Íþróttablaðið - 01.10.1937, Page 19

Íþróttablaðið - 01.10.1937, Page 19
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 15 ist á síðustu stundu. Sérgrein hans var hástökk og stökklag hans hið venjulega, með uppstökki af vinstra fæti og aðvindu að ránni í niðurfallinu. — Fröss- ling, fararstjórinn, var lélegasti iþróttamaður flokks- ins. Hann var aðeins spretthlaupari, og hefir víst aldrei verið betri en lakur meðalmaður, eftir sænsk- um mælikvarða. Frá sjónarmiði þeirra, sem að komu Svíanna stóðu, var Frössling óþarfur ntaður í flokknum, og eftir heimkomu Svíanna hefir hann enn staðfest það álit, með því að skrifa eða láta hafa eftir sér lítilsvirðandi ummæli og ósönn i sam- bandi við frásögn af ferð þeirra félaga hér. Þótt því sé hér haldið fram, að íslenskir íþrótta- menn hafi minna gagn haft af komu Svíanna, en mátt hefði verða, ef vel hefði tekist um val þeirra, var það að minsta kosti í tveim atriðum, sem reyk- víkskir íþróttamenn mega taka þá sér til fyrirmynd- ar: i) Þeir komu altaf svo snemma á völlinn, að þeir höfðu tíma tii að liðka sig og hita, áður en þeir áttu að byrja að keppa, og 2) voru eins hlýtt klæddir milli tilrauna og aðstæður frekast leyfðu. Reykvíkskum íþróttamönnum hefir oft verið bent á það, hve afar áríðandi þessi* síðasti undirbúningur undir kappleikinn er, en fæstir þeirra virðast hafa gefið því verulegan gaum og jafnvel sumir álitið, að slíkar æfingar væru aðeins til að ,,þreyta mann fyrirfram". Ef koma Svíanna yrði til að opna augu íþróttamanna fyrir gildi þessa síðasta undirbúnings þeirra sjálfra áður en á hólminn kemur, má segja, að hún hafi komið að góðu gagni, þrátt fyrir alt. MEISTARAMÓT Í.S.I. Meistaramótið fór fram dagana 28. og 29 ágúst og 1. sept. s.l. — kappgangan var þó síðar. Reglu- gerðin hafði verið endurskoðuð af íþróttaráði Reykj avíkur síðastl. vetur og þá verið gerðar á henni nokkrar lireytingar; m. a. hafði þrem íþrótta- greinum — 10 km. göngu, sleggjukasti og 1000 m. boðhlaupi — verið liætt á leikskrá, en nokkrar aðrar feldar niður, sem aldrei hafði verið keppt i og lítil líkindi þóttu til að keppt yrði í framvegis. — Fimm félög sendu keppendur á mótið; Reykja- vikurfélögin þrjú, Ármann, Í.R. og K.R. og enn- fremur Fimleikafél. Hafnarfjarðar og Knattspvrnu- félag Vestm.eyja. Alla dagana, sem mótið stóð, var veður hagstætt, milt og gott, og brautirnar í góðu lagi. Má að einhverju leyti þakka þvi hinn ágæta árangur á mótinu, þó aðalástæðurnar séu auðvitað aðrar. 100 m. hlaup: 1. Sveinn Ingvarsson (K.R.) .............. 11.2 sek. 2. Garðar S. Gíslason (K.R.) ............. 11.7 — 3. Hallsteinn Hinriksson (F.H.) .......... 11.7 — Þátttakendur voru 6, en níu voru á skrá. Kúiuvarp: 1. Ivristján Vattnes (K.R.) 13.12 m. 2. Július Snorrason (K.V.) .............. 10.85 — 3. Gísli Sigurðsson (F.H.) .............. 10.10 — 4 voru á skrá, en aðeins þessir kepptu. Þrístökk: 1. Sigurður Sigurðsson (K.V.) ........... 13.98 m. 2. Karl Vilmundsson (Á.) ................ 12.96 — 3. Magnús Guðmundsson (K.V.) ............ 12.43 — Stökk Sigurðar er besta afrek í þrístökki, sem unnið hefir verið hér á landi; met hans, 14 m. rétt- ir, er unnið á Ól.leikunum í Berlín i fyrra. — Því miður meiddist Sigurður svo í lengsta stökki sínu nú, að hann var ófær til keppni á mótinu eftir það, þótt hann væri með. 1500 m. hlaup: 1. Jón Jónsson (K.V.) .............. 4 mín. 24.5 sek. 2. Sverrir Jóhannesson (K.R.) ..... 4 — 27.4 — 3. Gunnar Sigurðsson (Í.R.) ....... 4 — 27.7 — 5 kepptu, en 7 voru á skrá. Kringlukast: 1. Kristján Vattnes (K.R.) ............... 40.38 m. (nýtt ísl. met). 2. Garðar S. Gíslason (K.R.) ............. 35.07 — 3. Karl Vilmundsson (Á.) ................. 34.88 — Allir (6) skráðir þátttakendur mættu og kepptu. — Afrek Kristján er nýtt ísl. met. í aukakasti — mettilraun — kastaffi hann 41. op og lengdi hann þi’í enn met sitt. Stangarstökk: 1. Ölafur Erlendsson (K.V.) .............. 3.36 m. (nýtt ísl. met). 2. Karl Vilmundsson (Á.) ................. 3.26 — 3. Hallsteinn Hinriksson (F.H.) .......... 3.06 —

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.