Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 17
Hlutirnir breytast hins vegar hratt og það er gaman að fylgjast með og taka þátt í þróun inni sem er í gangi í orkugeiranum. Það reynist ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höf- uðið, oft erfitt að nýta allt orlofið og þá styttist því miður frekar tími föðurins. Á þessu þarf að finna lausnir. Fyrsta verkefni Guðlaugar var því að byggja upp fjármála-sviðið hjá Landsneti. „Þetta voru krefjandi tímar og gaman að takast á við svo stórt verkefni hjá svo stóru fyrirtæki. Í dag er starf mitt komið í fastari skorður en stefnan er þó alltaf að leita nýrra leiða og þróast áfram. Ég fer með almenna stjórnun fjármála, sam- ræmingu vinnu á sviðinu, mörkun stefnu og vinn með stefnu félagsins innan sviðsins og í samstarfi við önnur svið. Ég er staðgengill for- stjóra og sit í framkvæmdastjórn. Einnig sit ég í áhætturáði hjá Landsneti og neyðarstjórn.“ Yfirgripsmikið fjármálasvið Á fjármálasviði Landsnets sér sterkur hópur um yfirgripsmikla málaflokka. „Okkar ábyrgð er fjárstýring, fjármögnun, reikn- ingshald og uppgjör. Áhættumat félagsins er hjá okkur sem og inn- kaup, birgða- og lagermál félags- ins. Við erum með greiningar, áætlanir og viðskiptagreind og sjáum um rekstur mötuneytis, skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis. Millistjórnendur sviðsins eru tveir, karl og kona, rekstur mötu- neytis er í höndum karls og svo er ég framkvæmdastjóri fjármála. Stýring á sviðinu er því jöfn milli karla og kvenna.“ Áætlar fjárfestingar um 11-12 milljarða króna á ári Fjárfestingar Landsnets eru umfangsmiklar og er áætlað að þær verði um 11-12 milljarðar króna í lok árs. Svipað er uppi á teningnum næstu ár. „Undanfarið Saman myndum við sterka heild Áður en Guðlaug Sigurðardóttir hóf störf hjá Landsneti var starfsemi fjármálasviðs að mestu út- vistað annars staðar. Nú starfar hún farsællega sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti. Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri fjármála hjá Landsneti, er bjartsýn á framtíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þrátt fyrir að dagurinn sé skipulagður fyrir fram eru allar líkur á að hann verði allt öðruvísi en upphaflega stóð til. Það er hluti af því að vera í mann- auðsmálum og gerir þau bæði skemmtileg og krefjandi,“ segir Valka. Helstu ábyrgðarsvið Völku eru að samræma verklag sem tengist mannauðsmálum, eins og ráðningum, fræðslu, starfsþróun og þjálfun, launavinnslu og túlkun kjarasamninga, heilsu og velferð starfsfólks, vinnustaðagreiningar og starfslok. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að styðja við samstarfs- fólkið mitt og aðstoða stjórn- endur við að tryggja að faglega sé staðið að ákvörðunum sem lúta að mannauðinum í fyrirtækinu. Við leggjum mikið upp úr gildunum okkar sem eru ábyrgð, samvinna og virðing. Þau eru grunnurinn að því hvernig við störfum og þarf ávallt að hafa í huga í öllum sam- skiptum og vinnubrögðum.“ Hlutirnir breytast hratt Valka er með Cand Psych. próf frá Háskóla Íslands og starfsleyfi sem sálfræðingur. „Eftir BA í sálfræði hóf ég störf í mannauðsmálum hjá einu af olíufélögunum og eftir það varð ekki aftur snúið. Í framhaldsnámi lagði ég áherslu á vinnusálfræði og klíníska sálfræði fullorðinna. Þá tók ég diploma í rekstrar- og viðskiptafræði því ég vildi skilja betur fyrirtækjarekstur Jafnréttisáætlun í „karlabransa“ Valka Jónsdóttir tók við starfi mannauðsstjóra hjá Landsneti í nóvember 2016. Hún segir starfið fjölbreytt og að engir tveir dagar séu eins. Núna vinnur hún að metnaðarfullri jafnréttisáætlun. Valka Jóns- dóttir, mann- auðsstjóri Landsnets, er spennt að taka þátt í þróuninni sem er í gangi í orkugeiranum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR höfum við aukið fjárhagslegar greiningar og upplýsingagjöf í undirbúningi framkvæmda. Einnig höfum við innan okkar raða innkaupfólk er sér um ráð- gjöf í innkaupum, útboðum og samningum sem þegar er farið að undirbúa fyrir næsta ár.