Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 7

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 7
IÞRÓTTABLAÐIÐ 5 Bestu stangarstökkvarar í Evrópu. 19 evrópiskir íþróttamenn hafa stokkiö 4 metra og ]mr yfir í stang-arstökki. Fara hér á eftir nöfn þeirra og þjóðerni ásamt aíreki hvers um sig: Hoff, Noregi 4.25 mtr. Ljungberg, Svíþjóð 4-i5 — Schneider, Póllandi 4.14 — Líndblad, Svíþjóð 4.13 — Wegner, Þýskalandi 4.12 Rajevski, Rússlandi 4.08 — Ramadier, Frakklandi .... 4.07 — Osolin, Rússlandi 4.06 — Larsen, Danmörku 4-05 — Múller, Þýskalandi 4.05 — Zsuffka, Ungverjalandi .. 4.04 — Petersen, Danmörku 4.04 — Lindroth, Finnlandi 4-03 — Korejs, Tékkóslóvakíu . . 4.02 — Andersson, Svíþjóð 4.00 — Lange, Svíþjóð 4.00 — Hartmann, Þýskalandi . . 4.00 Schultz, Þýskalandi 4.00 Gustafsson, Svíþjóð 4.00 Heimsmet í stangarstökki setti Bandaríkjamað- urinn Graber nú á þessu ári. Stökk hann 4.40 mtr. Næstir honum koma svo landar hans 3, Keit'n Brown með 4.39, Meadown 4.36 og Sefton 4.35. Sá 5. í röðinni er Japaninn Nishida með 4.30. Islenska metið er 3.32, sett af Karli Vilmunds- syni í sumar. íþróttakvikmyndin. Þeir Ben G. Waage forseti í. S. í. og Sigurður Tómasson úrsmiður í Reykja- vík, hafa undanfarið sýnt íþróttakvikmyndina, á eftirtöldum stöðum : Hafnarfirði, Stokkseyri, Kefla- vík, Hvanneyri, Reykholti, Borgarnesi, Tryggva- skála og oft í Reykjavík. Hefir íþróttamönnum verið miki! forvitni á að sjá þessa kvikmynd, enda hefir alls staðar verið húsfyllir þar sem hún hefir verið sýnd. Ráðgert er að sýna hana víðar nú á næstunni. Grein sú, sem hér fer á eftir, um negrann Joe Louis, hinn heitnsfræga hnefaleikakappa, sem fyrir skömmu barði Max Baer svo eftirminnilega niður, er lauslega þýdd úr ,,Idrætsbladet“, og nokkuð stytt. Greinin er skrifuð áður en bardaginn fór fram. I — Hvað leynist á bak við steingervingssvipinn í andliti Joe Louis, þegar hann gengur upp á hnefa- leikapallinn eða sýnir sig á opinberum stöðum? Við skulum snöggvast gægjast undir grímuna og athuga hvernig þessi svarti sprengjukastari er í kunningja- og vinahópi, þegar geislar ljóskastar- anna skína ekki lengur á hann. Þótt ótrúlegt kunni að þykja, þá er það samt víst að þessi steingervingssvipur er uppgerð, settur upp samkvæmt fyrirmælum annara, því að Joseph Louis Barrow, fæddur í Alabama af fátæku bómull- arverkafólki, er eins og fólk gerist flest, þegar hann er innan um kunningja sína. Hann elskar söng og hljóðfæraslátt, kætist yfir vel sögðum skrítlum og tekur þátt í veðmálum, þegar veðhlaup fara frarn. Þrátt fyrir það að hann er harður sem stál og æðisgenginn sem villidýr, þegar hann er á pallinum,

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.