Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 11

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 9 Hvers er krafist af þátttakendum Olympíuleikanna 1936? Eins og aö líkindum lætur, er nú þegar inikið rætt í erlendum íþróttablöSum, um Olympíuleikana á komandi ári, og allan undirbúning þeirra. Fæst- ar þjóöir munu þó enn sem komiS er, vera búnar að ákveða hvaða lágmarksafrek lagt skuli til grundvallar fyrir þátttöku í leikunum, en að því fer nú að líða hvað úr hverju. Idrætsbladet danska, og norska blaðið Sports- manden hafa nýlega gert uppástungur í þessu efni, hvort um sig fyrir íþróttamenn sinnar ])jóðar. og birtíst hér tafla yfir þau lágmarksafrek, sem þau telja hæfileg. Um leið skulu sýnd lágmarksafrek þau, sem ís- lenska Olympíunefndin hefir ákveðið að ganga út frá, og sem öll eru miSuð við ákveðinn stigafjölda samkv. finsku afrekstöflunni, sem sé 782 stig. Til fróSleiks skulu svo sýnd heimsmetin í hverri íþróttagrein fyrir sig. ísland Danmörk Noregur Heimsmet ^100 metra hlaup 11.2 sek 10 7 sek. 10 5 sek. 10 3 sek. 200 — — 22.8 — 22 2 — 21.5 — 20.3 — 400 — — 51.7 — 50.0 - 48 4 — 46.2 — 800 - — 2:01 — 1:55.4 — 1:521 — 1:498 — 1500 — — 4:12.5 — 4.00 - 3:54 — ' 3:48.8 — 5000 — — 15.55.2 — 15:00 — 14:45 — 14:17 - 10C00 — — 33:12.3 — 31:45 — 31:00 — 30:06.2 — 110 — grindahlaup 16.0 — 150 — 146 — 142 - 400 — — 57.9 — 56.0 — 53 5 50.6 — Hástökk 1 80 mtr. 1.88 mtr. 1.95 mtr. 2.06 mtr. Langstökk 6 92 — 7.15 — 7.50 — 8.13 — Stangarstökk 3.72 — 3 90 — 4 40 - Þrístökk 13.99 — 14.40 — 15.10 — 15.82 — Kúluvarp 13 67 — 14.50 — 15 70 — 17.40 — Spjótkast 59.99 — 62.00 — 68.50 — 76.66 — ! Kringlukast 42.33 — 44.00 — 49 00 — 53.10 — ! Sleggjukast 45.33 48.00 51 00 56.90 Norska blaSiS sleppir stángarstökkinu úr til- lögum sínum. Annars getur blaSið þess, að í níu íþróttagreinum séu til menn, sem hafi náð þeim árangri, sem lágmarkstillögur þess krefjist. Iþróttagreinirnar og mennirnir eru sem hér segir: 400 m. hlaup 800 — — 1500 — — 5000 — — 400 — grindahl. Hástökk Langstökk Þrístökk Kringlukast Hjalmar Johannesen 48.4 sek. sami 1152.1 — Per Lie 3:54.o — Rolf Hansen 14145.0 — Holger Albrechtsen 53.5 — Birger Halvorsen og Leif Pettersen 1.95 mtr. Otto Berg 7.50 — Eugen Haugland 15.10 Reidar Sörlie 49.00 — Vcrður fróðlegt aS fylgjast meS, hvernig þessir 9 menn standa sig á Olympíuleikunum í Berlín, ef þeir verða sendir. Idrætsbladet segir, eftir aö hafa birt tillögur sín- ar, að meö mikilli bjartsýni megi búast viö aS hægt sé aS finna 15 íþróttamenn í Danmörku, sem hafi möguleika til aS ná þessuni lágmarksafrekum, og álítur blaðiS aS Danir eigi aS senda 10—15 menn í frjálsum íþróttum á Olympíuleikana. Hér mun ekki, aS svo komnu máli, verða lagöur neinn dómur á tillögur hinnar íslensku Olympíu- nefndar. Aðeins skal þess getiS, að þær munu síst vægari, miSaS viS okkar íþróttamenn og allar aS- stæður, heldur en tillögur þær, sem norska og danska íþróttablaSiö hafa gert til íþróttamanna sinna þjóöa.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.