ríkisrekin dagblöð. Annað í eigu Jóns Ásgeirs, hitt í eigu útgerðargreifa. Báðir aðilar skulda ríkinu óhemjumikið. Í staðinn þarf eitt, stórt, ríkisrekið dagblað. Það verður náttúrlega að tryggja ritstjórnarlegt sjálfræði og nú hefur verið lagt fram fjölmiðlafrumvarp sem á að tryggja það. Það eru þegar önnur blöð á markaðnum sem skapa mótvægi. DV er krítískt og vaxandi dagblað með boðlega bókmenntagagnrýni og Grapevine hefur lengi verið öflugt blað. Ríkisútvarpið er hins vegar orðinn bastarður, hálf ríkis- rekinn og hálf einkavæddur.“ Hann er einnig þeirrar skoðunar að skipta eigi hið snarasta út bókmenntaelítunni sem stýrir bókaumfjölluninni í sjónvarpi. „Bókmenntagagnrýnin í sjónvarpinu er mikið blaður en hún er eina gagnrýnin sem hefur áhrif á sölu bóka. Kiljan byrjaði ágætlega en leystist upp í leikrit tveggja persóna. Þau leika „bókmenntafólk“ sem er ósammála um eitthvað. Þetta eru agalegir dómar sem þar eru felldir, hrein og tær vitleysa, og þau telja fólki trú um að þetta sé bókmenntagagnrýni. Svo er alltaf verið að leita í sama brunninn og það er hreinn og tær skandall að sama fólkið gagnrýni á tveimur stærstu blöðum og í sjónvarpi. Þetta er einokun, Kiljan er orðin Bónus bókmenntaheimsins, tekur aðeins frá stóru birgjunum og ræður hvað selst. Það er eins og manneklan sé þvílík en raunin er sú það er nóg til af hæfum bókmenntagagnrýnendum.“ Hermann bendir á að í Evrópu og Bandaríkjunum hafi síðustu ár orðið verðlaunavæðing bókmennta. „Höfundur verður að fá verðlaun, annars getur hann bara gleymt þessu. Ég hef ekkert á móti bókmenntaverðlaunum en þau hafa áhrif á hvernig við hugsum og fjöllum um bókmenntir. Við einblínum frekar á árangurinn en á það hvað stendur í bókunum. Nóbelsverðlaunin eru það síðasta sem eftir er í guðlegum sann- leika í samtímabókmenntum; Guð hefur stigið niður og vottað þig ef þú færð Nóbel. Auðvitað eru til margir góðir nóbelsverðlaunahafar en mér sýnist að þessi aukna áhersla á verðlaun sé af sama meiði og sigrar útrásarvíkinga. Þetta er efnislegur sigur, áfangi, sem tekur að skyggja á hugbrjóta.“ Þrá eftir veruleika Hermann vinnur nú að nýrri skáldsögu þar sem efnahagshrunið er í forgrunni. Hún ber vinnuheitið Játningar spunameistara. Í fyrra gaf hann einnig út ljóðasafnið Högg á vatni sem hann kallar „bölsýnisljóð úr góðærinu“. Hann bendir þó á að „ég sagði það“-syndrómið sé frekar algengt núna en það sé ekkert merkilegt að hafa séð hrunið fyrir. „Ef maður las skýrslur bankanna og fyrirtækjanna þá var frekar augljóst

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.