Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 15

Íþróttablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ i:i kg og heillandi heilsubót og lífs-elixír, og það því meir, sem viö iökum þaS meir. Fyrir hönd Golfklúbbs Islands lýsi ég ]íví yfir, að fyrsti golfvöllur á íslandi er opnaður. Megi golfíþróttin blessast og blómgast á voru landi. * I sumar hafa farið fram ýmsar golfkeppnir, og hefir þátttakan veriS góð bæSi hjá konum og körl- um. Meistarakeppni ársins vann Magnús Andrésson, og þar meö titilinn: Golfmeistari Islands. AS verS- launum fékk hann bikar einn forkunnar fagran. (The Lever Challenge Cup). Annara kappleika verSur ef til vill getið síðar, og yfirleitt mun Iþr.blaSiS reyna aö fylgjast vel með því, sem gerist í golfíþróttinni og skýra lesendum sínum jafnóöum frá því markverSasta. AS lokum er rétt aö gæta þess, aö golfklúbbur var stofnaSur á Akureyri í sumar og hefir þar einn- ig verið mikill áhugi fyrir þessari íþrótt. Formaður hans er Gunnar Schram, símstjóri. Af úti-íþróttum þeim, sem iðkaSar eru hér á sumrin, er tennis sennilega sú íþrótt, senr einna best sameinar skemtun og hollustu. Þó hefir tennisiðkendum ekki fjölgaS eins og við hefði mátt búast á síSustu árum, og mun þaS að- allega að kenna vöntun á nægilega mörgum og góðum völlum og svo hinum votviðrasömu sumrum, sem a. m. k. við Sunnlendingar höfum átt viö aS búa undanfarin ár. Seinni ástæSunni fáum viö mennirnir ekki breytt, en sú fyrri er á okkar valdi. VerSa íþróttafélögin að hefjast handa og bæta þá velli, sem fyrir eru og koma upp nýjum, ef þörf krefur. I sumar hefir tíSarfariS veriS sérstaklega óhag- stætt fyrir tennisiðkendur hér í Reykjavík. Þc< hafa hinir áhugasömustu í þeirra hópi notaS þær fáu þurkstundir, sem komiö hafa, til þess m. a. aö æfa sig undir haustkeppnirnar. Úrslit í þeim keppnum, sem fram hafa farið, hafa orðiS sem hér segir: í tvímennings meistarakepni kvenna sigruöu þær ungfrúrnar Ásta Benjamínsson og RagnheiSur Ól- afsdóttir, báöar úr K. R. Einmennings meistarakeppni kvenna vann Ásta Benjamínsson. i tvímennings meistarakepni kvenna og karla (mixed double) urSu hlutskörpust Ásta Benja- nrínsson og jBergþór Þorvaldsson, bæöi úr K. R. Tvímennings meistarakepni karla unnu þeir Friö- rik Sigurbjörnsson og Magnús Andrésson, báöir úr I. R. Er þetta í 5. sinn, sem þeir sigra í þessari kepni, og hlutu þeir þar meö til eignar verSlauna- bikara þá, sem Scheving Thorsteinsson gaf á sín- um tíma. Einmennings meistarakepni karla varS ekki lok- iö vegna óhagstæSs veðurs. I þessari kepni voru alls 10 þátttakendur, en þeg- ar hætta varö voru 4 eftir. StóSu þá leikar þann- ig aS þeir Bergþór Þorvaldsson og FriSrik Sig- urbjörnsson höfðu unið sitt ,,settiS“ hvor (6:4, 2:6) og sama útkoma var hjá þeim Kjartani Hjaitested og Magnúsi Andréssyni (614, 2 :6) Þessir 4 menn munu svo keppa til úrslita næsta vor. Handhafi einmenningsmeistara bikarsins er FriS- rik Sigurbjörnsson og hefir hann unniS bikarinn 4 undanfarin ár. Þá vann FriSrik einnig á innanfélagsmóti í I. R. í sumar einmenningskepni karla, og er hann nú vafalaust okkar besti tennisleikari. íþróttakennarafélag íslands hélt aöalfund sinn 20. okt. síðastl. I stjórn félagsins voru kosin: Valdi- mar Sveinbjörnsson formaöur, Unnur Jónsdóttir ritari og Hallsteinn Hinriksson féhirSir. Á fundinum var samþykt svohljóSandi tillaga: „Fundur íþróttakennarafélags íslands skorar á skólanefndir landsins og fræSslumálastjórn, aö hlutast til um aS leikfimi verSi gerS aS skyldu- námsgrein viö alla skóla í landinu, hverju nafni sem nefnast, og kendar veröi minst tvær stundir vikulega. SömuleiSis að komiö verði á prófum í leikfinri viö skólana, og verSi einkunnatalan með öSrum einkunnum“.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.