“ Þrjú á leið í fæðingarorlof „Hjá okkur er sveigjanlegur vinnu- tími og við reynum að koma til móts við þarfir starfsfólksins. Við sjáum unga fólkið takast á við sín verkefni með öðrum kröfum hvað varðar samræmingu vinnu og einkalífs. Ég tel að breytingar síðustu áratugi á fæðingarorlofi varðandi lengd, greiðslur og þátt- töku föður, hafi haft mikið að segja í jöfnun á réttindum karla og kvenna. Þrír starfsmenn á fjár- málasviði eru á leið í fæðingarorlof, ein kona og tveir karlmenn. Ég sé samt að við eigum enn eitthvað í land. Það reynist ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, oft erfitt að nýta allt orlofið og þá stytt- ist því miður frekar tími föðurins. Á þessu þarf að finna lausnir.“ Mynda saman sterka heild Guðlaug hefur alla tíð unnið í frekar karllægu umhverfi. „Fyrstu starfsárin var ég í skrifstofu- og fjármálastjórn í stærri sjávar- útvegsfyrirtækjum. Síðan var ég fjármálastjóri í sveitarfélagi og nú í raforkugeiranum. Konur hafa í auknum mæli komið inn í sveitarstjórnir og í raforkugeirann en sjávarútvegurinn er enn með fáar konur við stjórnvölinn, sem er miður. Ég hef stýrt einsleitum hópum og blönduðum og ég finn hvað blöndun og kynjajafnvægi eru mikilvæg. Við erum öll ólík en saman myndum við sterka heild. Ég legg ávallt áherslu á að ráða hæfasta einstaklinginn í hvert starf. Þannig myndast jafnvægi á milli kynja í starfshópnum.“ Nýlega samþykkti Landsnet nýja jafnréttisáætlun til næstu þriggja ára. „Þar er áhersla lögð á jöfn laun, jöfn tækifæri, þróun og fræðslu hjá Landsneti. En það þarf líka að horfast í augu við að fjöl- mennustu greinarnar hjá okkur eru karllægar, eins og í rafvirkjun og rafmagnsverkfræði. Það er erfitt að fá konur í þessi störf því mjög fáar umsóknir koma frá þeim. Ef við viljum breyta þessu þarf að fara í rótina og vinna í þessu innan skólakerfisins. Það þarf að skoða skilaboðin sem börn fá strax í grunnskóla og hvaða áhrif þau hafa á val þeirra þegar kemur að menntun. Það er erfitt að ætla að ná jöfnum hlutföllum karla og kvenna í störfum ef einungis annað kynið velur sér umrædda leið.“ og fjármál. Hefur þessi þekking nýst mér afar vel í starfi mínu. Ég virðist dragast að fyrirtækjum í bransa sem hefur verið talinn „karllægur“. Hlutirnir breytast hins vegar hratt og það er gaman að fylgjast með og taka þátt í þróun- inni sem er í gangi í orkugeiranum.“ Áætlunin vel á veg komin Jafnrétti á vinnustaðnum og víðar, sem og virðing fyrir einstaklingum og fjölbreytileika skiptir Völku miklu máli. „Mannauðsstjóri þarf ávallt að hafa jafnræði í huga sem felst í því að samræma reglur um mannauðsmál og tryggja að jafnt gangi yfir alla. Öll höfum við mismunandi hlutverk sem kalla á ólíka ábyrgð, en það veitir ekki mismunandi rétt til virðingar. Síðasta ár var farið í þá vegferð að vinna jafnréttisáætlun og innlima jafnrétti betur í dagleg störf. Mér fannst mikilvægt að sem flestir kæmu að gerð jafn- réttisáætlunarinnar svo að hún endurspeglaði fjölbreytileikann og innihéldi aðgerðir sem skipta okkur öll máli. Við óskuðum því eftir fjölbreyttum hóp sjálf boða- liða sem endurspeglaði sjónarmið starfsfólks í fyrirtækinu til að taka þátt í þessari vinnu. Ákaflega vel tókst til og hópurinn sýndi frum- kvæði og útsjónarsemi sem endaði í jafnréttisáætlun sem við erum ákaflega ánægð með. Vegna þess hversu jafnréttismál og mann- auðsmál tengjast sterkum böndum var ákveðið að endurskoða mannauðsstefnuna okkar og gefa út mannauðs- og jafnréttisstefnu, sem inniheldur jafnréttisáætlun sem hluta af aðgerðaáætluninni.“ Jafnlaunavottun Landsnets Landsnet stefnir á að ná mark- miðum sínum í desember 2022. „Markmiðin nást með samstöðu og samvinnu starfsfólks. Við erum framfaramiðuð og metnaðarfull og viljum ná árangri í því sem við tökum að okkur. Mikið hefur áunnist í mannauðsmálum hjá Landsneti á síðustu árum en jafn- framt er nóg eftir, því við leitum sífellt lausna til að gera betur í dag en í gær. Nú þegar höfum við náð nokkrum markmiðum jafnréttis- áætlunarinnar og eitt af þeim er jafnlaunavottun. Það var gert í miðju Covid-tímabilinu í fjar- vinnu og úttektin einnig. Ég lít svo á að við séum enn á upphafspunkti og nú hefjist fyrir alvöru vegferð við að viðhalda núverandi árangri og gera umbætur á stjórnkerfinu svo við verðum enn betri í að stýra launamálum og auka launajafn- rétti.“ KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 KVENRÉTTINDABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.