Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 12
Tíminn minn hjá Wolfsburg hefur verið frábær og það verður mjög skrýtið að fara héðan. Mér finnst þetta hins vegar rétti tímapunkturinn til þess að breyta til. Sara Björk Gunnarsdóttir FÓTBOLTI Sara Björk er á sínu síðasta ári hjá þýska liðinu Wolfsburg, en eftir að hafa leikið með liðinu í fjögur keppnistímabil, hefur hún ákveðið að yfirgefa herbúðir liðsins þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Á mið- vikudaginn varð ljóst að hún mun kveðja liðið sem fjórfaldur Þýska- landsmeistari. Sara segir að þrátt fyrir að frá- bærlega hafi gengið innan vallar, þá hafi tíminn hjá Wolfsburg verið allt í senn skemmtilegur, viðburða- ríkur og erfiður. Ýmislegt hafi gengið á hjá sér og hún hafi lent í ofþjálfun líkamlega og andlegum erfiðleikum á þeim tíma sem hún hefur verið hjá þýska liðinu. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega að tímabilið hafi verið klárað og að við höfum náð að landa þýska meistaratitlinum á mínu síð- asta ári hjá liðinu. Það hefði verið glatað ef tímabilinu hefði verið hætt og ég hefði ekki náð að kveðja liðið almennilega. Ég finn fyrir miklum létti yfir að titillinn sé í höfn og nú er bara að klára leiktíðina með bikar- meistaratitli og góðum árangri í Meistaradeildinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Þessi fjögur ár hjá Wolfsburg hafa verið gríðarlega lærdómsrík. Eftir standa auðvitað titlarnir sem við höfum unnið og ég er stolt af, en að baki þeim er gríðarleg mikil vinna. Þrátt fyrir sigursæl fjögur ár þá hefur tíminn ekki verið eintómur dans á rósum og fólk kannski áttar sig ekki á því hvað það þarf að leggja mikið á sig til þess að ná þeim árangri sem við höfum náð,“ segir landsliðsfyrir- liðinn. „Það má í raun segja að fyrsta leiktíðin hafi verið hvort tveggja í senn, sú skemmtilegasta og um leið erfiðasta, líkamlega og andlega. Það var allt nýtt og gríðarlega spennandi fyrir mér hjá Wolfsburg. Þá gekk mér persónulega og liðinu vel, sem var góð tilfinning. Ég tók hins vegar lítið frí eftir að ég kom frá Rosengård og eftir fyrsta tímabilið fór ég beint á Evrópumótið sumarið 2017,“ segir þessi öflugi leikmaður. Lenti á vegg andlega eftir að Evrópumótinu lauk árið 2017 „Eftir EM lenti ég bara á vegg andlega séð. Ég átti í persónulegum erfið- leikum sem ég hafði ýtt til hliðar í töluverðan tíma og ekki dílað við. Ég var að koma mér inn í liðið hjá Wolfsburg og vildi ekki sýna á mér neinn veikleika þar. Hlutverk mitt sem leiðtogi íslenska landsliðsins varð svo til þess að ég setti ekki mína hluti í fyrsta sæti. Þá fann ég fyrir miklum kvíða og fékk kvíðaköst. Ég leitaði þá til sál- fræðings sem hjálpaði mér mikið. Ég náði bata og leið vel í nokkurn tíma, þangað til ég fann fyrir niðursveiflu aftur. Þá notaði ég þau trix sem sál- fræðingurinn kenndi mér og náði mér á strik á nýjan leik. Þessi tími kenndi mér mikið og það sem skipt- ir mig mestu máli er að setja ekki vandamálin ofan í skúffu, heldur tækla þau um leið og þau láta á sér kræla. Þetta hefur mótað mig sem manneskju,“ segir Sara Björk. „Tíminn hjá Wolfsburg hefur verið frábær og það verður mjög skrýtið að fara héðan. Ég er svona fyrst núna að ná að leiða hugann almennilega að því að það séu kaflaskil fram undan. Mér finnst þetta hins vegar réttur tímapunktur til þess að breyta til og fara annað þar sem ég þarf að sanna mig upp á nýtt. Æfingakúlturinn hér í Þýskalandi hefur tekið sinn toll af líkamanum og það verður gott að komast í annað umhverfi. Ég hef bætt mig umtals- vert tæknilega og taktískt séð hérna en það er hollt fyrir mig að fá nýja áskorun. Ég mun sakna leikmann- anna sem ég hef spilað með og þá kannski sérstaklega Pernille Harder sem ég hef tengst sterkum böndum. Af þeim leikmönnum sem ég hef spilað með hjá Wolfsburg og standa upp úr, má svo nefna Caroline Han- sen, Ewu Pajor, Alexöndru Popp og Nillu Fischer,“ segir miðjumaðurinn sem hefur verið orðuð við Lyon og Barcelona. hjorvaro@frettabladid.is Ekki eintómur dans á rósum Sara Björk Gunnarsdóttir segir að árin fjögur hjá Wolfsburg hafi liðið eins og 20 ár. Margt hafi gerst bæði innan vallar og utan. Sara Björk kveðst hafa lært að takast betur á við andlega erfiðleika á síðustu árum. Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir varð fyrr í þessari viku Þýskalandsmeistari með Wolfsburg, í fjórða skipti á fjórum árum. MYND/WOLFSBURG FÓTBOLTI Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, talaði afar fallega um Marcus Rashford á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Tottenham í kvöld. Hann sagð- ist vera gríðarlega stoltur af honum, en Rashford fékk ríkisstjórn Breta til að snúa við ákvörðun um matar- pakka fyrir fátæk börn. Er hann hylltur sem þjóðhetja. „Það er heiður fyrir mig að þjálfa Marcus og það hefur verið frábært að fylgjast með honum og hans verkum í samkomubanninu. Ekki aðeins fékk hann forsætisráðherra landsins til að snúa við ákvörðun sinni, því hann hefur verið mjög virkur og sýnilegur í baráttunni gegn fátækt undanfarna mánuði,“ sagði Solskjær meðal annars. „Hann er dásamlegur maður og hvernig hann hefur nýtt sér sína eigin reynslu til að hjálpa svona mörgum börnum, hefur verið frá- bært. Við, sem félag, erum mjög stolt af honum.“ Rashford safnaði 20 milljónum punda fyrir góðgerðafélag og breyt- ingin hjá ríkisstjórninni mun kosta um 120 milljónir punda. Talið er að það hafi áhrif á 1,3 milljónir barna. Flestir spá því að hann taki einn daginn við fyrirliðabandinu hjá Manchester United. „Hann hefur þegar verið fyrirliði hjá Manchester United og er fram- tíðarleiðtogi liðsins. Hver veit nema það verði líka fyrir England eins og Mancester United? Þrátt fyrir ungan aldur sýnir hann það nánast á hverjum degi hversu dásamlegur hann er og við gætum ekki verið stoltari að hafa hann innan okkar raða.“ Rashford, sem og Paul Pogba, er heill heilsu og þeir ættu að byrja leikinn gegn Tottenham sem hefst um kvöldmatarleytið. – bb Ole Gunnar Solskjær lýsti manngæsku Marcus Rashford Marcus Rashford á æfingu í vikunni. Hann er orðinn einn umtalaðasti leik- maður heims, eftir góðverk sín í samkomubanni Breta. MYND/GETTY FÓTBOLTI UEFA hefur staðfest að sambandið muni slaka á FFP-regl- unum, eða Financial Fair Play í sumar. FFP-reglurnar miða að því að félög eyði ekki um efni fram. Félögum sem ekki fara eftir reglum getur verið refsað og þau sett í bann frá keppnum UEFA, eins og Man- chester City lenti í. En vegna COVID-19 ástandsins ætlar UEFA að slaka á reglunum, enda eru fjölmörg félög að berjast í bökkum. Flest félög eru til í að selja sína bestu leikmenn til að bjarga næsta tímabili, en fá lið geta keypt. Chelsea reyndar keypti Timo Wer- ner. FFP-reglurnar komust í gagnið árið 2011 og samkvæmt yfirlýsingu UEFA er ástandið sagt vera þannig að félögin um álfuna þurfi meiri tíma til að komast á réttan kjöl. Manchester United og Chelsea, auk félaga með forríka eigendur, eru sögð ætla að nýta sér þetta gat og fjárfesta grimmt. Sem gæti verið slæmt fyrir komandi Englands- meistara Liverpool, því Fenway Sport group, eigandi félagsins, er mikill aðdáandi FFP-reglnanna og ekki fús að tæma vasana fyrir skammtímaárangur. Félagið bakk- aði út úr viðræðum við Werner. UEFA hefur einnig óskað eftir því að félagaskiptaglugginn lokist á sama tíma í álfunni og hefur 5. október verið nefndur. Sambandið tilkynnti að félög verði að skila leik- mannalistum fyrir riðlakeppnir Meistara- og Evrópudeildarinnar þann 6. október. – bb UEFA breytir FFP-reglunum Philippe Coutinho fer væntanlega frá Barcelona í sumar, eftir heldur misheppnaða dvöl í borginni. FÓTBOLTI Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að samband hans og Gareth Bale sé, og hafi allaf verið, gott. „Þegar hann er ekki að spila þá fara fjölmiðlar alltaf að tala um að samband okkar sé skelfilegt,“ sagði Zidane á blaðamannafundi. „Við vitum hvað hann hefur gert fyrir félagið og hverju hann hefur afrek- að síðan hann kom til félagsins. Ég virði hann og ég get ekki stjórnað hvað þið skrifið, en samband mitt við hann er frekar eðlilegt myndi ég segja.“ – bb Zidane blæs á sögusagnir 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.