Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 16
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ég tel að vitundar- vakning sé að verða í þessum málum og finn fyrir miklum vilja til breytinga almennt hjá stjórn- endum í atvinnulífinu. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Thelma Kristín Kvaran, verkefnastjóri Jafnvægis­vogarinnar, segir að það sé enn töluvert í land að settum markmiðum sé náð en allt sé þó á réttri leið í betri átt. „Við viljum virkja íslenskt við­ skiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir og fá sem flest fyrirtæki og stofnanir til þátttöku og þannig vekja sam­ félagið allt til hugsunar um virði þess að vera með jafnvægi og jöfn áhrif kynja í stjórnendahópnum. Þá má einnig nefna að við erum með flott mælaborð á heimasíðu Jafnvægisvogarinnar þar sem árlega er tekin saman tölfræði yfir hlutföll kynjanna í atvinnulífinu og hjá hinu opinbera,“ upplýsir hún. Verkefnið var formlega sett í gang árið 2018 en hafði þá verið í undirbúningi í nokkurn tíma. „Við höfum verið svo heppin að vera með einstaklega öfluga stjórn sem brennur fyrir málefninu og vinnur ötullega að því að vekja athygli á þessu með mér. Forsætisráðu­ neytið, Sjóvá, Deloitte og Pipar/ TBWA hafa svo verið verkefninu traustir bakhjarlar og veitt okkur mikinn stuðning í að berjast fyrir auknu jafnvægi í atvinnulífinu. Ég kom svo inn sem verkefnastjóri í upphafi árs, en verkefninu sinni ég samhliða starfi mínu sem stjórn­ endaráðgjafi hjá Intellecta, en þar vinn ég að ráðningum sérfræðinga og stjórnenda,“ bætir Thelma við og bendir á að síðustu tölur sýni að konur séu eingöngu 23 prósent af framkvæmdastjórum fyrirtækja á Íslandi. Megum ekki slaka á „Konur eru 34,7 prósent stjórnar­ manna í fyrirtækjum með 50 laun­ þega eða fleiri. Þrátt fyrir að hlut­ fallið hafi hækkað örlítið ár hvert erum við enn töluvert frá því að ná markmiðum þeirra laga sem sett voru árið 2010, en samkvæmt þeim átti hlutfall hvors kyns að vera yfir 40 prósent í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn. Þessu átti að vera búið að ná í september 2013, en árið 2020 höfum við enn ekki náð þessu,“ segir hún. „Þrátt fyrir þetta er Ísland efst á lista yfir stöðu kynjajafn­ réttis í heiminum. Það sýnir þann árangur sem náðst hefur á Íslandi Jafnvægisvogin leið til jafnréttis Markmið Jafnvægisvogar FKA er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja og stofnana. Markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið orðið minnst 40/60 í framkvæmdastjórnum. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, og Thelma Kvaran, verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar, hafa hér undirritað samkomulag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI undanfarna áratugi og ætti að virka hvetjandi á atvinnulífið og stjórnvöld að vinna áfram í málaflokknum. Jafnrétti hefur alls ekki komið af sjálfu sér heldur með mikilli baráttu. Við erum því miður ekki komin á þann stað að við getum leyft okkur að slaka á, því það eru enn margir landvinningar eftir í viðskipta­ lífinu og stjórnkerfinu. Það er mín ósk að með fleiri þátttakendum í Jafnvægisvoginni verði ákveðin vitundarvakning og hugarfars­ breyting sem smitar út frá sér um allt land. Það er hlutverk Jafnvægisvogarinnar að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Nú eru tæp þrjú ár síðan þessu verkefni var hleypt af stokkunum. Á þeim tíma hafa 73 fyrirtæki og opinberir aðilar skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að þau heiti því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar til næstu fimm ára. Torg ehf. er eitt þeirra fyrirtækja og erum við stolt af því að fá svona flott fyrirtæki til liðs við okkur og finnst mér ánægjulegt að finna fyrir svona miklum áhuga frá stjórnendum þess.