Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 4
2
IÞRÓTTABLAÐIÐ
Fyrsta skíðaförin.
Þaö er sjalclgæft, aö við Reykvíkingar getum
tekið skiðin okkar og hrist af þeim sumarrykiö uppi
á fjöllum.áöur en vetur er genginn í garö.
Þetta tækifæri gafst þó á jnessu ári, því hinn 20.
okt., viku fyrir fyrsta vetrardag, fór Skíöafélagiö
hina fyrstu skíðaför sina.
Lagt var af stað kl. 9 árd. frá Austurvelli í 3
átján manna bílum, sem allir voru fullskipaölir
glööu og árrisulu skíðafólki.
Þegar Miiller hafði gengiö úr skugga um
aö allir væru komnir inn og alt væri í lagi,
var ekið af stað og eigi staðnæmst fyr
en komið var upp að Skiðaskála, þessum nýja
og prýðilega vetrarskemtistað Reykjavíkurbúa.
Fæstir höfðu komið þangað áður og var þeim öll-
um forvitni á að sjá hvernig „vetrarheimilið“ þeirra
liti út.
Strax og bílarnir námu staðar var hurðum
hrundið upp og hlaupið upp að skála. I anddyrinu
stóð unglingspiltur og spurði: — Eruð þér í Skíða-
Polyfoto
er
eina polyfotomyndastofan
í Reykjavík.
Einkaréttur J. Kaidal.
PQ LITFQTO
hefir gert byltingu á sviði
,,portræt“ myndagerSarinnar.
PQLYFOTO
er eina myndatökuaðferðin hér,
sem getur tekið áframhaldandi
svipbrigði, likt og þegar kvik-
myndað er.
Þessvegna verða polyfoto myndirnar eðli-
legar og óþvingaðar.
KALDAL.
félaginu ? Og auðvitað voru allir í Skíðafélaginu.
Inn úr anddyrinu gengur karlmannaskálinn. Þar
er vítt til veggja og hátt til lofts. Málverk furðu
stór þekja veggina, og eru þau öll af skíðafólki.
Andspænis dyrunum er arininn og snarkar þar i
viðarkubbum. Gæti ég trúað að þar yrði einhvern-
tíma setinn bekkur á síðkvöldum. Einskonar sval-
ir liggja meðfram skálanum móti suðri, og virtist
skíðafólkið fljótt ætla að taka ástfóstri við þann
stað.
Inn úr karlmannaskálanum gengur svo kvenna-
skálinn, rómantískur og þrunginn af leydardómum
svo sem vera ber. Þegar stúlkurar höfðu litast þar
um, sögðu tvær þeirra í einu: O hvað hér er yndis-
legt. Verður sú lýsing látin duga að sinni.
Nú var eftir að svipast um niðri í kjallara og uppi
á lofti. Var það gert í skyndi, og kom mönnum
saman um að hér væri öllu mjög haganlega fyrir
komið. Þá var skálinn kvaddur í bili og haldið á
fjöll.
Flestir fóru inn í Insta, dal, enda búist við mest-
um snjó þar. Færðin var yfirleitt góð þótt nokkuð
þunt væri á. Upp úr hádeginu moraði alt af skíða-
fólki í dalnum. Sumir sátu að snæðingi, aðrir voru
á fleygiferð niður brekkur og bala og enn aðrir
þrömmuðu föstum skrefum með pokana á bakinu.
Eftir að menn höfðu skoðað sig um og kannað
dalinn, var haldið heimleiðis, það er að segja niður
að skála. Voru flestir komnir þangað um fjögvir
leytið, sumir æriÖ þrej'ttir og allir sveittir, enda var
veðrið óvenju rnilt.
Nú var þægilegt að setjast inn og fá sér hress-
ingu. Varð nú svo mikið að gera í eldhúsinu, að
Jörgensen hafði varla við, og er hann þó nokkuð
snar í snúningum. Þó fór svo að lokum að allir
fengu j)að, sem jjeir báðu um.
Var nú hvílst um stund og skrafað saman. Voru
menn mjög ánægðir með þessa fyrstu skíðaför og
hétu j)vi að fleiri skyldu á eftir fara.
Kl. 5 var stigið í bílana og ekið heim á leið. Áður
en að skálinn hvarf sýnum, litu menn við í sætum
sínum og þökkuðu í huganum hinar góðu móttökur.
Kaupið íþróttablaðið.
Lesið íþróttablaðið.
Útbreiðið íþróttablaðið.