Spássían - 2010, Side 37

Spássían - 2010, Side 37
37 Ég eldaði út frá eigin maga og eftir mínu höfði. Smám saman virtust bragðlaukarnir sækja í nýtt bragð, þá var þannig komið að ég þurfti að mata hana. Hún horfði fólskulega á mig reka skeiðina eða gaffalinn fólskulega að henni. Mig langaði að koma hnossgætinu af pönnunni ótuggðu í vélindað á henni, kæfa hana með góðum mat. Hún brást við á lævísan hátt, kvikindislegan. Þetta gerði hana ekki seka, hún beitti mig engu ofbeldi, hún virtist bara njóta þess að sulla ofan á sig, láta matinn leka eins og gums niður á höku. Ég þurfti þá að „skeina“ á henni trantinn eins og hún komast að orði við börnin á meðan þau voru lítil. „Mamma, skeina munn og höku,“ sögðu krakkarnir, ánægð yfir að vera kámug niður á háls. Börnunum fannst sniðugt að mamma skeindi á þeim trantinn. Fyrst fór hún með skeiðina út í munnvikin, síðan undir neðrivörina og niður á höku og lét svo „allan kúkinn“ fara upp í munninn. Þegar kúkurinn var kominn heilu og höldnu á sinn stað smjöttuðu börnin ánægjulega. Ég varð ekki jafn hrifinn að hafa komið kúknum af skeiðinni upp í konuna mína. (81-82) Gróteska konuskrímslið sýnir ekki einu sinni þakklæti. Þegar maðurinn þarf að fara inn á sjúkrahús í smá aðgerð á nára bíður hún eftir að hann komi heim og eldi ofan í hana. Hann gerir sitt besta en sárið byrjar aftur að blæða þarna við eldavélina. Enga samúð er að finna hjá konunni „Mér finnst það ekkert merkilegt. Þetta verðum við konur að þola mánaðarlega.“ Hálfvanaður og kvengerður með öllu lyppast mannauminginn á sjúkrahúsið til að láta sauma sig en eiginkonan tekur varla eftir fjarveru hans. Í Missi má finna gegnumgangandi togstreitu milli hins gróteska líkama konunnar og hins lokaða líkama sögumannsins. Í bók sinni, Rabelais and His World, sagði Mikhail Bakhtin að sú gróteska sem finna mátti í endurreisnarbókmenntum hafi ei skilað sér í nútímann. Hinn klassíski gróteski líkami er opinn, flæðandi og margræður. Hann ögrar samfélagsgildum og skellihlær að tepruhætti. En nútíma líkaminn hefur lokað sig af. Hann er vandræðalegur og ófrumlegur. Ólíkt hinum klassíska, sem finnur sér leið út fyrir gröf og dauða, hefur hann endapunkt á sinni tilveru.2 Ástand mannsins ónefnda í Missi er sjálfhverft og hann veit ekki hvernig á að höndla gróteskuna sem hrörnun ellinar hefur þröngvað upp á hann. Hann reynir að fjarlægjast þennan gróteska líkama og ástand eftir bestu getu með því að halda við aðrar konur. En hann sækist ekki eftir nýju sambandi og því verða þessir ástarfundir innantómir og aflokaðir og líkami hans jafn sjálfhverfur og endanlegur og fyrr. Á síðustu blaðsíðum sögunnar er komið að endalokum. Maðurinn pantar far með Norrænu til Færeyja (þangað sem konuna dreymdi um að fara) og tekur með síðustu ögnina af ösku hennar. Áður en hann stígur aftur upp í skipið eftir stutta dvöl fær hann sér kaffi með öskuleifunum. Stuttu eftir að skipið leggur úr höfn stekkur hann útbyrðis. Ketillinn slekkur loks á sér. Á meðan konan fær að lifa áfram í manni sínum, bæði í endurminningum hans og í teformi í líkama hans, miðast öll umgjörðin í kringum dauða mannsins að hinu endanlega. Lokastundinni. Því þannig upplifir hver einstaklingur dauða sinn. Þegar aðrir eiga í hlut getur hrörnunin og dauðinn orðið partur af karnivalísku leikhúsi gróteskunnar sem nær út fyrir landamæri hins lifandi heims. Upplifunin sjálf er hins vegar af allt öðrum toga. Heimurinn heldur leik sínum áfram en þú, og þinn líkami, fáið ekki lengur að taka þátt. Ásta Gísladóttir 1Guðbergur Bergsson, Missir, JPV útgáfa, Reykjavík, 2010, 110. 2Mikhail Bakhtin, Rabelais and His World, þýðandi Hélène Iswolksy, Indiana University Press, Bloominton, 1984, bls. 321-322. www.mp.is • 540 3200 • Ármúla 13a • Borgartúni 26 Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Yfir 70% viðskiptavina okkar mæla með MP banka við ættingja sína og vini. Það eru ánægjuleg meðmæli. Svanhvít Sverrisdóttir viðskiptastjóri Ármúla *skv. þjónustukönnun MP banka febrúar 2010 *

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.