Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Page 8

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Page 8
6 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ þá getur hann, orSið hægur eins og malandi köttur, þegar hann er kominn úr augsýn áhorfendanna, Innan um ókunnuga er hann þögull og fáskiftinn, og á jafnvel til aö roöna, ef hann vekur eftirtekt á sér. Þessir eiginleikar viröast þó hafa horfiö meS hinurn vaxandi sigrum hans. Hann er daufgerður og ekki eins snar í hugsunum eins og hreyfingum. Höggin eru sem elding en heilinn starfar hægt. Harin er seinn til, þegar um nýmæli er aö, ræöa, en þegar hann á annaö borö hefir lært eitthvaö, þá gleymir hann því aldrei. Og einmitt í þessu liggur ástæöan fyrir sigr- um hans. Þaö sem þjálfkennari hans, negrinn Jack Blackburn, hefir kent honum, er óafmáanlegt úr huga hans. Maður, sem getur bariö eins og hann, þarf ekki aö leggja sig niður viö smámuni. Þannig var einn- ig Jack Dempsey. Eg sat og rabbaöi við Joe Louis, og nú datt mér í hug hvað Max Baer hafði sagt um þenna tilvon- andi keppinaut sinn. Hann sagöist vera sannfærður um að Joe væri mikill leikari, og að hinn óbreytan- „P R I M U S“ SUÐUVÉLAR eru bestar til feröalaga. Gætið þess að nafnið „PRÍMUS“ sé á vélinni, það tryggir gæðin og endinguna. legi svipur hans væri ekki í samræmi við það, sem hann byggi yfir. —- Það er stríðsgríma — sagði Baer, — og hún getur verið hættuleg þeim, sem ekki sér í gegnum hana. Eg lagði fjölda spurninga fyrir Joe: — Kemur aldrei fát á þig? Gætirðu ekki hoppað í loft upp af kæti, þegar þú hefir unnið? Heldurðu að fá- tæktin í uppvextinum og stritið fyrir daglegum þörfum, hafi haft nokkur áhrif á þitt andlega líf ? Hvernig ferð þú að þvi að vera svona kaldur og rólegur, þegar hendi þinni er lyft upp eftir unnin leik ? Hvernig stendur á því að þú lítur ávalt út eins og ógæfusamur maður, þrátt fyrir það, að í kynflokki þínum virðast vera eintómir hamingju- samir menn? Ollum þessum spurningum svaraði hann aðeins með einu svari. — Eg er ánægður þegar eg vinn, en ég fylgi ráðum kappleikastjóra míns og þjálf- ara um að láta sigurvímuna aldrei stíga mér til höfuðs. Þá fyrst þegar ég er kominn heim, nýt ég þess nð hafa unnið. ÞjUtarinn Blackburn grípur fram í: — Þetta er rétt. Við höfum óskað að Joe kæmi vel fram og kurteislega, og höfum lagt ríkt á við hann að hafa allan hugann við að boxa, en ekki á að heilsa til beggja handa, til að skapa sér hylli á þann hátt. Og hann hefir farið að ráðum okkar. Hann er enginn hávaðamaður, en auðvitað gleðst hann yfir sigrum sínum, þótt hann ekki hrópi um það í gjallarhornin. Næsta dag komst eg að raun um að þessi orð voru sönn. Eg hafði leigt mér lierbergi í húsi, sem var rétt við hliðina á þjálfstaðnum. Úr glugganum hafði ég útsýni yfir staðinn, þar sem Joe hafði útiæfingar sínar. Kl. 7 um morgun- inn þegar ég var að byrja að klæða mig, heyrði ég hlátur og sköll fyrir neðan gluggann minn, og þegar ég leit út, sá ég hvernig þessir svörtu ná- ungar haga sér, þegar þeir halda að enginn sjái til þeirra. Maðurinn með „steingervings-andlitið“ var lifið og sálin í hópnum. Hann boxaði út í loftið, hljóp og dansaði um leið og hann flautaði af fullum hálsi. Hið l)arnslega eðli hans kom glögt fram, þegar hann tók til fótanna. í staðinn fyrir að lyfta þeim upp eins og venja er til, þá dró hann þá gegn um

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.