Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Blaðsíða 38
38 FÓKUS 3. janúar 2020
YFIRHEYRSLAN
Védís
Kjartansdóttir
Védís Kjartansdóttir er með mörg járn í eldinum en
hún starfar sem dansari og stefnir á frumsýningu nýs
verks í byrjun janúar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Henni
líður að eigin sögn best heima með fjölskyldunni, að
kúra við kertaljós og hafa það huggulegt. Við fengum
Védísi í yfirheyrslu helgarinnar.
Hvað óttastu mest? Að missa ein-
hvern sem mér þykir vænt um.
Hvert er þitt mesta afrek? Að fæða
barnið mitt. Eitt það erfiðasta og geggjað-
asta sem ég hef gert um ævina. Ég ber al-
veg nýja virðingu fyrir kynsystrum mínum
eftir að ég fæddi son minn.
Furðulegasta starf sem þú hefur
tekið að þér Það er svo margt furðulegt
sem ég geri í vinnunni, en á sama tíma
stórskemmtilegt. Eitt dæmi er til dæmis
þegar ég var ráðin til að starta dansgólfinu
á árshátíð hjá stóru fyrirtæki. Fékk borg-
að fyrir að mæta í partíið og vera hress
og dansa. Alveg ágætis vinna verð ég að
segja.
Hver væri titillinn á ævisögu
þinni? Védís: Öruggur staður til að vera á.
Hvernig væri bjórinn Védís? Eins og
rauðvín.
Besta ráð sem þú hefur fengið?
„Látum okkur ekki leiðast“. Þetta var nú
bara sagt við mig í hálfgerðu gríni þegar ég
var barn, en þetta er bara svo gott mottó.
Þetta er ekkert flókið, maður verður bara
að láta hlutina gerast sjálfur, ekki bíða eftir
því að einhver annar geri þá fyrir mann.
Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Þrífa ofninn. Er nýbúin að taka ofninn í
gegn fyrir jólin. Alveg hrikalega leiðinlegt
og tímafrekt.
Besta bíómynd allra tíma? The
Rock með Sean Connery og Nicholas Cage,
það kombó
getur náttúrlega ekki
klikkað.
Hvaða hæfileika mynd-
ir þú vilja búa yfir? Mig
hefur alltaf, síðan ég var barn,
langað til að geta flogið og
held áfram að óska mér þess.
En síðan væri ég líka mjög til í að
geta verið södd lengur en klukkutíma
í senn.
Hver er mesta áhætta sem þú
hefur tekið? Ég held að ég verði að
segja þegar ég flutti út til Brussel til að
fara í dansnám 19 ára. Hafði ekki hug-
mynd út í hvað ég var að fara og var frekar
naív á þeim tíma, er það samt örugglega
ennþá. Eflaust ein besta ákvörðun sem ég
hef tekið. Fór bara út með tvær töskur og
var ekki komin með húsnæði eða neitt. En
það reddaðist allt sem betur fer.
Hvaða frasi eða orð fer mest í
taugarnar á þér? „Símtölum verður
svarað í þeirri röð sem þau berast“.
Hvaða getur þú sjaldnast staðist
eða ert góð í að réttlæta að veita
þér? Súkkulaði. Dökkt, ljóst, hvítt, er til í
þetta allt.
Hvað er á döfinni hjá þér?
Ég er að æfa nýtt sviðsverk sem ber
nafnið Eyður og verður frumsýnt á stóra
sviði Þjóðleikhússins 15. janúar. Þetta er
splunkunýtt verk eftir Marmarabörn, eða
Marble Crowd, sem er sviðslistahópur sem
ég er hluti af. Mjög spennandi.
Geggjaðast að fæða barn