Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Blaðsíða 37
FÓKUS 373. janúar 2020
Heitt í bíó á nýju ári - Tuttugu 2020-myndir
MULAN
Disney heldur áfram að dæla út endurgerðum á fræg-
ustu teiknimyndum sínum. Nú er komið að stríðshetj-
unni Mulan, en áhorfendur skulu helst setja sig í stell-
ingar og hafa í huga að upprunalegu lögin verða ekki í
leiknu útgáfunni. Engu að síður lítur myndin ótrúlega
vel út og mun vonandi kæta eldri aðdáendur sem yngri.
SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN
Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja, en hér
er sagt frá vinahópi sem fer í sinn árlega veiðitúr. Brátt
þróast mál þannig að allt fer á versta veg, eins og sæm-
ir í góðri framvindu. Síðasta veiðiferðin skartar kunn-
uglegum andlitum og ættu þau að vekja upp kátínu
hjá þeim sem tengja sig við umrædda hrakfallabálka
sögunnar. Þess má geta að Bubbi Morthens leikur sjálf-
an sig í myndinni.
NO TIME TO DIE
Daniel Craig er mættur til leiks í síðasta sinn sem
njósnari hennar hátignar. Þetta er 25. kvikmyndin í
röðinni um James Bond en leikstjóri myndarinnar,
Cary Fukunaga (True Detective), er fyrsti Bandaríkja-
maðurinn sem leikstýrir Bond-mynd og sá fyrsti af
asískum uppruna. Sjáum hvað setur.
FAST & FURIOUS 9
Götukappakstur, testósterónkeppni og bikiníklæddar
dömur tilheyra liðinni tíð, að minnsta kosti hvað þetta
vörumerki varðar. Með hverju innslagi hefur Fast &
Furious-myndabálkurinn vinsæli hægt og rólega breyst
í ofurhetjuseríu. Sögur herma að persónur myndarinn-
ar spreyti sig í geimnum í níundu myndinni. Við tök-
um þeim fáránleika fagnandi.
WONDER WOMAN 1984
Níundi áratugurinn selur. Það er eitthvað sem hefur
sannað sig á undanförnum árum og því kemur lítið á
óvart að Undrakonan fái að spreyta sig á þeim áratug. Í
glænýrri, sjálfstæðri sögu stígur Gal Gadot í sviðsljósið
með vonir um að hasarblaðamerkið DC eigi roð í það
sem Marvel hefur áreynslulaust gert með sínu færi-
bandi. En töffarataktar, fantasía og bullandi „eitís“ tón-
list hljómar ekki eins og amaleg blanda.
TOP GUN: MAVERICK
Það tók ekki nema 34 ár en loksins er hjartaknúsarinn
Tom Cruise mættur á ný sem rokkstjörnuflugmaður-
inn Pete Maverick. Krúsarinn er umkringdur nýjum
andlitum og nokkrum kunnuglegum og búast áhorf-
endur að sjálfsögðu við æsispennandi flugsenum og
dúndrandi góðri tónlist. Einnig má reikna með að
Cruise sjáist á flottu mótorhjóli, í blaki eða fljúgandi
um háloftin eins og ekkert sé eðlilegra.
FREE GUY
Hvernig myndir þú höndla tilveruna ef þú ættir heima
í tölvuleik? Grínarinn Ryan Reynolds leitar góðra ráða í
kómískri ævintýramynd sem fjallar um einmana gjald-
kera sem kemst að því að hann er í raun og veru auka-
persóna í tölvuleiknum Free City. Umræddur leikur
er lauslega í stíl við tölvuleikina Grand Theft Auto og
Fortnite og verður forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur
fylgi persónunni alla leið eða gefist upp í miðjum leik.
BILL AND TED FACE THE MUSIC
Félagarnir og tímaflakkararnir Bill Preston og
Theodore Logan snúa aftur á hvíta tjaldið eftir tæp-
lega þrjátíu ára fjarveru, aðdáendum sínum til mikillar
ánægju. Hér segir frá því hvernig slugsarnir tveir glíma
við gráa fiðringinn. Þrátt fyrir þúsundir laga sem þeir
hafa samið hefur lítið ræst úr rokkhljómsveit þeirra,
Wyld Stallyns, frekar en viðleitni þeirra til að semja lag-
ið sem mun einn daginn bjarga öllum heiminum. En
betra er seint en aldrei.
INFINITE
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur
áfram að safna stjörnum til að deila hvíta tjaldinu með.
Að þessu sinni mætir hann Mark Wahlberg í vísinda-
skáldsögutrylli sem byggður er á skáldsögunni The
Reincarnationist Papers.
THE WITCHES
Hin fræga bók rithöfundarins Roalds Dahl er sett í nýj-
an búning. Bókin var eftirminnilega kvikmynduð við
upphaf tíunda áratugarins þar sem Anjelica Huston
stóð sig með glæsibrag í hlutverki æðstu aðalnornar-
innar. Nú er komið að leikkonunni Anne Hathaway að
sjá um þá túlkun, vonandi undir góðri leiðsögn leik-
stjóra Forrest Gump og The Polar Express.
GODZILLA VS. KONG
Tvær af þekktari skepnum kvikmyndasögunnar tak-
ast á og að sjálfsögðu verður öllu tjaldað til. Þá þýðir
ekkert annað en að veðja um hvor stendur uppi sem
sigurvegari. Mun Godzilla rústa þessum slag með létt-
um leik eða leynir kóngurinn Kong á sér? Þessu verður
svarað næsta vetur.
DUNE
Heimsfræg vísindaskáldsaga Franks Herbert öðlast nýtt
líf þar sem einvalalið leikara ræður ríkjum. Áform eru
um að framleiða tvær myndir upp úr doðranti Herbert
og lendir sú fyrri í kvikmyndahúsum rétt fyrir jól. Það er
fransk-kanadíski fagmaðurinn Denis Villeneuve sem
situr við stjórnvölinn, en hann hefur gert garðinn frægan
með kvikmyndunum Prisoners, Sicario, Arrival og Blade
Runner 2049. Þetta ætti að vera í fínum höndum.
Ok
tób
er
Nó
ve
mb
er
De
se
mb
er
Ma
rs
Ma
í
Ma
rs
Jún
í
Ág
ús
t
Ág
ús
t
Júl
í
Jún
í
Ap
ríl