Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 24
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Þórhildur Ída er fyrsta konan í 83 ára sögu Svifflug- félags Íslands sem verður formaður þess. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þórhildur Ída Þórarinsdóttir er eigandi rekstursins Þú.is. Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá HR og meist­ aragráðu í hagnýtri jákvæðri sál­ fræði frá Anglia Ruskin University í Cambridge. Ída er fyrst kvenna, í 83 ára sögu SFÍ, til að gegna embætti formanns Svifflugfélags Íslands og á sjálfan kvenréttinda­ daginn segir hún við hæfi að velta fyrir sér hvar allar stelpurnar séu sem ættu annars að vera í svifflugi. „Best er að byrja á unglings­ árunum í svifflugi en það er aldrei of seint að læra svifflug,” segir Ída og veltir fyrir sér hvernig svifflug á næstu þúfu við hringveginn geti verið svona vel varðveitt leyndar­ mál. „Flestir sem prófa sportið eru sammála um að það sé toppurinn á tilverunni að komast í svifflug á góðum degi og fljúga á veðrinu einu saman, en svifflug er vistvæn íþrótt því svifflugur eru annað hvort dregnar á loft á spili eða í f lugtogi og síðan er sleppt og svifið og hægt að haldast uppi tímunum saman við rétt skilyrði.” Ída spyr hvar íslenskar konur séu og vill fá þær í svifflug. „Hugsanlega þurfa konur hvatningu til að fara í sviff lug en ég lofa að vel er tekið á móti þeim sem mæta og vilja prófa sviff lug. Ég lofa líka að þær geta orðið öðrum fyrirmynd. Saga íslenskra f lugkvenna er óskrifað blað í tvennum skilningi. Hana á eftir að skrifa og konur eiga eftir að f lykkjast í f lug í enn meiri mæli þegar þær sjá að þær geta stundað það rétt eins og strákarnir. Nokkrar íslenskar konur hafa stundað sviff lug og hlutur kvenna í einkaf lugi og atvinnuf lugi hefur aukist en það er ljóst að konur sem nú byrja í sviff lugi verða fyrirmyndir þeirra sem síðar velta fyrir sér hvort konur eigi erindi í þetta geggjaða sport.” Floti SFÍ samanstendur af ASK­ 21 kennsluvél, tveimur LS­4 ein­ sessum fyrir þá sem fljúga einflug, og LS­8 fyrir lengra komna, auk fleiri véla. „Fyrir áhugasama má upplýsa að nemendur þurfa ekki að vera búnir að ljúka bóklegu námi til að hefja svifflug heldur er hægt að fljúga með kennara þar til viðkomandi telst hæfur til að fljúga einn. Í vetur er stefnt á bóklegt námskeið. Koma svo stelpur!” Svifflugfélag Íslands er á Sand­ skeiði við Suðurlandsveg. Sími 587 8730. Nánari upplýsingar á svifflug.com og á Facebook undir Svifflugfélag Íslands. Vill stelpur í svifflug Í sumar býður Svifflugfélag Íslands stelpur sérstaklega velkomnar að læra svifflug. Þær muni skrifa söguna. Sesselja segist ekki finna mikinn mun á karla- og kvennavinnustöðum. Eftir að örlögin gripu í taumana ákvað Sesselja að nýta tækifærið og leita á ný mið. „Ég vann í HB Granda í 18 ár og er því sérhæfður fiskvinnslu­ maður en var rekin þegar þeir yfirgáfu Skagann. Þeir buðu okkur vinnu hjá sér annað hvort hér á Skaganum eða í Reykjavík en ég hafði ekki áhuga á að vinna hjá þessu fyrirtæki aftur svo að ég fór að vinna sem skólaliði í Grunda­ skóla sem er mjög skemmtileg og gefandi vinna,“ skýrir Sesselja frá. Spennandi starfsvettvangur „Ég hafði samt í nokkur ár hugsað um að taka völdin í mínar eigin hendur og fara í nám. Ég var um tíma að hugsa um nám í garðyrkju en það hefur alltaf heillað mig að geta gert við og búið til hluti sjálf þannig að húsasmíði hentaði mér mjög vel. Svo eru nokkuð margir smiðir í ættinni hjá mér þannig að þetta er í ættinni, ég er samt fyrsta konan sem ég veit um sem hefur farið í þetta nám þær verða von­ andi f leiri.