“ Viðurkenningar veittar Þegar Thelma er spurð um eftir­ fylgni, svarar hún: „Við leggjum mikla áherslu á eftirfylgni og höldum strangt kynjabókhald. Ár hvert fáum við upplýsingar frá þátttökufyrirtækjum í verkefninu um fjölda starfsmanna, stjórn­ enda og millistjórnenda ásamt upplýsingum um hlutfall hvors kyns í stjórnendahópnum. Þannig getum við fylgst með þeirri þróun sem verður innan fyrirtækjanna og verður áhugavert að sjá hvort staðan batni milli ára, þar sem þörf var á. Verkefnið hefur verið kynnt með ýmsum hætti, við erum til dæmis með ráðstefnu árlega þar sem við höfum fengið öfluga fyrir­ lesara sem hafa unnið að jafnrétt­ ismálum með einum eða öðrum hætti. Ráðstefnan hefur fengið góða umfjöllun í fjölmiðlum og hefur verið þétt setin öll árin. Ráðstefnan verður næst haldin 14. október en þar veitum við viður­ kenningar til þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa náð mark­ miðum Jafnvægisvogarinnar.“ Fyrirmyndir í jafnrétti Hvaða máli skiptir það fyrir fyrir- tæki að taka þátt í verkefninu? „Fyrirtæki sem vinna ötullega að jafnréttismálum og eru með yfirlýsta stefnu líta til dæmis vel út í augum umsækjenda, það er bara þannig. Ég tek bara eftir því sem sérfræðingur í ráðningum að það hefur verið góður sölupunktur fyrir mig til umsækjenda að segja frá því að fyrirtækið sé með jafnt hlutfall kynja í framkvæmda­ stjórn. Síðan er það mitt hlutverk sem verkefnastjóri Jafnvægisvog­ arinnar að draga fram í sviðsljósið þau þátttökufyrirtæki sem eru að gera vel í þessum málum. Þá hafa þátttökufyrirtæki boðið í heim­ sókn og frætt aðra um hvernig þau hafa unnið að jafnréttismálum. Þetta er nefnilega samfélagsmál og þegar eitt fyrirtæki er búið að ná að jafna hlutfallið er það orðið fyrirmynd annarra. Ég vil fá enn fleiri fyrirtæki og stofnanir til liðs við okkur til að hjálpa okkur að dreifa boðskapnum,“ segir Thelma. Torg tekur þátt í Jafnvægisvoginni Torg sem gefur út Fréttablaðið og DV og rekur Hringbraut, skrifaði nýlega undir samning um þátt­ töku í Jafnvægisvoginni. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, segir að það sé sjálfsagt verkefni allra fyrirtækja að setja sér mark­ mið um að jafna hlut kynjanna á íslenskum vinnumarkaði, hvort sem það er í efsta stjórnunarlagi, það er stjórnum eða framkvæmda­ stjórnum, eða almennt innan eininga fyrirtækisins. „Við hjá Torgi höfum verið að ganga í gegnum miklar breytingar undan­ farna mánuði. Frá því ég tók við starfi forstjóra í október í fyrra höfum við tekið við sjónvarps­ stöðinni Hringbraut, sem var sam­ einuð félaginu í nóvember á liðnu ári, og miðlar DV urðu hluti af fjölmiðlum félagsins nú í mars. Það hefur því talsvert bæst við af góðu fólki í okkar raðir. Það var kominn tími til að taka saman núverandi stöðu og marka skýra og mark­ vissa stefnu og vegvísi í jafnréttis­ málum. Liður í því er að taka þátt í hreyfiaflsverkefni sem þessu.“ Vilji til breytinga „Ég tel að vitundarvakning sé að verða í þessum málum og finn fyrir miklum vilja til breytinga almennt hjá stjórnendum í atvinnulífinu. Vinnan hjá okkur er þegar hafin og höfum við markað jafnréttisstefnu og jafnréttis­ áætlun. Það er kannski auðvelt að setja sér skýr markmið og aðgerðaáætlun en mín reynsla er sú að í öllum áætlunum er mesta átakið að láta verkin tala. Það þarf að taka rétt og jöfn skref í átt að settu marki. Fyrsta skrefið er að ná yfirsýn yfir stöðuna í dag. Til að mynda eru kynjahlutföll hjá Torgi í heild sinni þannig að af öllu starfsfólki félagsins, alls 107 manns, eru 62% karlar og 38% konur. Í framkvæmdastjórn Torgs eru tveir karlar og tvær konur, þannig að hlutfallið þar er jafnt 50/50. Á ritstjórn Fréttablaðsins og tengdra vefmiðla eru 63% karlar og 37% konur, á ritstjórn DV og tengdra vefmiðla eru 55% konur og 45% karlar, á fjármála­ sviði 67% konur og 33% karlar en í framleiðsludeild eru 74% starfs­ fólks karlar en aðeins 26% konur. Staðan er því ólík eftir einingum og við þurfum að haga vinnunni eftir því.“ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RKVENRÉTTINDABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.