Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 2
Engin byggð eða mannvirki ættu að vera í hættu. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræð- ingur Við þurfum að breyta kúltúrnum og menningunni, koma því þannig fyrir að það sé ekki eðlilegt að konur verði fyrir ofbeldi. Stella Fjöldi þingmanna var á mælendaskrá um Sam- gönguáætlun í gær. Sumir í fjórða sinn. Veður Suðaustan 8-13 m/s, en hægari vindur norðvestanlands. Skýjað og þurrt að kalla um vestanvert landið, en þurrt og bjart austan til. Hiti 8 til 21 stig. SJÁ SÍÐU 16 SAMFÉLAG „Íslendingar hafa tekið ótrúlega vel í Fokk of beldi verk­ efnið. Við höfum selt í kringum tíu þúsund húfur og hálsklúta til að ná upp í þessa tölu,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Samtökin undirrituðu nýlega áframhaldandi samning við Vodafone, þar sem fyr­ irtækið hyggst styðja við verkefnið fjórða árið í röð. Á síðastliðnum þremur árum hefur verkefnið Fokk ofbeldi aflað 47 milljóna króna sem renna beint í að uppræta of beldi gegn konum og stúlkum í fátækari ríkjum heims. „Vodafone hefur greitt fyrirfram­ leiðslu á vörunum og þannig höfum við geta margfaldað ágóðann, sem rennur allur beint í þau verkefni sem við teljum brýnust hverju sinni,“ segir Stella, en ágóðinn hefur til að mynda farið í uppbyggingu kvennaathvarfs Jasítakvenna í Írak. Stella segir Fokk of beldi afar mikilvægan þátt í fjáröf lun UN Women og sér í lagi nú í kóróna­ veirufaraldrinum. „Í COVID­19 far­ aldrinum hefur orðið 30 til 40 pró­ senta aukning á tilkynningum um ofbeldi gegn konum, og tölur benda einnig til gríðarlegrar aukningar á þvinguðum barnahjónaböndum og limlestingum á kynfærum stúlkna,“ segir hún. Þá segir hún of beldi gegn konum vera heimsfaraldur, sem mikilvægt sé að uppræta. „Við spyrjum okkur hvenær verði litið á of beldi gegn konum nógu alvarlega til að við segjum stopp og tæklum það líkt og við höfum tæklað COVID­19 faraldurinn,“ segir Stella. „Við erum oft bara að plástra þetta vandamál. Við byggj­ um upp kvennaathvörf og reynum að gera það sem við getum, en það er ekki nóg. Við þurfum að breyta kúltúrnum og menningunni, koma því þannig fyrir að það sé ekki eðli­ legt að konur verði fyrir of beldi.“ Stella segir mikilvægt að koma ábyrgðinni frá þolandanum yfir á gerandann. „Konur þurfa alltaf að vera á varðbergi en nú þurfum við að snúa þessu við,“ segir hún. Fokk of beldi fer af stað í ágúst og eins og síðustu ár verður seldur varningur sem framleiddur verður í samstarfi við Vodafone. „Við verðum ekki með húfur í ár, heldur ótrúlega spennandi nýjan varning sem við munum greina frá seinna. Allur ágóðinn rennur svo til of beldismála í tengslum við COVID­19. Þörfin hefur aldrei verið meiri en akkúrat núna.“ birnadrofn@frettabladid.is Tugir milljóna safnast vegna Fokk ofbeldis Fokk ofbeldi, sem miðar að því að uppræta ofbeldi gegn konum, hefur á síðastliðnum þremur árum aflað 47 milljóna. Framkvæmdastýran segir þörf fyrir starf félagsins aldrei hafa verið meiri, vegna aukins ofbeldis í heiminum. Lettneski listamaðurinn og umhverfishönnuðurinn Einars Timma, var í gær að leggja lokahönd á strandlistaverk sitt í Kolaportinu. Hann segir að innblásturinn að verkinu sé COVID-19 faraldurinn, en markmiðið sé að gefa fólki kost á að komast á ströndina þrátt fyrir ferðatakmarkanir. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Kolaportinu að undanförnu, en opið verður frá klukkan 11-17 alla helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Strandlíf í miðborginni Samtökin UN Women á Íslandi hafa frá árinu 2012 haldið viðburðinn Milljarður rís, dansbyltingu gegn kynbundnu ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ELDGOS Vísindaráð almannavarna fundaði í gær með starfsmönnum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands vegna hræringa í eldstöðinni Grímsvötnum í Vatnajökli. Talið er að bæði eldgos og jökulhlaup gætu hafist á næstu dögum, vikum eða mánuðum. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segist búast við litlu til meðalstóru gosi, sem ætti ekki að valda miklu raski frekar en hlaupið. „Engin byggð eða mann­ virki ættu að vera í hættu. Brúin á Skeiðarársandi ætti að þola stórt hlaup og þetta ætti heldur ekki að ógna veginum,“ segir Magnús. „Það gæti hins vegar orðið öskufall og því gæti þurft að passa upp á f lugum­ ferð. En eins og er sofa allir rólegir.“ Stórt gos varð í Grímsvötnum árið 2011 og síðan þá hefur kvika safnast upp í eldstöðinni. Á dög­ unum mældi Veðurstofan mikið magn brennisteinsdíoxíðs í lofti við Grímsvötn, það mesta sem mælst hefur á Íslandi þegar eldgos er ekki í gangi. Þá hefur jarðhiti hækkað á svæðinu og jarðskjálftavirkni sömuleiðis. Vatnshæð mælist nú mikil í Grímsvötnum. Þegar jökulhlaup verður og þrýstingurinn minnkar er líklegt að gos fylgi í kjölfarið, en ekki öruggt að það gerist samfara. Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins og hefur gosið þar á fimm til tíu ára fresti undanfarna áratugi. Alls hefur hún gosið 13 sinnum frá árinu 1902 og sennilega meira en 100 sinnum frá landnámi. – khg Gæti gosið í Grímsvötnum STJÓRNMÁL „Það er vel mögulegt að það verði þingfundur á laugar­ dag,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Samkvæmt starfs­ áætlun er gert ráð fyrir þinglokum næsta fimmtudag, 25. júní. Enn er stefnt að því að ljúka störf­ um á réttum tíma. „En þetta gengur rólega í augnablikinu,“ segir Stein­ grímur og vísar til þess að fjöldi þingmanna var enn á mælenda­ skrá um samgönguáætlun þegar þingfundi lauk í gærkvöldi, sumir í fjórða sinn. Aðspurður segir Steingrímur unnið að því að afmarka þau mál sem stefnt er að því að ljúka nú, og sú vinna sé í höndum formanna þingflokka. – aá Fundað á þingi yfir helgina 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.