Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Blaðsíða 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 3. janúar 2020
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI
Dramadrottning,
ekki nettröll
F
riðjón Valtýr Sigurðsson, oft kallað-
ur Fribbi, er virkur í athugasemdum
og hefur lengi verið bendlaður við
hugtakið nettröll. Hann hefur ver-
ið umdeildur á mörgum spjallsvæðum Ís-
lendinga í ríflega áratug og var sérstaklega
þekktur innan samfélagsins á Barnalandi
þegar það var upp á sitt besta á árum
áður. En hver er maðurinn á bak við not-
andanafnið? DV sló á þráðinn til Fribba
sem rakti erfiða reynslu sína af einelti,
samfélagsmiðlum og lífinu.
Þolandi eineltis
„Ég er Reykvíkingur og hef búið lengst
af í Breiðholti. Ég vek kátínu hvar sem
ég kem við sögu, enda mikill húmoristi.
Minn helsti kostur er að koma öðru fólki
til að hlæja. Ég hef lengi verið þekktur sem
Fribbi. Fyrst var ég reyndar kallaður Frikki,
síðar Friddsi og að endingu Fribbi.“
Fribbi varð fyrir miklu einelti í
Breiðholtsskóla þegar hann var yngri.
Hann var með gleraugu, fjarsýnn og með
sjónskekkju, með athyglisbrest og talgalla,
einrænn og vinafár.
„Ég var auðvelt skotmark fyrir gerendur
mína. Ég var oft niðurlægður og hafður að
fífli. Vegna þessa reyndi ég oft að skrópa í
skólanum og leið aldrei vel þar. Ég þorði þó
aldrei að segja foreldrunum frá og neyddi
mig frekar í skólann, ég átti ekki annan val-
kost. Ég var oft neyddur til að gera asnalega
hluti sem ég sé eftir enn þann dag í dag.“
Sem dæmi um það einelti sem hann var
beittur nefnir hann að hann hafi verið skil-
inn útundan, uppnefndur, valinn síðastur í
íþróttir, tyggjói klínt í hárið á honum, eigur
hans eyðilagðar, og mynd tekin af honum
nöktum í sturtu.
„Ég bara þakka guði fyrir að netið
var ekki til á þessum tíma, því þá hefði
myndin örugglega verið send á
hefndarklámsíðu þar sem nektarmyndum
er dreift í óþökk þolandans. Eineltið mót-
aði manninn sem ég er í dag. Ég er var um
sjálfan mig og passa mig enn í dag á því að
vera ekki blekktur, eða hvort verið sé að
reyna að hafa mig að fífli.“
Virkur í athugasemdum
Fribbi var 25 ára þegar hann hóf þátttöku
á opnum spjallsvæðum á netinu. Fyrst á
síðunni strik.is, síðan nulleinn.is, hugi.is,
minnsirkus.is og barnaland.is.
„Ég tók þátt í ýmsum umræðum, um
stjórnmál, kynlíf og sérstaklega öllum um-
ræðum sem hétu Nöldur, en ég á það til að
tuða og tauta um ansi margt. Mér fannst
mjög spennandi að taka þátt í slíku enda
voru umræðurnar þar oft mjög áhugaverð-
ar. Svörin sem ég fékk frá fólki voru oft skít-
kast og alls konar stælar. En ég var þarna
orðinn
harður
maður eft-
ir allt ein-
eltið og lét
því ekkert
stoppa mig
eða hræða.
Ég hóf þá bara skítkast á móti og gaf ekk-
ert eftir.
Núlleinn.is var eiginlega unglinga-
samfélag, og þar var ég einn af elstu not-
endunum. Á þessum árum var ekki mikið
um fullorðið fólk á svona samfélagsvefj-
um, heldur voru þetta aðallega krakkar
undir 18 ára aldri. Ég varð því sér á báti
þar sökum aldurs. Ég var ansi duglegur að
mæta daglega þar til að taka þátt í umræð-
um. Flestum notendur á núlleinum þótti
ég bæði fyndinn og leiðinlegur. En þegar
maður er mikill einfari og hefur ekkert
annað að gera á daginn þá eyðir maður oft
tímanum í að spjalla við krakkana á null-
einn.is. Ég átti það til að skamma ungling-
ana þar ef mér þótti þeir fara yfir strikið.
Sjálfur fór ég þó líka yfir strikið, til dæm-
is þegar ég lýsti minni fyrstu kynlífsreynslu
á kynlífsþræðinum þar. Ég hefði að sjálf-
sögðu átt að halda bara kjafti.“
Eftirminnilegur og umdeildur á netinu
Fribbi segir að hann hafi alla tíð verið mik-
ið fyrir athygli, athyglissjúkur jafnvel. Þrátt
fyrir að vera feiminn og lokaður.
„Ég þótti einum of opinskár og einlæg-
ur í samræðum á núlleinum. Ég veit vel að
Umdeildur á samfélagsmiðlum í yfir áratug - Þolandi eineltis og netníðs
- Hætti að vera skotinn í Ásdísi Rán þegar hann sá hana reykja
Erla Dóra
erladora@dv.is