Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Blaðsíða 11
FÓKUS - VIÐTAL 113. janúar 2020
mörgum blöskraði oft hvernig ég talaði um
allt sem mér lá á hjarta. En þetta gerði mig
jú mjög eftirminnilegan á netinu og ég varð
því strax mjög umdeildur. Síðan hoppaði
ég yfir á hugi.is. Mér fannst það flókin síða
til að byrja með en ég hafði mjög gaman
að því að blogga þar. Reyndar byrjaði ég
að blogga í fyrsta skipti um leið og bloggið
á núlleinum kom til sögu. En þar vakti ég
einmitt mikla athygli þegar ég fór að skrifa
fyrstu skáldsöguna mína. Ég þótti líka ansi
flinkur að gera flotta bloggsíðu. Sérstak-
lega þegar ég var að byrja í fyrsta skiptið
mitt á blogcentral.is.“
Fribbi segir að hann hafi bloggað mik-
ið um sjálfan sig og það stuðlaði enn frekar
að því hversu umdeildur hann varð.
Fyrirfór sér vegna eineltis á hugi.is
Á hugi.is lenti Fribbi aftur í einelti. „Bæði
frá stjórnendum og notendum síðunn-
ar. Eineltið var á tíðum farið að ganga
ansi langt þar. Einn stjórnandi síðunnar
hringdi í mig einu sinni úr partíi og fékk
stúlku undir lögaldri, sem var blindfull,
til að reyna við mig. Ég var ekki hrifinn af
þessari kynferðislegu áreitni og kvartaði
við vefstjóra. Í kjölfarið var þessi tiltekni
umræðustjórnandi rekinn af hugi.is. Ég
frétti svo seinna meir að einn annar not-
andi hugi.is hafi framið sjálfsmorð vegna
eineltis sem hann varð fyrir þar.“
Eftir hugi.is tók við minnsirkus.is. „Þar
kom ég í fyrsta sinn fram undir réttu nafni.
Á þeirri síðu varð ég nokkuð vinsæll. Þá
voru jafnaldrar mínir og fleiri eldri farnir
að stunda samfélagssíðurnar. Það gladdi
mig mikið. Ein ástæða þess að ég hafði
orðið umdeildur og ógleymanlegur á hin-
um vefjunum var sú að ég var einn af þeim
eldri og krökkunum annaðhvort líkaði það
eða ekki. En ég held reyndar að krökkun-
um hafi samt þótt vænt um mig, þrátt fyr-
ir allt dramað og stælana í mér. Ég tel að
mér hafi verið fyrirgefið allt dramað sem
ég var með þar, enda hlýt ég að hafa skap-
að skemmtilegustu og ógleymanlegustu
augnablikin á þessum síðum. Alveg sama
hvar ég kem við sögu, þar vek ég athygli. Ég
varð eftirsóttur bloggari á minnsirkus.is og
lenti í öðru sæti þegar vald-
ir voru bestu bloggararnir á þeirri síðu. Á
minnsirkus.is kynntist ég líka Ásdísi Rán.“
Skotinn í ísdrottningunni
Ásdís Rán bauð Fribba á eftirminnilegt
jólaball og að sögn Fribba gerði hann öll
hennar tónlistarmyndbönd.
„Ég skal alveg viðurkenna það, að ég var
jú skotinn í henni. En ég missti svo allan
áhuga á henni þegar ég sá hana reykja. Ég
er ekkert fyrir konur sem reykja. Við slit-
um okkar vinskap þegar ég henti lögun-
um hennar út af YouTube-rásinni minni.
Ásdís Rán brást illa við þegar ég ætlaði að
loka síðunni minni og bauðst til að kaupa
hana á 10 til 15 þúsund krónur. Ég afþakk-
aði og hún brjálaðist og hætti að vera vin-
kona mín. Síðan þá höfum við ekkert talað
saman.“
Bland.is
Fribbi varð síðar hundleiður á framan-
greindum síðum. En þá kynntist hann síðu
sem átti eftir að breyta lífi hans til fram-
búðar, er.is sem síðar varð bland.is.
„Ég byrjaði á bland.is með miklum lát-
um. Ég byrjaði á því að snöggreiðast út í
einstaklinga sem höfðu grafið upp mynd-
band sem ég gerði á YouTube og deilt á um-
ræðuþræði. Mér blöskraði svívirðingarnar
sem ég sá þar og fann mig tilneyddan til
að skrá mig þar inn og skamma fólkið sem
var að skíta yfir mig. Ég vildi ekki vera um-
talaður þarna, ég var líka ókunnugur þessu
fólki og líkaði ekki við að það væri að draga
fram myndbönd eftir mig til að gera mig að
skotmarki eineltis. Síðan þróaðist þetta yfir
í að ég var orðinn fastagestur á síðunni og
átti eftir að vekja enn meira umtal um sjálf-
an mig, sem ég ætlaði mér aldrei að gera.
Ég sé mikið eftir því að hafa skráð mig á
þessa síðu.“
Fribbi segist hafa orðið að eins konar
dramadrottningu á öllum spjallrásum.
