Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 2
Látið þingmennina mína vera!
N ú getur Svarthöfði ekki setið á sér lengur. Hvaða uppþot er þetta
vegna ósköp lítilvægra launa
hækkana hjá okkar æðstu
ráðamönnum? Má ekkert
lengur? Er afbrýðin og hatrið
gegn þeim sem hafa það að
eins betra en við orðin þetta
mikil? Það myndi ekki hvarfla
að Svarthöfða að gegna þing
störfum nema hann fengi fyr
ir það vænar fúlgur fjár, jafn
vel óhóflegar fúlgur fjár. Enda
eru þeir sem gegna þessu
starfi ekkert öfundsverðir.
Þetta er gífurlega flókinn
stóladans þar sem reglurn
ar eru margar og flóknar.
Ímyndum okkur það flóknasta
borðspil sem við höfum spilað
og flækjum það svo þrefalt. Þá
höfum við grófa hugmynd um
hvernig þessi pólitíski stóla
dans fer fram. Þarna höfum
við meiri og minnihluta.
Minnihlutinn má vera með
meirihlutanum í liði, en meiri
hlutinn má alls ekki vera með
minnihlutanum í liði. Þá viður
kennir hann yfirburði minni
hlutans að einhverju leyti og
tapar leiknum.
Minnihlutinn má helst ekki
vera of sammála meirihlut
anum, það væri nefnilega við
urkenning á að meirihlutinn
stæði sig vel. Meira að segja
minnihlutinn má ekki leika
fallega endalaust með öðrum í
minnihlutanum. Nei, það þarf
að passa að engum minnihluta
sé veitt meira en hinum. Því í
minnihlutanum eru enn allir
að dansa stóladansinn. Tón
listin stoppar nefnilega ekki
almennilega fyrr en það eru
kosningar.
Svo er það skotboltinn. Það
þarf alltaf að gagnrýna hinn
og þennan sem er ekki með
þér í liði. Ná nógu góðu skoti.
Pólitísku skoti. Vel getur verið
að þessum sömu aðilum semji
prýðilega utan þingsins, en
það má helst enginn vita.
Svarthöfði sagði skilið við
þessa barnalegu leiki í grunn
skóla og tekur þá ekki upp
nema fyrir fúlgur fjár.
Fyrir utan það hvað þing
menn verða stöðugt að rit
skoða sjálfa sig og passa upp
á hegðun. Það má ekki skella
sér á bar án þess að hafa
varann á, í reynd mega þing
menn helst ekki fá sér í glas
á almannafæri af hættu á að
verða næsta stóra fréttamál.
Það þarf að gæta að því hverj
ir vinir manns eru, hverjir
óvinir manns eru. Svo er það
náttúrulega flokkurinn og
skuggastjórnendur þar sem
þarf að friða, ganga hagsmuna
þeirra og stíga ekki á röngu
tærnar.
Ef Íslendingar þyrftu að
fara eftir þessum reglum á
sínum hefðbundnu vinnu
stöðum myndu þeir nú annað
hvort hætta í vinnunni eða
fara fram á kauphækkun.
En það virðast þingmenn
irnir ekki mega undir neinum
kringumstæðum. Svarthöfði
segir bara – Ef þér líkar þetta
ekki, farð ÞÚ þá bara á þing.
Því jafnvel ef ekki verður
af þessum launahækkunum
getur Svarthöfði fullvissað þig
um að það er ekki gert í þágu
almennings eða samfélagsins
til að sýna samstöðu. Það er
bara enn eitt útspilið í hinum
endalausa Alþingisstólaleiks
skotbolta. Enn eitt úthugsaða
útspilið sem mun alveg klár
lega gagnast einhverjum og þú
getur treyst því að sú mann
eskja ert ekki þú. n
SVART HÖFÐI
FIMM ÞÆTTIR
SEM BRYNJAR
STEINN ER AÐ
HORFA Á
Er þetta frétt ?
H
vað er frétt er áhugavert hugtak sem
fer aldrei úr tísku. Fréttamat okkar
er klárlega misjafnt og eru til hinar
fínustu skilgreiningar á því hvað
skuli flokkast sem frétt og best þykir
að þær séu okkur nálægt í tíma og
rúmi. Fréttaflæðið er stanslaust og kemur alls staðar
að. Með tilkomu samfélagsmiðla er flæðið í frjálsu
falli og klukkan er vart orðin níu þegar flóðið hefur
skollið á þér í gegnum síma, útvarp og samtöl við
þína nánustu. Hvað er að frétta?
Fréttir eru mikilvægar. Þær tryggja öryggi okkar
og á tímum sem þessum sjáum við hversu mikilvægt
það er að fylgjast með þróun mála til að tryggja af
komu fjölskyldunnar, líkamlega, andlega og fjárhags
lega. Harðar fréttir eru mikilvægar en mjúkar fréttir
ekki síður til að forða okkur frá djúpri sálarlegri
lægð sökum bölsóts og almennra leiðinda. Í
forsíðuviðtali blaðsins er rætt við einn
helsta stjörnublaðamann landsins ef svo
má að orði komast. Stjörnufréttir eru
og verða alltaf vinsælar. Ég starfaði
um tíma á Séð og heyrt. Blaði sem
enginn kannaðist við að kaupa
en var þó á þeim tíma mest selda
tímarit landsins og mokaðist inn
um lúgur landsmanna sem lásu það
í leyni, sakbitnir af eigin gægju
þörf. Eða hvað? Er það ómerki
legt að hafa áhuga á öðru fólki?
Við skulum ekki gleyma að
fólk hefur safnast saman
til að horfa á opinberar
aftökur frá upphafi alda.
Er þá svo galið að þekktir
einstaklingar skapi þekkt
vandamál og vesen sem
dragi að sér lesendur?
Líklega ekki. Engu að
síður er það kannski
ekki falleg þörf sem
fylgir mannskepnunni. En
hún er þarna.
Það heyrist einnig ósjaldan
kallað: Er þetta frétt? Hver les
þetta rugl? Nú væntanlega sá
sem æpir og skammast. Ein
leiðin til að breyta fréttum er að smella ekki á þær
sem þú vilt ekki lesa, því fái þær ekki lestur dregur
það klárlega úr þeim er framleiða þær. Framboð og
eftirspurn og allt það. Fjölmiðilinn er nefnilega oftast
spegill og endurkastar því sem lesandinn vill. Sem
dæmi flæddi Fjölnir Þorgeirsson yfir alla prent og
netmiðla um tíma þegar hann var upp á sitt besta
með Kryddpíu í einni og glansbrækur í hinni. Fólk
gat ekki hætt að láta það fara í taugarnar á sér hvað
hann fékk mikla umfjöllun. En vittu til, hann seldi
blöð og fékk smelli á vefmiðlum.
Fjölmiðlar þurfa klárlega að vanda sig að koma
fram við viðmælendur af virðingu og gæta að sann
leiksgildi með vönduðum vinnubrögðum. En ábyrgðin
liggur líka hjá lesandanum.
Smelltu vel. n
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir
RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Brynjar Steinn Gylfason,
betur þekktur sem Binni
Glee, er samfélagsmiðla-
stjarna sem nýtur gífurlegra
vinsælda á Snapchat. DV sló
á þráðinn og spurði Binna
hvað hann væri að horfa á
um þessar mundir.
1 The Circle US
Ókei, það sem ég er alla
vega búinn að vera að horfa
á er The Circle US, þeir eru
á Netflix og eru æðislegir
raunveruleikaþættir.
2 Glee
Síðan eru það þættirnir Glee.
En þeir eru mínir uppáhalds
þættir og ástæðan fyrir því
að ég kallast Binni Glee á
samfélagsmiðlum. Glee er
semsagt „my goto“ þættir í
lífinu og hafa verið í meira
en 10 ár og ég fæ aldrei leið á
þeim. Er það „obsessed“ með
þá að ég er með tattú þar
sem stendur „Glee“ og skírði
mig það á samfélagsmiðlum.
3 Star
Það eru söngvaþættir. Ég
elska að horfa á þætti með
tónlist og söng.
4 Killing Eve
Það eru morðþættir. Allt
sem tengist svona „murder
criminal“ elska ég og reyni
að horfa á eins mikið þannig
og ég finn.
5 RuPaul’s Drag
Race
Svo er það að sjálfsögðu
RuPaul’s Drag Race. Það er
ný sería í gangi núna og hún
er orðin ein af uppáhaldsserí
unum af öllum þeim 12 sem
hafa komið.
2 EYJAN 24. APRÍL 2020 DV