Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 6
Atvinnuástandið er
ekki gott og við
höfum fullt af hæfu fólki
sem getur tekið þátt í
kennslu í háskólum.
Eyjólfur Guðmundsson,
rektor Háskólans á Akureyri
Akureyringar hafa hvatt
ráðherra til að friða Eyja-
fjörð, en Fjallabyggð er á
móti.
Tryggðu þér áskrift í dag á stod2.is
Kjartan Atli Kjartansson fer yfir leiki dagsins í
Pepsi Max deild karla í Pepsi Max tilþrifunum
ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr
leikjum dagsins auk þess sem rætt er við
þjálfara og leikmenn.
SUNNUDAG 21:15
MENNTAMÁL Komi ekki til aukið
fjármagn mun Háskólinn á Akur-
eyri þurfa að hafna um helmingi
umsókna sem bárust fyrir næsta
skólaár. Þetta segir Eyjólfur Guð-
mundsson, rektor skólans, en við-
ræður við stjórnvöld standa nú yfir.
„Samtalið við stjórnvöld er
jákvætt, en við vitum ekki enn þá
hvaða lausnir verða lagðar á borðið.
Við þurfum að fá svör við því mjög
hratt, því við þurfum að svara nem-
endum fyrir mánaðamót með skóla-
vist,“ segir Eyjólfur.
Alls bárust 2.033 umsóknir um
nám í skólanum næsta haust, en
umsóknafrestur rann út í byrjun
vikunnar. Er þetta þriðja árið í röð
sem fjöldi umsókna fer yfir tvö
þúsund.
„Þessi mikla fjölgun umsókna
undanfarin ár hefur leitt til þess að
heildarfjöldi nemenda hefur vaxið
mikið. Á nýliðnu skólaári vorum
við með mesta fjölda frá upphafi,
eða tæplega tvö þúsund og fimm
hundruð nemendur. Nemenda-
fjöldinn hefur aukist um 40 prósent
frá 2014,“ segir Eyjólfur.
Skólinn hefur undanfarin ár þurft
að takmarka aðgengi að skólanum
og hafnað nemendum sem þó upp-
fylla inntökuskilyrði.
„Starfsfólki skólans hefur ekki
fjölgað í takt við fjölgun nemenda
þannig að við þurfum að stýra
þessu. Bæði með tilliti til gæða
námsins og álags á starfsfólk,
þannig að nemendur fái það nám
sem við viljum, samkvæmt þeim
gæðastöðlum sem við störfum
eftir.“
Áætlanir skólans gera ráð fyrir
að auka þurfi fjárveitingar um 500-
600 milljónir svo hægt sé að taka á
móti öllum þeim nemendum sem
sækja um. Einn áfangi hafi náðst á
dögunum þegar fjölgun hjúkrunar-
fræðinema hafi verið tryggð.
„Ég ætla enn sem komið er að
leyfa mér að vera bjartsýnn á niður-
stöðuna úr samtalinu við stjórn-
völd. Líka á að það verði horft á
þetta í heildstæðri lausn en ekki
bara fyrir nemendurna nú í haust,“
segir Eyjólfur.
Hann segist vonast til þess að
skólinn fái tækifæri til að ráða til
sín hæft fólk og lagt verði í vegferð
sem miði að því að endurnýja og
byggja upp háskólana alla. Í sjálfu
sér hafi föstu starfsfólki lítið fjölg-
að síðastliðinn rúma áratug.
„Það er hluti af grundvallar-
vandamáli háskólakerfisins. Nú
er tækifæri til að bæta úr því.
Atvinnuástandið er ekki gott og við
höfum fullt af hæfu fólki sem getur
tekið þátt í kennslu í háskólum. Ég
held að það yrði sigur fyrir alla ef
það tekst að nýta þann mannauð
til þess að leyfa f leiri nemendum
að komast í nám.“
Í tilfelli Háskólans á Akureyri
þurfi að bæta við minnst 30 störf-
um.
„Það gerist auðvitað ekki á einum
mánuði en áætlanir okkar gera ráð
fyrir að þrjátíu og allt upp í fimmtíu
störf bætist við á næsta einu og hálfa
til tveimur árum. Það er kominn
tími á ákveðna endurnýjun því það
hafa verið fá tækifæri til nýráðninga
undanfarin ár.“
sighvatur@frettabladid.is
Munu hafna helmingi
umsókna að óbreyttu
Samtal á sér nú stað milli stjórnvalda og Háskólans á Akureyri um stöðu skól-
ans. Mikil fjölgun nemenda síðustu ár hefur leitt til þess að takmarka hefur
þurft aðgengi að skólanum. Auka þarf fjárveitingar um 500 til 600 milljónir.
Auka þyrfti fjárveitingar til Háskólans á Akureyri til að anna aukinni eftirspurn eftir námi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
FISKELDI Kristján Þór Júlíusson,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, hvetur sveitarfélög í Eyja-
firði til að ræða sín á milli áður en
umsögnum um friðun Eyjafjarðar
er skilað inn. Í maí hvatti bæjar-
stjórn Akureyrarbæjar Kristján til
að friða allan Eyjafjörð fyrir eldinu,
en áform hafa verið um að koma því
á í Ólafsfirði. Sagði Elías Pétursson,
bæjarstjóri Fjallabyggðar, það bratt
hjá Akureyringum að vilja friða
allan fjörðinn án þess að ræða við
önnur sveitarfélög.
Samkvæmt lögum getur ráðherra
friðað ákveðna firði, f lóa eða svæði
fyrir fiskeldi að fenginni umsögn
sveitarfélaga, Fiskistofu, MAST og
Hafró. Hefur Kristján þegar fengið
erindi frá sveitarfélögum í Eyja-
firði og ýmsum hagsmunaaðilum
varðandi friðun, frá Siglunesi að
Bjarnarfjalli, f lest á þá leið að fisk-
eldi verði ekki komið á fót.
Er því beint til sveitarfélaganna
að skila inn formlegri umsögn um
friðun ekki síðar en 9. júlí. – khg
Hvetur sveitarfélög til að ræða saman um friðun
Kristján tekur ákvörðun um friðun
Eyjafjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð