Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 19
Víða um heim hafa stjórn-völd gripið til neyðar-ráðstafana vegna far- sóttarinnar þar sem ýmis borgaraleg réttindi eru skert verulega meðan hættuástand varir. Slíkt getur reynst nauð- synlegt um tíma til að hefta út- breiðslu hennar. Um leið hefur gjarnan þurft að víkja frá venjubundnum lýðræðislegum aðferðum svo hægt sé að grípa til skjótra aðgerða. Því ástandi sem nú er uppi má að nokkru leyti líkja við stríðstíma. Sænski Ríkisdagurinn sam- þykkti til að mynda fyrir fá- einum dögum lög sem heimila ríkisstjórn að grípa til harðra aðgerða til að hægja á út- breiðslu farsóttarinnar án þess að bera þær fyrst undir Ríkisdaginn. Talsverð um- ræða varð um málið í Sví- þjóð og meðal annars bent á mikilvægi þess að lögin yrðu ekki lengur í gildi en nauðsyn krefði. Þá höfðu ýmsir orðið til að gagnrýna að fyrirhugað- ar sóttvarnaráðstafanir brytu gegn almennum mannrétt- indum, svo sem ferðafrelsi. Hinir stjórnlyndu herða tökin Í rótgrónu lýðræðisríki eins og Svíþjóð eru stjórnmála- menn meðvitaðir um þær hættur sem lýðræðinu eru búnar við neyðaraðstæður eins og þær sem nú eru uppi. Nokkru sunnar í álfunni, í Ungverjalandi, hefur Viktor Orban forsætisráðherra nýtt sér ástandið og fengið sam- þykkt frumvarp á þinginu í Búdapest sem stóreykur völd hans ótímabundið – en þó í nafni sóttvarna. Orban er ekki einn um að notfæra sér ástandið. Stjórn- lyndir ráðamenn um allan heim sæta nú lagi og hrifsa til sín völd. Á hættustundu sem nú er mikilvægt sem aldr- ei fyrr að frjálslyndir menn standi vörð um réttarríkið og opið þjóðfélag, þegar stjórn- lynd öfl sjá sér leik á borði og skerða frelsi borgaranna varanlega. Ofsafengin viðbrögð Þegar stóráföll dynja yfir er jafnan hætta á að viðbrögð stjórnvalda verði ofsafengin. Í kjölfar árásar hermdar- verkamanna á tvíburaturn- ana í New York 11. septem- ber 2001 voru sett svokölluð ættjarðarlög (e. Patriot Act) í Bandaríkjunum þar sem ýmis borgaraleg réttindi voru skert í þágu almannahagsmuna. Margir urðu til að gagnrýna aðgerðir stjórnvalda í Wash- ington í kjölfar árásanna, þeirra á meðal Alan Dersho- witz, einn kunnasti lögmaður vestanhafs og kennari við lagadeild Harvard-háskóla. Að hans mati fóru stjórnvöld í Washington offari í eftir- liti með borgurunum og vógu gróflega að persónufrelsi. Þetta væri sérlega hættulegt á okkar tímum þegar hlera mætti samskipti borgaranna með hátækni sem höfundar stjórnarskrárákvæða um per- sónufrelsi hefðu aldrei getað ímyndað sér. Einstaklingshyggja og heildarhyggja Þegar borgaraleg réttindi eru skert skortir sjaldnast göfug- an ásetning. Nóbelsverðlauna- hafinn Friedrich Hayek orðaði það svo að leiðin til ánauðar væri vörðuð fögrum fyrir- heitum. Frá því í fornöld hefðu togast á sjónarmið frjálslyndis og stjórnlyndis. Frá sjónarhóli hins frjálslynda ætti sérhver borgari að ráða sínum málum sjálfur, enda engin markmið æðri markmiðum hvers ein- staks borgara. Sá stjórnlyndi liti á hinn bóginn á borgarana sem frumur í þjóðarlíkam- anum. Markmið heildarinnar væru æðri markmiðum ein- staklinganna. Meingölluð lög Íslendingar hafa ekki farið varhluta af efnahagslegum kollsteypum. Fall viðskipta- bankanna árið 2008 átti sér varla hliðstæðu enda nam ársvelta bankanna margfaldri landsframleiðslu. Samhliða varð gengishrun. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði fram frumvarp til laga um gjaldeyrishöft 27. nóvem- ber 2008, en samkvæmt því yrði Seðlabankanum heimilt að koma á gjaldeyrishöftum í allt að tvö ár, eða fram í nóv- ember 2010. Þetta voru „for- dæmalausir tímar“ eins og það var orðað og frumvarpið fékk litla efnislega umfjöllun á Alþingi. Það rann í gegnum þingið á methraða. Þessi lög urðu grundvöllur gjaldeyris- hafta næstu árin en á þeim þeim voru alvarlegir gallar. „Tímabundnar ráðstafanir“ Á fundum með þingnefnd höfðu fulltrúar Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins haldið því fram að þetta væru bara „tímabundnar ráðstaf- anir“. Fljótt yrði aftur hægt að slaka á höftunum og þau afnumin innan tveggja ára. Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands leiddi síðar að því rök að gjaldeyrishöftin hefðu verið orðin óþörf þegar um sumarið 2009. Svo fór að höftin voru við lýði fram til vorsins 2017. Seðlabankinn fór á þeim tíma offari við beitingu laga og reglna um gjaldeyrishöft. Meðal annars var hafin rann- sókn á fjórmenningum sem stundað höfðu viðskipti með íslenskar krónur í félagi sínu í Svíþjóð sem nefndist Aserta. Þeir sátu að ósekju á saka- mannabekk í meira en sex ár en voru á endanum sýknaðir. Við blasir að rannsókn máls- ins hófst í fljótfærni og var blásin upp í fjölmiðlum á við- kvæmum tíma í þjóðlífinu. Sá skaði sem Asertamenn urðu fyrir verður aldrei metinn til fjár. En þetta er því miður ekki einsdæmi því Seðla- bankinn gekk langt út fyrir eðlileg mörk í fjölda mála er vörðuðu meint brot á gjald- eyrislögum. Þær ráðstafanir sem vera áttu tímabundnar vegna skyndilegs hættu- ástands voru viðhafðar miklu lengur en nokkur þörf var á með ómældu tjóni. Flestir þeir sem á tyllidögum litu á sig sem varðmenn réttarríkisins voru víðsfjarri. Gjaldeyrishöftin eru víti til varnaðar. Nú skiptir miklu að standa vörð um opið og lýð- ræðislegt samfélag, ganga ekki lengra í skerðingu rétt- inda borgaranna en nauðsyn krefur og aflétta hvers kyns höftum undireins þegar þeirra er ekki lengur þörf. n Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason Rannsókn máls sem kennt var var við Aserta var blásin upp í fjölmiðlum í janúar 2010. Þar höfðu em­ bættis menn beinlínis uppi fullyrðingar um sekt sakborninga sem síðar voru allir sýknaðir. MYND/PJETUR Í kjölfar árás­ anna á tví­ buraturnana í New York 11. septem­ ber 2011 voru ýmis borgara­ leg réttindi skert í nafni almanna­ hagsmuna. ÞEGAR „TÍMABUNDNAR RÁЭ STAFANIR“ VERÐA VIÐVARANDI Stjórnlyndir ráðamenn sæta nú lagi í skjóli farsóttar- innar og herða tökin. Þegar borgaraleg réttindi eru skert skortir sjaldnast göfugan ásetning. EYJAN 19DV 24. APRÍL 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.