Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Blaðsíða 2
2 3. janúar 2020FRÉTTIR fyrirbæri sem verða úreltari á nýja árinu Heimurinn breytist með tímanum, rétt eins og allt sem honum tilheyrir. Hver áramót marka nýtt upphaf, einhverju nýju er fagnað og ýmislegt gamalt er kvatt. Fimm eftirfarandi fyrirbæri verða fljótlega að tímaskekkju. Draugur Snapchat blasir við Tölur samskiptamiðilsins Snapchat hafa farið niður á við að undanförnu og virðast ýmsar nýjungar hans einungis hafa skapað fleiri vandamál fyrir notendur. Því er engin tilviljun að einkennismynd þessa miðils sé draugur með útréttar hendur. Þetta kallar maður táknrænt. Pappírskvittanir Pappír og sóun á honum fer fljótlega að tilheyra sögunni og árið í ár markar endanlega breytingu, sérstaklega fyrir fólk sem safnar strimlum. Sums staðar er jafnvel eingöngu boðið upp á stafrænar kvittanir og má fastlega gera ráð fyrir því að það nái yfirhöndinni. Reiknivélar Árið 1624 fann Blaise Pascal upp reiknivélina góðu, sem reynst hefur fólki ómæld hjálp. En sökum tækniþróunnar eru reiknivélar nú farnar að tilheyra hinum ýmsu smáforritum, ekki einungis snjallsímum. Þótt reiknivél sé ekki stór er margt hægt að gera við plássið sem hún hefði annars tekið. Flökkurum lagt Fyrirbæri sem margir kalla „flakkara“ eða utanáliggjandi harða diska heyrir fljótlega sögunni til – og fyrstu skrefin verða tekin á þessu ári. Notendur verða æ vanari því að geyma upplýsingar og gögn í skýinu og víðar. Því verður þetta áþreifanlega apparat ekkert annað en eyðsla á litlu en dýrmætu plássi. Áhrifin á lokametrum Á undanförnum árum er búið að gildisfella töluvert hugtakið „áhrifavaldur“ og hefur slíkur titill ekki verið eftirsóknarverður þegar margir þeirra hafa sætt eftirliti skattyfirvalda. Sumir áhrifavaldar hafa verið sakaðir um að birta duldar auglýsingar í formi saklausra færslna. Í versta falli kann hugtakið að fá sína upphaflegu merkingu aftur, fyrir manneskju með glás af fylgjendum: einfaldlega „vinsæll einstaklingur á samfélagsmiðlum.“ Á þessum degi, 3. janúar 1890 – Hólmavík á Ströndum varð löggiltur verslunarstaður. 1926 – Karlakór Reykjavíkur var stofnaður. 1959 – Alaska varð 49. fylki Banda- ríkjanna. 1991 – Íshokkíkappinn Wayne Gretzky skoraði sitt 700. mark. 2000 – Sjónvarpsþátturinn Kastljós hóf göngu sína. Fleyg orð Herbergi án bóka er eins og líkami án sálar“ – -Marcus Tullius Cicero GEKK Í ÞAÐ HEILAGA Á NÝÁRSDAG n Ólafur F. gifti sig á brúðkaupsafmælisdegi foreldra sinna n Fæddur í sama herbergi og presturinn „Við giftum okkur að sjálfsögðu í kirkju, enda erum við hvorki nútímafólk né trúleysingjar. Ó lafur F. Magnússon, tónlistar maður, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, og Kolbrún Sjöfn Matthías­ dóttir gengu í það heilaga á ný­ ársdag. Vígslan fór fram í Bústaða­ kirkju við dýrðlega athöfn að sögn tónlistarmannsins. Í samtali við DV segir Ólafur að nýársdagur hafi verið sérstaklega valinn því að dagurinn sé honum ákaflega kær, ótengt því að um sé að ræða upphaf á nýju ári. „Nýársdagur er 70 ára brúð­ kaupsafmælisdagur foreldra minna og ég finn alltaf fyrir því að foreldrar mínir séu hjá mér á þess­ um degi,“ segir Ólafur og bætir við að giftingin hafi átt sér frekar stutt­ an aðdraganda. „Við vorum bæði búin að ákveða það að gifta okkur aldrei aftur en þessi dagur sótti á mig og þótti mér kært að virða minningu foreldra minna,“ segir Ólafur og bætir við á léttum nótum: „Við giftum okk­ ur að sjálfsögðu í kirkju enda erum við hvorki nútímafólk né trúleys­ ingjar.“ Fæddir í sama herbergi Ólafur segir það skemmtilega staðreynd að Pálmi Matthíasson, frændi hans, hafi gefið þau Kol­ brúnu saman. „Það var vel viðeigandi, en ég og Pálmi erum fæddir í sama her­ berginu á Oddeyrargötu 24 á Ak­ ureyri. Hann er fæddur 21. ágúst 1951 og ég 3. ágúst 1952.“ Auk þeirra hjóna og séra Pálma voru þær Anna Sigga Ólafsdóttir og Louisa Einarsdóttir viðstaddar, en sú fyrri er dóttir brúðgumans og seinni eiginkona Vilhjálms Guð­ jónssonar sem flutti tónlist. Þær voru svaramenn þeirra hjóna. Að lokinni athöfn fóru hjónin í há­ tíðarkvöldverð á Vox á Hilton í fé­ lagi við sína nánustu. „Vilhjálmur Guðjónsson lék fallegt lag á saxófón í lok athafn­ ar, sem hann samdi til eiginkonu sinnar. Og Friðrik Grétarsson kvik­ myndaði athöfnina og tók að auki formlegar brúðkaupsmyndir, eins og honum er lagið,“ segir Ólafur, sem gengur bísperrtur og umluk­ inn hamingju inn í nýtt ár. n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Föruneytið Hér má sjá hjónin ásamt prestinum, svaramönnum, tónlistarmanninum og myndasmiðnum. Mynd: Úr einkasafni Mynd: Úr einkasafni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.