Alltaf í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálf-
um sér. Á bland.is hafi hann lent í því að
aðrir vöktu athygli á honum, óþarfa athygli
og sumir jafnvel fengið hann á heilann.
„Fólk annaðhvort dýrkaði mig eða
hataði. Eineltið sem ég varð fyrir á þessari
síðu er það versta sem ég hef lent í, mik-
ið verra en í grunnskóla. Ég var uppnefnd-
ur geðsjúklingur, barnaperri, þroskaheftur,
svo sagði fólk að ég ætti að verða fyrir bíl
eða að ég ætti að hengja mig. Sumir not-
endur gengu það langt að ég fór upp á
lögreglustöð til að kæra tvo einstaklinga.
Lögreglumaðurinn bað mig að ná frekar
sáttum við þessa einstaklinga. Annar not-
andinn er þekkt karlremba og hefur í gegn-
um tíðina verið mjög dónalegur við kven-
fólk á bland.is. Hann er alltaf að ljúga.
Þessi maður var farinn að áreita mig mik-
ið á netinu með hótunum og reiðipóstum.
Ég hef margreynt að blokka hann, en hann
býr þá til nýjan aðgang til að setja sig í sam-
band við mig. Ég veit að hann fylgist enn
með mér í dag.“
Við það að missa tökin á eigin lífi
Fribbi hætti á bland.is fyrir tveimur árum.
Hann hefur verið bannaður á síðunni og
getur því ekki skráð sig inn nema með því
að stofna nýjan aðgang.
„Ég vakti jú mikið umtal á bland.is þegar
ég hótaði því að fremja sjálfsmorð vegna
eineltis sem var þarna farið að ganga ansi
langt. En ég á enga vini og var alltaf sjálfur
þar í vörn til að verja mig fyrir eineltinu sem
ég varð fyrir þar. Ég gat bara ekki höndlað
þetta meir og var að missa tökin á mínu
lífi. Ég veit að ég á ekki að láta fólk úti í bæ
brjóta mig svona mikið niður, en því tókst
það ansi oft. Og þá jukust sjálfsvígshugs-
anirnar. Ég var 19 ára þegar ég reyndi fyrst
að svipta mig lífi. Ég átti enga vini og var
þá ekki byrjaður á netinu. Ég hafði flosn-
að upp úr framhaldsskóla vegna eineltis og
fannst eins og líf mitt væri að hrynja. Ég var
sífellt að valda sjálfum mér og fólkinu mínu
vonbrigðum. Ég var kominn með mikinn
lífsleiða og vildi að ég hefði aldrei fæðst. Ég
var bara kominn með nóg og var að gefast
upp á
öllu saman.“
Fribbi hefur einnig glímt við langvar-
andi atvinnuleysi sem reynir mikið á sál-
arlífið.
„Langvarandi atvinnuleysi getur hrein-
lega gert út af við mann. Maður verður
miklu félagslega einangraðri og upplifir
meiri depurð, jafnvel lífsleiða.“
Fribbi segir að samfélagsvefir hafi opn-
að fyrir honum nýjar víddir og aðstoðað
hann við að kynnast fólki. Hann þakkar
slíkum síðum meðal annars að hann hafi
misst sveindóminn.
Leikferill
Fribbi hefur gaman af leiklist og hefur
meðal annars komið fram í þáttunum
Leitin að strákunum, auglýsingum, bíó-
myndum og sjónvarpsþáttum.
„Mig dreymdi um að vera sjónvarps-
stjarna. Ég var að gera myndbönd á You-
Tube, lék í auglýsingu fyrir Landssímann,
var statisti í sjónvarpsleikritinu Rót, statisti
í myndinni Astrópía, fór með nokkur hlut-
verk í fyrstu þáttaröð af Stelpunum. Einu
sinni vann ég meira að segja við að skúra í
Sambíóunum. Ég var nefnilega orðinn svo
heillaður af því að vera á hvíta taldinu. Svo
ákvað ég að gerast statisti líka í Borgríki 2.
Hins vegar gufaði þessi áhugi upp eftir að
ég var fenginn til að vera blaðamaður í at-
riði í Grimmd. Ég var klipptur út og nafn
mitt komst ekki einu sinni á kreditlista. Ég
var orðinn þreyttur á að vera notaður, því
ég veit að ég hef leikhæfileika og náði ég
að sýna þá í Strákunum. Þó að mitt spuna-
atriði hafi valdið vonbrigðum þá náði ég
samt að senda skilaboð með því. Erfiðasta
áskorunin í Leitinni að strákunum var að
sjálfsögðu að koma fram nakinn í sjón-
varpinu og fara í freyðibað með ókunnug-
um strák.“
En maður verður samt
alltaf að ná að hafa
hemil á sjálfum sér
áður en maður ýtir
á ENTER-takkann
Skilaboð sem Fribbi fékk nýlega vegna
skrifa hans í kommentakerfi
Fribbi og Ásdís Rán voru vinir um tíma