Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 23
Hönnunarsprett- irnir okkar eru aðlagaðir okkar við- skiptavinum hverju sinni og höfum við um þriggja ára reynslu í þeirri vinnu. Stokkur er hugbúnaðar-fyrirtæki sem sérhæfir sig í öppum, bæði hönnun og þróun. Raquelita er framkvæmda- stjóri Stokks og Snædís er verk- efnastjóri en þær eru báðar tölvunarfræðingar að mennt frá Háskólanum í Reykjavík. Þær segja tölvugeirann fjölbreyttari en margir gera sér í hugarlund og störfin margs konar. „Við hjá Stokki höfum verið að þróa öpp, bæði okkar eigin og fyrir viðskiptavini í 13 ár. Hjá okkur starfa núna níu manns, þar af tvær konur. Eðlilega viljum við jafna þessi hlutföll en það hefur verið mjög erfitt að fá inn umsóknir frá konum, á meðan karlar senda inn umsóknir vikulega, stundum daglega, í gegnum netfangið okkar og Alfreð Atvinnuleit. Ætli þær bestu séu ekki nú þegar með störf,“ segir Raquelita og brosir glettnis- lega. Hún hóf að vinna hjá Stokki meðfram námi árið 2015 sem prófari, fór þaðan í verkefna- og gæðastjórnun og tók síðan við sem framkvæmdastjóri mánuði eftir útskrift frá HR árið 2018. Stokkur býður upp á ýmsar lausnir, sem eru sniðnar að þörfum viðskiptavinanna. „Við gerum allt frá grunni, hvort sem um er að ræða öpp, vefsíður eða bakenda. Við erum sterkust í apphönnun og appþróun en erum einnig með vefi og bakenda. Við gerum öpp fyrir mismunandi fyrirtæki á mismun- andi sviðum. Með góðri þarfa- greiningu með viðskiptavinum skiptir ekki máli hvernig þjónustu eða rekstur á við, við þróum öpp fyrir alla sem vilja auka þjónustu- stig sitt. Við höfum gert öpp fyrir fyrirtæki eins og Strætó, Domino’s, ASÍ, Einkaklúbbinn, Íslenska Getspá og Getraunir, Olís, Löður, Landsnet, Veðurstofu Íslands, Fiskistofu og svona gætum við haldið áfram,“ segir Raquelita. Hönnunarsprettur á fimm dögum „Við bjóðum líka upp á þjónustu sem kallast Hönnunarsprettur, og erum við ótrúlega stolt af þeirri vinnu. Hönnunarsprettirnir okkar eru aðlagaðir okkar viðskiptavin- um hverju sinni og höfum við um þriggja ára reynslu í þeirri vinnu. Með því að taka hönnunarspretti erum við að fá svör á einungis fimm dögum sem annars hefði mögulega tekið marga mánuði. Hönnunarspretturinn er gerður til að hámarka árangurinn og sjá til þess að allir hagsmunaðilar séu með sömu sýn á kerfið,“ segir Snædís. Þegar þær eru spurðar hvaða verkefni eru fram undan kemur í ljós að Stokkur er með mörg járn í eldinum. „Við erum ótrúlega spenntar fyrir öllu því sem er á dagskrá hjá okkur næstu mánuði og það er margt í pípunum, en ekkert sem að við getum sagt frá að svo stöddu þar sem að við erum bundnar trúnaði. Nýjasta appið okkar sem kom út núna um daginn er Getrauna-appið með 1X2 og Lengjunni, sem við þróuðum með Íslenskum getraunum. Það er hægt að fylgjast með okkur á sam- félagsmiðlum, við erum dugleg að pósta ýmislegu þar,“ segir Snædís glaðlega. En skyldi starfsemin hafa breyst í kjöfar COVID-19? „Starfsemin breyttist lítið sem ekkert, enda er hún þannig að við getum unnið hvaðan sem er í heiminum. Við unnum heima í kannski fjórar vikur og tókum daglega fjarfundi þaðan. Fólk var misánægt með að vinna heima, enda misgóðar aðstæður hjá fólki. Sumir eru með börn og aðrir ekki og þess háttar. Annars gekk okkur vel að takast á við COVID-19,“ segir Raquelita. Ekki láta vaða yfir sig Þegar þær eru spurðar hvernig sé að vera kona í tölvuheimi segja þær að að sé virkilega gaman en á sama tíma mjög krefjandi. „Þetta er jú karllægur heimur og eflaust einhverjar áskoranir sem við þurfum að takast á við sem karlar upplifa ekki, en í heildina litið er þetta ótrúlega gefandi og skapandi heimur sem býður upp á mörg tækifæri,“ segir Raquelita. „Ég finn fyrir því að konum er að fjölga í tæknigeiranum og þær geta verið duglegar að taka pláss og láta í sér heyra. Áður en ég kom til Stokks sótti ég aðallega um for- ritunarstörf og áttaði mig ekki á fjölbreytninni innan tölvugeirans fyrr en ég kom til Stokks. Núna vinna ég sem verkefnastjóri, próf- ari, hönnuður og margt f leira sem tengist ekki forritun en er 100% í hugbúnaðarþróun,“ segir Snædís. „Það þarf samt að vekja enn meiri athygli á tölvunarfræði og upplýsingatækni og eyða þeirri ímynd að störfin í þessum bransa tengist að mestu forritun. Sem dæmi erum við hvorugar að forrita en við gegnum báðar mikilvægum hlutverkum hjá Stokki,“ segir Raquelita. Ekki stendur á svörum þegar þær eru beðnar um ráð fyrir konur sem hafa áhuga á að starfa innan tölvu- og tæknigeirans. „Passa sig á að vera alltaf samkvæmar sjálfri sér og láta hvorki karla né konur vaða yfir sig. Það er líka mikilvægt að sýna frumkvæði og hafa skoð- anir á hlutunum,“ segir Snædís. „Eitt ráð sem ég myndi sérstaklega vilja nefna er að aldrei ganga út af fundi nema hafa sagt eitthvað, þó að það sé ekki nema ein spurning eða brandari. Láttu taka eftir þér,“ segir Raquelita. „Til eru hagsmunasamtök sem að við hvetjum allar konur í upp- lýsingatækni til að skrá sig í, til dæmis VERTOnet, sem Raquelita er nýkomin í stjórn hjá. Þar geta konur eflt tengslanet sitt við aðrar konur í þessum bransa ásamt því að sækja áhugaverða viðburði,“ segja þær að lokum. Hugbúnaðarþróun er svo miklu meira en bara forritun Stokkur er leiðandi fyrirtæki í appþróun hérlendis og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Hér er rætt er við þær Raquelitu Rós Aguilar framkvæmdarstjóra og Snædísi Zanoria Kjartansdóttur verkefnastjóra sem segja tölvugeirann mun fjölbreyttari en margir geri sér í hugarlund. Snædís og Raquelita segja mikilvægt að konur séu samkvæmar sjálfum sér og láti hvorki karla né konur vaða yfir sig. Mikilvægt sé að sýna frumkvæði og hafa skoðanir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI KYNNINGARBLAÐ 9 F Ö S T U DAG U R 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 KVENRÉTTINDABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.