Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 11
Líklega þarf að horfast í augu við það, að til þess að geta notið þess sem er fagurt þarf gjarnan að umbera það sem er hrikalegt. ALLA VIRKA DAGA KL. 7-10 Margt væri eflaust betra, fallegra og skynsamlegra í heiminum ef Bill Gates hefði fæðst á undan Guði og hefði verið búinn að finna upp töflu- reikninn Excel áður en almættið tók til við að skapa heiminn. Þá hefði Guð getað unnið skipulegar að sköpunarverkinu og getað komið í veg fyrir alls konar óhag- ræði sem hlýst af ónógum undir- búningi á fyrstu stigum áætlunar- gerðarinnar. Með örlítið meiri fyrirhyggju hefði til dæmis mátt skapa veröld þar sem tré væru ekki mismunandi há heldur öll nákvæmlega eins þannig að þau pössuðu betur inn í sögunarverk- smiðjurnar og auðveldara væri að reikna út endurnýjunargetu, landnýtingu og flutningskostnað í tengslum við trjárækt. Með betri tól til verkefnastjórnunar hefði Guð kannski skapað heim þar sem dýrin færu meira í beinum línum milli áfangastaða í staðinn fyrir að eyða orku í að hlaupa, synda og fljúga út um alla trissur og jafnvel í hringi. Almennileg hönnun á heim- inum, með stuðningi nútímalegra Um fegurð fólks og fjalla Í DAG Þórlindur Kjartansson skipulagsfræða og með hag- kvæmni að leiðarljósi, hefði líka komið í veg fyrir hin hörmulegu hönnunarmistök að hafa öll fjöll svo brött og óslétt á yfirborðinu að ómögulegt er að komast upp á þau á bílum. Auðvitað vita allir að fjöll eru nauðsynleg í nútímasamfélagi til þess að skapa fallþunga vatns til rafmagnsframleiðslu; en mikið hefði mátt sparast ef hönnun fjalla og árfarvega hefði frá byrjun tekið mið af þessum tilgangi, en ekki lotið handahófskenndum tiktúrum jarðhræringa, veðrunar og framrásar skriðjökla. Að hugsa sér sóunina sem þetta fyrirhyggju- leysi hefur leitt af sér. Gallað fólk En það er ekki bara náttúran sem hefði getað notið góðs af betri hönnun. Mannfólkið hefði líka gjarnan mátt vera miklu fyrir- sjáanlegra, agaðra, meðfærilegra, duglegra, þægara og ekki eins gallað, brotið, ósamvinnuþýtt og óskynsamt eins og algengt er. Hvernig má það vera að sumt fólk eigi erfitt með að sofna á kvöldin, vakna á morgnana, hreyfa sig nægilega mikið og borða hollustu? Hefði ekki verið miklu skynsam- legra ef mannfólkið gæti slökkt á sér eins og vél og vaknað eins og fullhlaðinn snjallsími á hverjum morgni á sama tíma? Að það sæktist einungis í að borða það sem er hollt og inniheldur nákvæmlega þá orku sem þarf að nota, hvorki meira né minna? Var ekkert hugsað út í þetta í hönnunarferlinu? Auðvitað er þetta bara toppur- inn á ísjakanum, kannski meira að segja bara toppurinn á toppnum á ísjakanum. Fyrir utan allt þetta óhagræði sem snýr að líkamlegri starfsemi mannsins—hvað má þá segja um allan þann aragrúa af sjálfskaðandi hegðun sem fólk hefur tilhneigingu til að leiðast út í? Fólk tekur glórulausa áhættu á reiðhjólaferðum í torfærum, með því að reykja sígarettur eða nota áfengi og önnur efni sem rugla dómgreindina og geta komið fólki í meiriháttar vandræði. Og hefði ekki verið skynsamlegri hönnun að koma í veg fyrir margvíslegt tilfinningarót í tengslum við til- hugalíf og ást, með því að leiða saman í eitt skipti fyrir öll fólkið sem passar saman til að giftast, og koma þannig algjörlega í veg fyrir ástarsorgir unglinga, hjóna- skilnaði miðaldra fólks og eftirsjá öldunga? Væri ekki líka betra ef fólk fæddist inn í sitt eigið bæjar- félag í sínu eigin landi og léti sér aldrei detta í hug að það lang- aði til þess að þvælast eitthvert annað, nema brýna nauðsyn bæri til. Mikið hefði mátt spara í alls konar veseni ef þarfagreiningar og verkefnalýsingar hefðu legið fyrir með nægilegum fyrirvara áður en mannkynið var skapað. Að slétta úr misfellum Endalaust má velta fyrir sér hvernig hægt væri að hanna heiminn miklu betur en hin til- viljanakennda framrás sögunnar hefur gert. Og margir hafa einmitt sýnt af sér mikla hugkvæmni í gegnum tíðina í þeirri viðleitni að greiða úr öllum þeim flækjum sem sköpunarverkið í sinni ósnortnu mynd býður upp á. Það mætti jafnvel kalla þessa viðleitni eina af undirstöðum sjálfrar siðmenn- ingarinnar. Mennirnir byggja vegi og reisa virkjanir, brúa ár og grafa göng, gera hafnir og hlaða upp árbakka. Við gerum alls konar til- raunir til þess að hafa áhrif á nátt- úruna og beygja hana undir þarfir okkar og vilja. Mennirnir sjálfir gera líka marg- víslegar tilraunir á sjálfum sér til þess að lagfæra misbresti og slétta úr misfellum, bæði líkamlegum og andlegum. Eflaust er ekki til sú manneskja sem hefur ekki sífellt á prjónunum ýmiss konar fyrirætl- anir um að bæta sig með einhverju móti og þá yfirleitt í þá átt að því að vera meira áreiðanleg, minna óútreiknanleg, sléttari og felldari. Og það er allt gott og blessað, því þannig aðskiljum við okkur frá öðrum dýrategundum og það er einmitt líka hluti af siðmenn- ingunni. En þrátt fyrir allt óhagræðið sem fyrirfinnst í náttúru, bæði manns og umhverfis, þá er erfitt að neita því að það er gjarnan hið óbeislaða afl í hvoru tveggja sem við hrífumst mest af. Og oft blandast saman hið hrikalega og hið stórfenglega í bæði fjöllum og fólki—þannig að útkoman verður í senn fögur og ægileg. Þetta á ekki síst við um fólk sem nær óvenju- legum árangri til dæmis í listum, íþróttum og vísindum; og í ein- hverjum mæli um okkur hin líka. Hrikaleg fegurð Sums staðar um heiminn er nú með réttu verið að rífa niður styttur af einstaklingum sem aldr- ei áttu erindi upp á háan stall. En í slíkri reiðibylgju er líka hætt við að margir aðrir fái svipaða meðferð, ekki vegna þess að upphefð þeirra sé óverðskulduð, heldur einungis vegna þess að einstaklingarnir eru ekki f lekklausir eða falla ekki algjörlega að nútímalegu gildis- mati. Það er umhugsunarvert hversu langt er hægt að ganga í því að stroka sígarettur úr munnvikum poppstjarna, þurrka dónalega brandara úr munni grínista eða afskrifa fólk vegna mann- legs breyskleika. Líklega þarf að horfast í augu við það, að til þess að geta notið þess sem er fagurt þarf gjarnan að umbera það sem er hrikalegt. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.