Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Side 9

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Side 9
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 7 þumlungsþykt rykiS, alveg eins og hann væri á skíöum. Og honum var innilega skemt, þegar mökk- urinn þyrlaöist hátt í loft upp. Svo hljóp hann meöfram húsunum í hverfinu, og hlæjandi spark- aöi hann svo hranalega á huröirnar, aö það hefði hlotiö vera dauður maður, sem ekki vaknaöi við þau ósköp. Nokkrum klukkutímum síöar sat hann fyrir fram- an ljósmyndavélina. Blaðamaður einn hafði komið í heimsókn, og var tilbúinn með blýantinn í hend- inni, þegar ljósmyndarinn smelti af. Nú var Joe aftur skriðinn í fylgsni sitt, og það kostaði hann auðsjáanlega miklai fyrirhöfn, að þvinga fram Ijós- myndabrosið. Það er hyggilegt af Joe að halda þessari kulda- legu slæðu kringum sig á opinberum stöðum og mannamótum, og á sinn hátt er hann jafnslyngur leikari og Max Baer. En náttúran hefir einnig hjálp- að Joe, því innan um ókunnuga er hann nærri því feintinn. Kappleikastjóri hans sagði að hann væri ástfanginn upp fyrir bæði eyru í unnustu sinni, en ])egar ég spurði hann hvenær þau ætluðu að gifta sig, sá ég engin ánægjuleg svipbrigði á andliti hans. í Eg hefi nú svift grímunni frá andliti Joe Louis. Það er ekkert leyndarmál, að hann er besti dreng- ur, aðeins að þeim augnablikum undanteknum, þeg- ar hann er á pallinum. Þá líkist hann Jack Dempsey, manninum, sem aðeins hefir hugann á því að vinna. Arthúr. Þessi smásaga er sögð frá ferðalagi dansks í- þróttaflokks í Hamborg: Ákveðið hafði verið að ivekja íþróttamennina, sem allir bjuggu í sama gistihúsinu, kl. 8 um morguninn. Vagtmaðurinn barði á hverja hurð og hrópaði „Acht Uhr“ (Kl. er átta). Flestir vissu hvað um var að vera og byrjuðu að klæða sig. Alt í einu var einni hurðinn hrundið upp og út kom einn hinna dönsku íþróttamanna, og hrópaði framan í vagtmanninn: „Hér er enginn Arthúr“. Þess er ekki getið hver þessi íþróttamaður var, en það sem eftir var ferðarinnar, var hann ávalt kallaður Arthúr. Það má með sanni segja, að síðastliðið sumar var eitt hið viðburðaríkasta í sögu íslenkrar knatt- spyrnuíþróttar, sem þá fyrst og fremst má þakka utanförum ísl. knattspyrnumanna og heimsókn úr- valsflokks frá Þýskalandi. Erlendir knattspyrnuflokkar hafa nokkrum sinn- um áður verið boðnir hingað og hafa þær heim- sóknir veriö ógleymanlegar öllum velunnurum knattspyrnunnar og lærdómsríkar fyrir knatt- spyrnumenn okkar. Á hinn bóginn, höfum við að- eins einu sinni áður fengið tækifæri til utanfarar eða til Færeyja 1930. Þessar heimsóknir hafa ekki einungis hér heima aukinn áhuga í för með sér, heldur auka þær skiln- ing knattspyrnumanna okkar á íþróttinni. Þær eru nokkurskonar mælikvarði á það hve skamt við er- um konmir á réttri braut, til þess að geta talist jafnokar nágrannaþjóða okkar. Hér í bænum voru æfingar yfirleitt mjög vel stundaðar s. 1. sumar. Einnig höfðu óvenjumargir knattspyrnumenn æft innan-húss allan veturinn, sem er mjög nauðsynlegt, þegar tekið er tillit til hins stutta tíma, sem hægt er að stunda útiæfingar. Eitt félaganna, Valur, tók til leigu grasblett til æfinga fyrir utan bæinn, og sýndi þar með lofs- verða framtakssemi og skilning á nauðsyn til bættra skilyrða til æfinga fyrir knattspyrnumenn okkar. Verður vonandi ekki langt að bíða, þar til sam- eiginleg átök knattspyrnumanna fá áorkað fram- kvæmd einnar aðal undirstöðu íþróttarinnar — bygging grasvallar. Knattspyrnan s. 1. sumar var yfirleitt skemtileg tilbreytinga mikil, spennandi og um augljósa fram- för að ræða hjá yngri aldursflokkunum. Vinning- um félaganna var jafnara skift en á undanförnum árum, og má þekka þvi meðal annars, að allir kapp- leikirnir voru mjög vel sóttir af bæjarbúum. Almennur áhugi var ríkjandi fyrir íþróttinni, ungir og gamlir, klerkar og kennimenn, „stjórar" og leikmenn, voru ekki ánægðir fyr en þeir höfðu skálmað knattspyrnuvöllinn með lafandi tungu, fram og aftur — allir með. Úrslit knattspyrnumótanna voru sem hér segir:

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.