“ Ertu komin á samning? „Já ég er komin á samning ég er að vinna hjá HBH byggir. Þeir eru með verk­ stæði hérna á Skaganum ásamt því að byggja bæði hús og innrétt­ ingar og setja upp innréttingar.“ Kom eitthvað þér á óvart í náminu? „Nei það var ekkert sem kom mér á óvart. Nema að húsasmíði er ekki eins erfið og ég bjóst við. Mér gekk aldrei neitt sér­ lega vel í skóla, hafði ekki mikinn áhuga þegar ég var yngri. En þetta nám fannst mér mjög áhugavert og skemmtilegt. Ég hlakkaði alltaf til skólahelganna.“ Mikilvægt að vera nákvæm Sesselja segir að starfið geti verið strembið og reynt á líkamlegan styrk en fyrst og fremst sé brýnt að vanda sig. „Þetta getur verið erf­ iðisvinna, það koma verkefni þar sem að við þurfum að bera þunga hluti. En aðallega er þetta mikil nákvæmnisvinna, frá því að við byrjum á verkefnunum og þar til að þau eru fullgerð verðum við að vera mjög nákvæm og gagnrýnin á allt. Ég held að húsasmiðir séu mjög mikilvægir svo að húsin séu örugg og vel byggð.“ Sesselja segist ekki hafa orðið fyrir fordómum vegna starfs­ valsins. „Ég hef ekki orðið vör við neina fordóma, í mesta lagi að ein­ hverjir voru ekki vanir að vinna við hliðina á konu eða að þeir áttu bara eftir að kynnast mér en það jafnaði sig mjög f ljótt.“ Ákveðin óvissa hafi þó fylgt því að hefja störf á „karlavinnustað“. „Ég verð að viðurkenna að ég var mjög stressuð yfir því að vinna á karlavinnustað þar sem ég hef aðalega unnið með konum. En stærsta breytingin hjá mér var að vinna á svona fámennum vinnu­ stað en ég var vön að hafa fullt af fólki í kring um mig. Það er lítill munur á að vinna á „karlavinnu­ stað“ og „kvennavinnustað“ svo ég held að það verði auðvelt að stunda starf í hópi karla.“ Hvetur stelpur áfram Sesselja telur að þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst á sviði jafnréttismála sé þó enn að mörgu leyti langt í land og því áríðandi að vera vel vakandi. „Ég held að staðan í jafnréttis­ málum á Íslandi sé bara nokkuð góð, þó svo að það sé alltaf hægt að gera betur og við megum aldrei slaka á taumunum.“ Hún rifjar upp reynslu sína úr grunnskóla sem gerði það að verk­ um að hún þurfti að fara króka­ leiðir til þess að láta rödd sína heyrast. „Mín upplifun er sú að þegar ég var lítil var ekki hlustað á okkar skoðanir. Þegar ég talaði þá heyrði kennarinn einfaldlega ekki í mér og ef ég var ákveðin og kom minni hugmynd á framfæri þá var það ekki nógu góð hugmynd og mér sagt að setjast niður og ekki vera með þessa frekju. Besta leiðin til þess að koma sinni hugmynd á framfæri var að segja strákunum frá henni og koma henni þannig á framfæri. Þetta dró verulega úr sjálfstrausti á því að ég hafði eitt­ hvað raunverulegt fram að færa. Núna í dag er þetta sem betur fer að breytast þegar ég fór núna í skóla var hlustað jafn mikið á mig og strákana í kring um mig það er ótrúlegt hvað það hafði mikil áhrif á mig og mér fannst ég vera gildur meðlimur í hópnum.“ Sesselja hvetur stelpur til að vera óhræddar við „karlastörf“. „Ég hvet allar stelpur til þess að fara í það nám sem þær hafa áhuga á og ekki láta orð eins og „karla­ starf“ stoppa sig. Mér sýndist vera svona ein til tvær stelpur á önn í húsasmíði, allavega í helgar­ skólanum, þannig að þessar línur í sandinum um kvenna­ og karla­ störf eru að verða óljósari.“ Óljósari lína milli kvenna- og karlastarfa Sesselja Andrésdóttir, sem starfaði við fiskvinnslu um árabil, útskrif­ aðist nýverið sem húsasmiður frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. H I L M A . I S H Ö N N U N O G H A N D V E R K 10 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RKVENRÉTTINDABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.